Viltu losna við NOVA ?

 

 

 Auglýsingin sem var til hægri á síðunni minni var orðin þreytandi og veit að fleirum finnst það, það sem hægt er að gera er:

1) Fara í Tools hægra megin á síðunni til hægri uppi (amk hjá mér)
2) Manage Add-ons
3) Enable or Disable Add-ons
4) Smella á Shockwave Flash Object
5) Fara aðeins niður þar sem hægt er að haka við Enable eða Disable og haka við Disable.

Þá ætti þetta að hverfa Joyful .. úfff og friður á jörðu ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Takk, þetta var ómetanlegt.

Anna Kristinsdóttir, 8.2.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Úff!!! takk fyrir uplýsingarnar fór ekki að hugsa um þetta fyrr en þú minntist á það. Það pirrar undirmeðvitundina. Ertu tölvugúra.   

Valdimar Samúelsson, 8.2.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já Jóhanna, þetta er vægast sagt óþolandi að slíkt sé pínt uppá mann. En ég ætla athuga hvort sé hægt að ná þessu út ó kóðanum og læt þig vita ef svo er.

En takk fyrir þínar góðu leiðbeiningar !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.2.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Valdimar, hehe nei ekki tölvugúru - en svakalegur fiktari  ! Var búin að finna út úr þessu að mestu leyti en sá þetta svo inni á fleiri síðum.

Þetta truflar að vísu aðra þætti - en Guðsteinn Haukur er tölvugúrú held ég og hann kemur kannski með betri leiðbeiningar.

Flestir bloggarar fúlir yfir þessari sjóntruflun.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Takk Jóhanna M/V en hef einmitt verið að spá þar sem lappin minn sem er með Micrsoft Vista og hefir mælir sem sýnir RAM álag. Það hefir alltaf verið yfir 80% álag en datt niður um 10% við þessa breytingu. Svo ég skulda þér 10% RAM memory. Ætla samt að drífa mig í panta auka RAM kubb en vinn mikið með landakort og Google Earth sem eru frek á vinnsluminni.

Valdimar Samúelsson, 8.2.2008 kl. 13:10

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Því miður Jóhanna, þá eru moggamenn menn búnir að hanna svokallað Masterpage sem enginn hefur aðgang að nema þeir. Ég og nokkrir aðrir forritarar erum búnir að rýna í allan kóða sem mogginn leyfir að breyta, og er þetta ekki eitt af þeim atriðum sem við getum stjórnað sjálf.  *andvarp*

Valdi - góð ábending með RAM, ég er með Vista sjálfur og tók eftir þessari þyngdaraukningu. Ég verð að segja að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af framtaki mogga manna með þessu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.2.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

En auglýsingin er en inni á blogginu þínu!

Edda Agnarsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæl Edda, það tekur hver út á sinni tölvu. Ég sé ekki auglýsinguna á neinni síðu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 22:41

9 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar .. þetta var frábært kveðjur til þín Kolbrún.

kolla (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband