Ástin er diskó, lífið er pönk .. Hollywood, Klúbburinn, Sigtún, Óðal, Borgin, Leikhúskjallarinn..

Á einni hillunni í eldhúsinu hjá okkur hafa legið boðsmiðar í Þjóðleikhúsið í nokkurn tíma. Ég ákvað því (fyrir mig og bóndann) að drífa í leikhúsferð í gærkvöldi, hringdi seinni part og fékk miða á fjórtánda bekk á Ástina sem er diskó o.s.frv... Ég sagði frá boðsmiðunum og konan í miðasölunni bað mig að koma snemma. Jæja, ég fór heim úr vinnunni og fann miðana, en þeir voru með skemmtilegri mynd úr Skilaboðaskjóðunni utan á.

Þegar ég kom niður í leikhús og afhenti boðsmiða tilkynnti miðasölukonan mér að þetta væru s.s. boðsmiðar á Skilaboðaskjóðuna en ekki svona almenna sýningu! .. LoL .. Eeeen konan var nú ekki lengi að redda því fyrir mig, tók þá uppí sýninguna og ég greiddi mismuninn. Konan bætti um betur og flutti okkur á fjórða bekk fyrir miðju! Ég roðnaði bara pínku yfir þessu skilaboðuskjóðudæmi, en ,,no harm done."

Hvað um það, við sáum ekki eftir því að fara á þennan hressa söngleik, þar sem tekin voru fyrir m.a. Karon samtökin, nostalgía úr Hollywood o.fl. Allt frá mínum ,,ungdómi."

Ég fór að rifja upp skemmtistaðina sem ég sótti og áttaði mig á því hvað ég var svakalega iðin við þetta. Klúbburinn á fimmtudögum, stundum föstudögum og Sigtún á laugardögum. Stundum Hollywood, Óðal og Borgin var náttúrulega inni líka. Samt vann ég oft á kvöldin, en fór þá bara eftir vinnu. Var að vísu smá "skítsó" í tískunni, bland af diskódrottningu og hippa! Þetta var sko allt FYRIR tvítugt, en eftir það bættist auðvitað Leikhúskjallarinn við, enda fékk ég smá aukanostalgíukast þegar ég skrapp á salernið í kjallaranum í gærkvöldi - fékk næstum flash-back! Úff.. W00t ..  Svo var þetta toppað með að hitta ,,stelpu" sem var Au Pair um leið og ég í Luxemborg fyrir AÐEINS 30 árum.. 

Mæli með Ástinni, Diskóinu og Pönkinu .. manni getur varla leiðst á sýningunni nema vera leiðinlegur sjálfur! Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla að sjá þessa sýningu.  Þó ekki væri nema fyrir hann Sveppa sem lítur út eins og ungur Jónas R. í gervinu sínu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband