Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ó pabbi minn...

Hann pabbi minn hefði orðið áttatíu ára í dag, 19. júní 2008. Hann lést fyrir 39 árum, en það eru jafn mörg ár og yngsta systir mín hefur lifað. Ég sakna hans ennþá og á fallegar minningar um hann, reiðin er farin en rosalega fannst mér óréttlátt þegar hann fór...en eins og mamma sagði alltaf; það þýðir ekkert að segja ef....

Í dag ætlum við að hittast, mamma og afkomendur þeirra ásamt tengdabörnum. Setja blóm á leiðið hans, syngja afmælissönginn og síðan grilla saman í Heiðmörk. InLove .. "Love makes a family" - heyrði ég sagt í Opruh í gær .. og ég gæti ekki verið meira sammála ..

Björk ætlar að syngja fyrir mig það sem mig langar að segja:

Og hér er textinn..

Ó, pabbi minn
Hve undursamleg ást þín var
Ó, pabbi minn
þú avallt tókst mitt svar

Aldrei var neinn
svo ástúðlegur eins og þú
Ó, pabbi minn
þú ætíð skildir allt

Liðin er tíð
er leiddir þú mig lítid barn
Brosandi blitt
þú breyttir sorg i gleði

Ó, pabbi minn
eg dáði þina léttu lund
Leikandi kátt
þú lékst þér a þínn hátt

Ó, pabbi minn
Hve undursamleg ást þín var
Æskunnar ómar
ylja mér í dag

Liðin er tíð
er leiddir þú mig lítið barn
Brosandi blitt
þú breyttir sorg i gleði

Ó, pabbi minn
ég dáði þína léttu lund
Leikandi kátt
þú lékst þér a þinn hátt

Ó, pabbi minn
Hve undursamleg ást þín var
Æskunnar ómar
ylja mér í dag

 


,,Afi Keli

Í gær stóðu Eva Lind dóttir mín ásamt öðru góðu fólki á endurskoðunarskrifstofu Þ.Þ.J. o.fl. fyrir ,,Surprise" afmælisveislu fyrir fyrrverandi tengdaföður minn og afa barnanna minna; Þórarin Þ. Jónsson.

Einhverjir gárungar sögðu að Þ-ið stæði fyrir vaxtarlagið hans en Þ-ið er fyrir millinafnið Þorkell. Eitt er víst að ekki náði ég mittismáli afa Kela þegar ég gekk með tvíburana undir belti, en hann sagðist þá bera bjórkassa undir belti! LoL Af því er svo dregið gælunafnið Keli, sem flestir þekkja hann undir.

Ákveðið var að halda þetta viku fyrir afmælið þar sem hann og ,,amma Tobbý" ætla að vera erlendis á sjálfan afmælisdaginn. Mér skilst að um 200 manns hafi mætt og glaðst með þeim hjónum.

Það var fyrir ári síðan að við vorum að fagna saman með Völu - þegar hún fékk fínu kórónuna sem hún vildi nú helst bara eiga áfram!! .. og ,,afi" og ,,amma" komu í boð til okkar Tryggva og við síðan til þeirra stuttu seinna. Það er gott að geta haldið vinskap við afa og ömmur þó að fólk skilji, en þannig er það því miður langt frá því að virka á öllum bæjum.

Mikilvægast er það þessara sameiginlegu afkomenda vegna en það er ótrúlegt pirrrr.. þegar fólk þarf að vera á nálum varðandi umgengni ..

Eva mín hélt víst "heartbreaking" ræðu fyrir afa sinn sem fékk hörðustu jaxla til að fella tár, en hún er að vísu meistari í slíku, bæði í tali og söng, en það er viðmótið hennar sem er svo sérstakt og er ekki hægt að setja á prent.

Afi Keli hefur reynst fyrirmyndarafi barnanna minna og langafi Mána og er svona svolítið eins og jólasveinninn, eða eins og klettur, þú veist alltaf hvar þú hefur hann.Grin  Kann ekki uppgerð né fals og segir það sem hann meinar. Afi myndar sér sínar eigin skoðanir á fólki og lætur ekki almenningsálit hlaupa með sig í gönur ... án þess að ég fari nánar útí það hér.

Óska honum góðs afmælisdags - og ferðar með ömmu Tobbý sinni! Kissing

Jæja, nóg ræða hér í hádegishléi .. Lundúnarævintýri verða að bíða.

 


Allt og ekkert ...

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga. Verður eitthvað lítið næstu daga.  Annars prófaði ég nýja fína hjólið mitt áðan sem hjólar næstum sjálfkrafa Elliðárdalshringinn!

Fylgdist stund með eldhúsdagsumræðum áðan og fannst flestir krútt sem voru að tala. Kissing ... Æ, flestir halda að þeir séu með hinn eina sannleika en allir eru með brot af honum, misjafnlega stór. Mikið væri gott að setja saman öll góðu brotin .... þarf gáfaða, víðsýna og vel gerða manneskju í það. Cool 

Það var að flytja nýtt fólk í götuna hjá mér og ég sagði við kvöldverðarborðið að ég ætlaði í heimsókn með eplapæ. Ég sé nú til hvort ég efni það!

Knús á ykkur kæru bloggvinir og aðrir sem eru svo kjút að lesa. Heart 

Set smá Mánasyrpu hér í lokin:

Stúdent_Helga_2008 014

Máni fylgist með  Rósu sem er dóttir ömmusystur hans .. (s.s. systurdóttur mín)

Stúdent_Helga_2008 015

Kíkir aðeins á ömmu með myndavélina .. flottur í stúdentsveislunni!

Stúdent_Helga_2008 017

Flottir feðgarnir! .. Sýnist Máni vera í einhverri ballet posissjón!

 


Börnin mín komin heim á Degi barnsins

Vaknaði 4:45 í morgun, því að vélin frá Orlando átti að lenda kl. 06:00 og móðureðlið eða eitthvað annað eðli eða óeðli vakti mig á undan vekjaraklukkunni sem átti annars að hringja klukkan 5:00 Tounge .. Ók upp á Keflavíkurflugvöll í fallegu veðri og stalst til að lesa aðeins í Séðu og Heyrðu sem ekki má lesa í þar sem blöðin eru til sölu hjá 10/11 sölunni. Verslaði þar Kristal (því það sést nebbnilega hverjir drekka Kristal!)

Þau komu fyrst farþega í gegn tvíburarnir mínir, sem er að vísu komin af barnsaldri - sæt og yndisleg. Nú á ég bara eftir að endurheimta hana Evu mína heim frá Ameríkunni.

Vala er komin heim til að afhenda kórónuna fínu og fer síðan að fljúga hjá Icelandair í sumar (klisja hvað?? LoL) og Tobbi fer aftur að vinna í Seðlabankanum með Dabba. Þau lentu á einhverri hryssingslegri fyrstu freyju hjá Icelandair sem m.a. neitaði þeim um teppi þegar fullt af teppum voru til (sáu þau þegar þau voru á leið út úr vélinni ..Sideways Sumt fólk á ekki að vinna þjónustustörf.

Í dag er ég að fara með fjörutíu Hraðbrautarnemendur í göngu á Keili, en það verður að vísu óvissuferð á Keili því ég hef ekki gengið þar áður! .. Hef þó frétt að það sé mjög grýtt og góðir skór séu nauðsynlegir. Vonandi gengur það allt vel.

Jæja - kannski ég geti lagt mig smástund svo ég verði vel upplögð í fjallgönguna!

Knús og til hamingju með DAG BARNSINS  Heart .. (við erum jú öll börn í anda)


Stúdína frá MK - vor 2008 - Helga Björnsdóttir

 Helga frænka

Í dag er okkur boðið í stúdentsveislu til bróðurdóttur minnar, Helgu Björnsdóttur. Helga er einstaklega glæsileg, þægileg og fáguð frænka. Hún hefur undanfarið ár unnið við aðhlynningu aldraðra með skólanum og þó hún sé ekki að útskrifast úr því, veit ég að það er líka mikill skóli, eins og ég hef oft sagt áður. Gamla fólkið er sannarlega heppið að eiga hana að.

Ég á tvær skemmtilegar en ólíkar sögur sem tengjast þessari frænku minni. Eins og áður sagði er ég býsna berdreymin og dreymdi mig fyrir fæðingu Helgu, eða réttara sagt að mágkona mín gengi með stelpu.

Við vorum í boði heima hjá mömmu og bróðir minn og mágkona sátu á móti mér. Allt í einu rifjaðist upp draumur sem mig dreymdi, en hann var á þá leið að við vorum öll að fara í útilegu og Addý mágkona krafðist þess að taka með bleikar pollabuxur og það er eins og mig minni að barnakerra hafi einnig verið í draumnum. Ég man ekki drauminn í hnotskurn, en ég var mikil ótugt og sagði við mágkonu mína ,,Nú hlýtur þú að vera ófrísk" og svo sagði ég þeim drauminn.  Þau roðnuðu bæði bróðir minn og mágkona og fóru hjá sér, en eyddu umræðuefninu.

Stuttu síðar sögðu þau mér að þau hefðu skilað inn prufu í apótekið (það var á þeim tíma) og hefðu verið að bíða eftir niðurstöðum þegar ég fór að gaspra um þetta. Eða þau voru nýbúin að fá úr þessu skorið (nú brestur mig aðeins minni) LoL .. Bleiku pollabuxurnar voru s.s. tákn um litlu dömuna sem var á leiðinni!

Mörgum árum seinna var ég á árshátíð og hitti konu. Tók ég eftir hvað þessi kona var lík Helgu frænku minni. Sagði ég við hana að það væri með ólíkindum hvað gjörsamlega óskyldar manneskjur gætu verið líkar. Við nánari athugun komumst við að því að Helga og umrædd kona eiga sama langafa sem var að sjálfögðu líka afa minn og komst að því að þessi kona var frænka mín.. ótrúlegt að svona svipur geti gengið í gegnum kynslóðir.

Jæja, nóg af Helgusögum, en ég óska henni bara til hamingju með daginn og hlakka til að mæta í veisluna í fylgd Tryggva yngri, Henriks svigesonar og Mána en restin af mínu nánasta liði er nú bara eiginlega allt í Ameríku og sá eldri á fundi (argh..) .. Fólk verður víst að fá að stunda sín ,,áhugamál" við að bjarga heiminum.. Cool

 

 

 


Anna Kristín Conway 1968 - 2008.

20040903182130 2

Anna Kristín kom í heimsókn ásamt móður sinni þegar Mánalingur ömmubarnið mitt var skírður og hér eru þau svo falleg saman. Mæður okkar eru systur. Hún er dóttir Guðríðar (Dúddu) og  Williams (Bill ) Conway og bræður hennar eru John og David Conway.

Anna Kristín frænka mín lést í gærkvöldi  á heimili móður sinnar í Vermilion Ohio og var umkringd nánustu fjölskyldu. Pabbi hennar lést fyrir nokkrum árum, en eitt af því síðasta sem hún sagði áður en hún dó var að hana hefði  dreymt hann að hann væri kominn að sækja sig og hún kvaddi sátt, það er undurfallegt. Heart

Eva dóttir mín var barnapía hjá John bróður Önnu þegar hún var unglingur  og hún og Anna voru miklar vinkonur þrátt fyrir aldursmun. Henni veitir ekkert af smá knúsi og langar mig að biðja ykkur elskuleg að gefa henni eins og eitt hjarta. Slóðin er http://ev.blog.is/blog/ev/entry/543913/

Knús Halo

 


Dagur sem byrjaði rólega en svo færðist fjör í leikinn...

Ég er eins og litlu börnin, þ.e.a.s. þegar ég má sofa út vakna ég um 6:30 en langar að sofa lengur á morgnana á virkum dögum! Dagurinn hófst rólega, hitaði croissants fyrir okkur betri helminginn og rólegt var í húsinu. Síðan komu afi Agnar og Bjössi Tryggvabróðir í sunnudagsbrunch. Ég fór síðan að vinna fyrir skólann eftir hádegi, setja inn einkunnir og fleira. Bræðurnir og faðir þeirra fengu sér allir lúr í sófasettinu og rétt missti ég af að taka mynd af þeim öllum sofandi!

Þegar hádegisgestirnir voru nýfarnir og ég sat eins og versta sófakartafla hér með tölvuna í fanginu hringdi svo Hulda systir og voru þær á leið í kaffi hún og Lotta systir með litlu tvíburana. Það lifnaði því yfir húsinu. Þegar þær voru búnar að vera dágóða stund og leika, hringdi Eva mjög miður sín því hún hafði fengið þær fréttir í símtali að frænka okkar, sem er með krabbamein sé nú að koma á leiðarenda. Þetta er kona sem er tæplega fertug. Þessi frænka býr í Bandaríkjunum, en hluti fjölskyldu mömmu býr þar. Eva mín er mikið tengd fjölskyldunni því hún var m.a. að passa börn hjá þeim þegar hún var nýfermd. 

Eva, Henrik og Máni drifu sig því bara hingað uppeftir til ömmu og Tryggva líka og við ákváðum að grilla og vera saman. Það er oft betra að vera saman þegar við fáum svona slæmar fréttir. Börnin léku stund saman, en svo fóru systur mínar ásamt litlu tvíburasystrunum. Bíbí kom líka heim til að læra og borðaði grill með okkur.

Ég tók nokkrar myndir af sætustu sætu stelpunum hennar Lottu systur og náði aðeins í skottið á Mánaling.

Heimsókn_Ísold_Rósa_Máni 001

Það sést hverjar drekka Egils Kristal !

Heimsókn_Ísold_Rósa_Máni 003

Engin er eins blíð og góð og Dimmalimmalimm .. nema Ísold og Rósa ..

Heimsókn_Ísold_Rósa_Máni 007

Pappakassahúsið stendur enn... sést í Mána þarna í botninum!

Heimsókn_Ísold_Rósa_Máni 005

Amma/frænka bregður á leik og ,,treður" sér inn í fína húsið og kíkir út! ..

Þetta var s.s. dagur bæði gleði og sorgar. Mikil orka fer í bæði og kominn tími á svefn hjá bréfritara ..ætla að hafa Önnu Kristínu frænku mína í bænum mínum og Evu mína tilfinningaheitu, blíðu og góðu stelpuna mína sem er með sorgina í hjarta. Heart


KEF - CPH

Heyrði í dætrum mínum í kvöld, Eva var heima á Eggertsgötunni en Vala  var að versla í Wal-Mart. Svolítil tilviljun að upphafsstafirnir passa! Hvorug þeirra mundi eftir því  (eflaust af því að ég hef ekki bloggað um það) að nú var komið að stóra Kaupmannahafnarfermingaræfintýri fjölskyldunnar á morgun. Þ.e.a.s. systkina minna, maka, nokkurra afleggjara og síðast en ekki síst mömmu sem ekki hefur ferðast í 1000 ár eða u.þ.b. Má kannski taka tvö núll af.

Litli bróðir minn er að fara að ferma litla bróður eldri sonar síns. Sérstök tilviljun líka að það eru þarna er um að ræða tvo litlu bræður. Ekki að þessir litlu bræður séu mjög litlir, minn er vel yfir 190 cm - held 194 eða 5 alveg og að vísu er stóri bróðir minn líka svona stór!

Við erum búin að leigja hús sem við munum gista í grilla og chilla og síðan straujum við strikið í sól og 21 stiga svækju og setjumst í sandinn á ströndinni eða svömlum í sjónum - (og hvað er mörg s í því ?).. LoL Er bláedrú en í blússandi góðu skapi, hlakka svo mikið til að vera með þessum hópi, þó auðvitað sé fúlt að börnin mín komast ekki með né barnabarn.  

Treysti því að bloggarar hagi sér vel á meðan ég er í burtu og ég mun skila góðri kveðju til Den Lille Havfrue frá ykkur öllum..                           

                                                        Heart knúsímús..

Litla hafmeyjan

 


Farmor og farfar í matarboði!

Hann Ísak Máni minn er hálfur útlendingur og amma hans og afi búa í Hornslet, smábæ í Danmörku. Þau eru stödd á landinu í tilefni fjögurra ára stórafmælis Mána, sem eins og glöggir bloggvinir og aðrir tóku eftir var haldið 27.apríl sl.

Í gærkvöldi komu þau í mat og áttum við hér skemmtilegt kvöld. Aðalstuðið snérist að vísu í kringum pappakassahús sem minn laghenti maður ,,smíðaði" hér á dögunum. Sko það borgar sig að kaupa náttborð ef fólk fær svona flott ,,byggingarefni" með!

Allir prófuðu húsið, þó það hafi verið virkilega extra, extra, small fyrir okkur fullorðin!

Matarboð_30.apríl_2008 001

Janne, Arne og Henrik (svigeson)

Matarboð_30.apríl_2008 002

Mín svolítið þreytt og úfin eftir galdrabrellur í eldhúsi, svona beint eftir vinnu, Eva að skammta, Tryggvi Jr. og Mánalingur (báðir með Transformers diskana og glösin frá Vöu).

Matarboð_30.apríl_2008 007

Bedste býst til inngöngu í pappahús..

Matarboð_30.apríl_2008 013

Þarna sést í ,,bagdelen" á bedstefar!

Matarboð_30.apríl_2008 024

Grallaraspóar komnir í ,,búningana" .. Löggu og Súperman!

Matarboð_30.apríl_2008 026

Grallaraspói nr. 1

Matarboð_30.apríl_2008 018

Eva spilaði pinku á píanóið fyrir okkur og fékk Tryggva til að aðstoða við ,,Allt í grænum sjó" ..
Máni álítur sig vera að aðstoða líka.

Matarboð_30.apríl_2008 022

Einbeitt að spila frumsamið lag sem hún samdi einu sinni fyrir afa sinn. Heart

Eigið gleðilegan 1. MAÍ OG UPPSTIGNINGARDAG... er farin í ,,(s)pí(n)ning"


Huldukotsferðin .. smá brot

Ég verð nú að setja hér inn smá myndir úr frægðaför okkar systra og mágkonu sl. helgi. Sérstaklega þar sem þeim var umhugað um að myndir færu EKKI inn á netið. W00t Huldukot_26.apríl_I 005

Hér eru s.s. Hulda og Lotta systir og Addý mágkona á  göngu í Jafnaskarðsskógi!

Huldukot_26.apríl_I 006

Addý, ég með húfu sem minnir á sundhettuna hennar móður minnar hér í den og Hulda.

 

 

Huldukot_26.apríl_I 012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreðavatn var ísilagt og þarna sést víkin okkar sem tilheyrir Lindarbrekku (fjölskyldubústað).

Huldukot_26.apríl_I 015

Komnar heim í hlýjuna og ég með svip sem virkar eins og ég hafi séð Loch Ness skrímslið! hehe.. eða að segja uppáhaldsbrandarann minn (sem er um litla froskinn með stóra munninn).

Huldukot_27.apríl 20008 011

Addý að kíkja á nágrannana. Verðum að fylgast með!

Læt þetta duga í bili - klukkan orðin svo margt að fólk á að vera sofnað... zzzzzzzzzzzzzz..

Á morgun fæ ég svigeforeldrene hennar Evu minnar í mat svo það verður hyggeaften! Smile ..

God nat!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband