Komin í blogggírinn ..

Vá skemmtileg svona orð með þremur eins bókstöfum í röð! .. Hvað munið þið eftir mörgum? Eitt klassískt er þátttakandi! .. en hér óska ég eftir fleiri orðum.

Áætlanír mínar um að þvo bílinn í dag hafa farið út um þúfur. Ætlaði í kaffi til Sissu sem býr hér á móti en lenti í súpu og brauði o.fl. góðgæti, nammi, namm.

Við plönuðum að fara á LÍNUSKAUTA seinni partinn, en það fór eins og planið um að þvo bílinn.

Ég að vísu prufukeyrði þá á ganginum hér heima og Vala tók mig í bóklegan tíma hvernig ætti að bremsa. Ég SKAL fara að prófa skautana á næstu dögum. Geggjað tæki til að styrkja hina ýmsustu vöðva.

Jæja, þó ég hafi ekki náð markmiðum dagsins náði ég þó að slá sameiginlegan garð hér á bakvið og það var ágætis líkamsrækt í sólinni. Smile 

Hugsa að ég bjóði svo Völu í bæinn á eftir og fáum okkur létt salat eða sushi.

La vita e bella.


Ljósakrónan hennar ömmu Charlottu loksins komin upp! ;-)

 Amma og afi bjuggu frá 1945 á Bergstaðastræti og þessi ljósakróna hékk þar uppi. Þar áður bjuggu þau og voru presthjón á Borg á Mýrum og þarf ég að komast að því hvort að krónan hékk þar eða hvort þau fengu hana eftir að þau fluttu í bæinn (föðursystkini mín vita það eflaust).

Inga frænka erfði hana  og hafði verið með hana í geymslu frá því að búið á Bestó var gert upp. Stuttu eftir að ég útskrifaðist  með guðfræðipróf frá H.Í., cand. theol,  í febrúar 2003 var hún svo elskuleg að gefa mér ljósakrónuna í tilefni af því, en hún þurfti viðgerðar við.

Ljósakrónan er búin að flytja með mér frá Nýlendugötu í Hulduland í Sigtún á Réttarholtsveg og upp í Kleifarás, en aldrei náði ég að hengja hana upp né láta gera við hana.

Þegar ég flutti núna fyrir ca. 10 dögum sá ég að ljósakrónan myndi passa vel í húsnæðið og fór að tala um að gera við hana. Tryggvi var ekki lengi að taka við sér, og púslaði henni saman, en það vantaði einhverja hlekki o.fl.  Ég fór og keypti peru sem vantaði og bingo.

Tryggvi var svo spenntur að hengja hana upp að hann ætlaði að gera það þegar ég var búin að leggja lambalærið á borðið Eurovisionkvöldið, en mín sagði "Nei" eftir matinn takk! ;-)

Svo var sest við Eurovision en Tryggvi fór að hengja upp krónuna. "Púff" sjónvarpið datt út! ..og ég hljóp til að vita hvort að hann væri "í stuði" eða ekki. Hann reyndist sem betur fer heill en var þá skammaður fyrir að trufla Eurovision! hehe..  Kom þá og settist með okkur, en Hulda og Doddi vinir okkar, ásamt Dúddu frænku voru hjá okkur að horfa.

Í hvert sinn sem Tryggva leist ekki á atriði (og var það oft) sagði hann "jæja best að fara að festa upp krónuna" .. en við þorðum auðvitað ekki að taka áhættuna. Krónan var sko ekki sett upp fyrr en við vorum örugg með 2. sætið. Veit ekki hvort við hefðum náð því hefði rafmagnið farið að klikka! ;-)

Brittany frænka mín var boðin með Tobba og Ástu í Eurovision partý í Garðabæ og svo fóru þau í "Bar Hopping" eins og þau sögðu það. Ég heyrði langar leiðir að þau voru að koma heim, um 4 um nóttina, en það var söngurinn í syni mínum sem gerði það að verkum, þar sem hann kyrjaði norska lagið af öllum lífs og sálar kröftum, varla nágrönnum til mikillar gleði!

 

Unga fólkið bíður eftir Taxa og búið um  Brittany í sjónvarpsherbergerinu og hún  komin í samband við Ameríku í tölvunni ...


Amma tótallý flutt á feisbúkk eða hvað?

Hey, hey, hey we say ho, ho, ho.. ég hef ekki bloggað neitt síðan afmælisbloggið um Mána og hef bara verið í óstuði til þess. Líklegast hefur konan sem "aldrei les bloggið mitt en fréttir bara af því af afspurn"  þurft að liggja bara í Séð og Heyrt til að fá eitthvað krassandi í æð LoL .. (smá dylgjur, má bara til er í svo góðu skapi).

Nú er litla dótturdóttirin sem fæddist 7. maí sl. komin með nafn og heitir hún Elisabeth Mai. Það er auðvitað vel danskt, enda pabbinn danskur. Reyndar fann ég eina formóður mína; langalangalangalangaömmu, sem var fædd 1779 sem bar nafnið Christiane Elisabeth enda fædd á Sjálandi.

Stoltur STÓRI bróðir!

 Óska ykkur góðs laugardags, og ÁFRAM ÍSLAND!


Ísak Máni 5 ára í dag, 27. apríl 2009!

Ömmustrákur; hann Ísak Máni er fimm ára í dag. Við hringdum í hann í morgun og sungum auðvitað afmælissönginn, .. þar sem reyndar mamma hans (stríðnispúkinn)  hvíslaði að honum að segja "takk amma gamla" ..  LoL   en svo býður hann vinum sínum í Ævintýraland í dag. Mamma hans er komin 38 vikur á leið, svo það er léttir að þurfa ekki að taka á móti 16-18 fjörugum krökkum heima. Wizard

Stúdent_Helga_2008 015
Máni í sparifötum í fyrravor
Matarboð_30.apríl_2008 003
Bestustu vinirnir Tryggvi Klemens og Ísak Máni.
24.apríl 2008 017
Ísak Máni og amma gamla vorið 2008 (vel þessa mynd þar sem ég er ungleg!W00t)
 Máni og mamma
Ísak Máni og stríðna mamman Eva Lind á 25 ára afmæli mömmunnar.
Ísak Máni
Snúlli .. InLove
TIL HAMINGJU
ÍSAK MÁNI!


Bí Bí og Blaka, Kosningavaka ..

Klukkan er 3:21 og mín bara vakandi! .. Vorum með gesti í allan dag, og langt fram á kvöld, spiluðum spil sem heitir Hálftólf, börnin léku og fóru í heita pottinn, Svigesonnen var settur í að grilla og svo var bara spilað meira.

Á morgun, eða réttara sagt í dag stefnum við á  Kardemmommubæinn með pjakkana. Veit ekki hver hlakkar mest til! Smile


Er rétt af Sjálfstæðismönnum að hella upp á unga fólkið fyrir kosningar?

Þarf kannski að stuðla að drápi heilasella til þess að unga fólkið kjósi Sjálfstæðisflokkinn ?

Hringt var í stjúpdóttur mína, liðlega tvítuga, til að bjóða henni til bjórdrykkju á Sólón, einhvern veginn fer þetta fyrir brjóstið á mér. 


mbl.is Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komandi líf, spinning, skapandi skrif og vascular dementia

  • Komandi líf = Nú er komið á hreint að dótturdóttir mín á að koma í heiminn þann 7. maí næstkomandi, er ekkert smá spennt! Smile Hún verður tekin með keisaraskurði, af ástæðum sem hér verða ekki greindar.
  • Spinning = Ég er búin að láta mig drabbast niður og hef borðað of mikið svo nú þykist ég ætla að taka mig á í spinning, sem er auðvitað besta fitubrennslan - auk þess að ég er aldrei í betra skapi heldur en eftir tíma. Fæ mér svo góðan og nærandi spínatdrykk á eftir og líður eins og milljón, hvernig sem það er nú.
  • Skapandi skrif = Fyrsta kvöldið af fjórum í námskeiðinu Skapandi skrif var í gær og ef mér líður eins og milljón eftir spinning, þá líður mér eins og trilljón eftir Skapandi skrif. Ótrúlega frumlegt og abstrakt námskeið og kennsla, gott að fara svona út úr hugsanakassanum! ..
  • Vascular dementia = æðavitglöp, en það er það sem hrjáir hana mömmu mína. Það er sorglegra en tárum taki að segja frá því, það nístir okkur inn í merg og bein að fylgjast með henni verða þessum sjúkdómi að bráð og særir okkur afkomendur hennar. Get ekki skrifað meira um það því ég bara blindast af tárum. Frown 

Líf mitt (og okkar allra) er s.s. eins og veðrið, skiptast á skin og skúrir. Litli kúturinn hann Máni á afmæli bráðum og hann fær alveg örugglega sér bloggfærslu fyrir afmælisdaginn sinn.

Eitt af því sem ég lærði í gær var að það að vera í essinu sínu væri í raun að vera maður 100% maður sjálfur. "To be in your essence" .. að vera í kjarna sínum! Þetta fannst mér sko sniðugt!

Stefni að því að vera í essinu mínu í dag og vona að þið verðið það líka!  


Rangur maður í vitlausu húsi?

Hún gekk hægum skrefum eftir sandinum, norðangarrinn lét öllum illum látum og þeytti upp mittissíðu hári hennar, en hún fann ekki til  kulda, fann aðeins heitt hjartað slá hraðar eftir því sem fætur hennar báru hana nær vitavarðarhúsinu. Hann beið hennar þar í bláu duggarapeysunni, með tóbaksklútinn og dökkann úfinn kollinn - ómótstæðilegur, svo grófur en jafnframt svo ólýsanlega mildur.  Hún var sú eina sem þekkti djúpstæð leyndarmál hans...  

.. í næsta kafla

Hann greip ákveðið í hana og hélt þéttingsfast,  hann tók andköf yfir þessari englaveru og fann heit læri hennar í gegnum þunnt efnið í pilsinu, þá án nokkurar viðvörunar var gömlu vitahurðinni hrundið upp; Ástþór Magnússon var mættur á svæðið, hann horfði sínum flóttalegu augum á parið, hann lét sér ekki bregða -  hóf  upp raust sína og söng: ..

Ég er rangur maður
Á röngum tíma
Í vitlausu húsi
Ég er rangur maður
Á röngum tíma
Í vitlausu húsi
jejeje


GUÐ ER ..

Ég kom heim eftir hvíld í sumarhúsi í gær og rak nefið í bókahilluna og rifjaði þá upp bókina "The Power of Now" eftir Eckhart Tolle, einn frábæran hugsuð að mínu mati og "Spiritual Leader" eins og hann segist nú vera. Bókin hefur að vísu verið þýdd og heitir á íslensku:

Mátturinn í Núinu.

Ég las þessa setningu: "The Word God has become empty of meaning through thosands of years of Misuse" .. í lauslegri þýðingu:  "Orðið Guð er orðið innihaldslaust vegna þúsunda ára misnotkunar."  Tolle notar orðið Being í stað orðsins Guð, og mig minnir að Being sé þýtt Verund.

Með misnotkun á hann við að fullt af fólk sem á engan hátt hefur upplifað, ekki einu sinni, snefil af hinu heilaga þykist geta tileinkað sér Guð og talar um Guð af sannfæringarkrafti eins og það viti um hvað það er að tala. Eða að fólk talar á móti Guði eins og það viti eitthvað hverju það er að mótmæla.

Það sé ekki rétt að tala um  "minn Guð" eða "þinn Guð" .. því það verður til þess að fólk segi "minn Guð er réttur - þinn er falskur" .. Pælið í egóismanum í því!

Tolle telur að hugtakið Guð hafi þróast í  lokað hugtak. Um leið og orðið Guð sé nefnt kvikni yfirleitt einhvers konar mynd; kannski ekki lengur myndin af gamla manninum með skeggið, en þó kvikni huglæg mynd af einhverjum eða einhverju utan okkar og hann telur það yfirleitt karlkyns mynd. (Surprise, surprise)  

Í raun geti hvorki orðið Guð eða Verund útskýrt það  sérstaka og heilaga sem liggur að baki orðinu.  

Margir hafa tilfinningu fyrir þessari Verund/Guði en sum okkar hafa enga tilfinningu og sjá því aðeins Guð í bók. Guð sem aðrir hafa lýst, sumir af tilfinningu en aðrir eru aðeins að lýsa sínum hugmyndum.

Ég ætla að halda áfram að nota hugtakið Guð, því ég þekki það best og vonast til að við hættum að misnota orðið Guð. Guð er ekki karl og heldur ekki kona, Guð ER.

Guð er í þér og Guð er í mér - sem betur fer. Heart


Sumir safna þjóðbúningadúkkum ..

.. aðrir börnum frá mismunandi heimsálfum, er þetta normal?


mbl.is Jolie vill barn frá Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband