Færsluflokkur: Menning og listir

Bakkynjur

Mín fór í leikhúsið í gær, að sjá jólaleikrit Þjóðleikhússins. Eins jákvæð og menningarlega sinnuð sem ég er þá úfff, var erfitt að halda sér vakandi í gegnum þessa sýningu. Hún var eiginlega með eindæmum leiðinleg, svo ekki sé sterkara að orði komist.

Hið jákvæða við hana að hún er heilmikið fyrir augað, flott svið, búningar, leikarar léku vel - en bara sýningin í heild var svo hrikalega þung og erfið. Svo erfið að slatti af fólki gekk út í hléi.

Ég er spennt að sjá dómana um sýninguna. Eitt sem ég veit enga skýringu á er að leikarar voru látnir vera skjálfandi eins og parkisonssjúklingar alla sýninguna og var það svolítið þreytandi til lengdar. Mikið var um nekt og ,,hálfnekt" og hefur það kannski haldið einhverjum vakandi. Mér finnst sorglegt að leggja svona mikið í stykki sem gefur áhorfandanum ekki meira.

Mæli s.s. ekki með þessari sýningu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband