Læknisfræði Óðins bónda á Stóru-Völlum

Ég las þessa grein í Morgunblaðinu (pappírsútgáfunni)  núna í maí og langar til að deila hugmyndum Óðins bónda með ykkur, ætla ekki að hafa fleiri orð um það en leyfi þeim sem vilja lesa að njóta:

Læknisfræði – Ný uppgvötun

1. ÞAÐ var seint í febrúar 2007 að undirritaður fékk kvef og nefrennsli töluvert. Mér hugkvæmdist að loka alveg fyrir loftstreymið upp í nefið og nefgöngin með bómull í báðar nasir og anda með munninum í 1–2 daga og nefrennslið stoppaði alveg. Öndun þar eftir var eins og venja er. Streptókokkarnir hafa hreinlega drepist með stöðvun á loftstreymi upp í nefið. Þetta varð fljótvirk lækning sem gagnaðist mér vel. Engin meðöl voru notuð. 2. Ég fann fyrir verk í eyra, sennilega eyrnabólgu. Þá kom það mér í hug að sjóða lambasvið tvisvar og þegar ég hafði borðað þessa tvo kjamma með stuttu millibili hvarf verkurinn alveg í eyrunum. Þessi milda fita í sviðunum hafði þessa fljótu lækningu. Ég hef oft lesið það í Guðs bók Biblíunni að prestar Drottins áttu alltaf að fá feitustu stykkin af kindinni, bringuna og rófubeinið, svo það hlýtur að hafa verið eitthvað hollt við þessa fitu. Líkami okkar þarf milda fitu, annars geta viðkvæmustu hlutar líkamans orðið eins og hálfþurrkaðir þorskhausar, sem geta valdið Alzheimer og innvortis bólgum. Forðast ber herta jurtaolíu, líka bakstur. Óðinn Pálsson, bóndi á

Stóru-Völlum í Landsveit. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband