Að ,,velja sér samkynhneigð"... ???

Sem betur fer eru flestir prestar líberal og ekki niðurnjörvaðir í þeirri hugsun að Guð fordæmi samkynhneigð. Enn eru þó einhverjir sem álíta samkynhneigð synd, sjúkdóm og nýlega lenti ég í rökræðum við bókstafstrúaðan bloggara sem líkti samkynhneigð í fyrsta lagi við eitthvað ,,sem fólk veldi sér" og í öðru lagi gaf hann í skyn að sannkristinn maður ætti að bjarga þeim samkynhneigðu frá  samkynhneigðinni á sama hátt og eiturlyfjaneytanda frá eiturlyfjafíkn (sambærilegt ???????)

Bæði væri þetta eitthvað sem við ættum ekki að samþykkja og það væri jafnvel glæpsamlegt (skv. kristni) að bjarga fólki ekki frá samkynhneigð....

Ég er kristin, en ég tel enga ástæðu til að ,,bjarga samkynhneigðum frá kynhneigð sinni, ekkert frekar en ég vil ekki láta bjarga mér frá minni gagnkynhneigð.

Ég hlýt þá að vera glæpakvendi. Crying

Samkynhneigð er ekki verri en gagnkynhneigð. Leyfum fólki að vera eins og það er, samkynhneigð eða gagnkynhneigð og álásum því ekki á meðan það er ekki ofbeldisfólk.

Ofbeldi og óvirðing eru vandamál okkar tíma - ekki samkynhneigð or not!

....... Heart........

LOVE ALL SERVE ALL....

 

 


mbl.is Hýrnar yfir kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er í alvöru til fólk árið 2008 sem heldur að samkynhneigð sé eitthvað sem "fólk velur sér" ? Ég veit ekki hvort ég á frekar að bresta í hlátur eða grát...Dóttir mín er samkynhneigð og leið svo illa og var virkilega ósátt við það, þegar hún fór að gera sér grein fyrir því að hún reyndi að fyrirfara sér..... sem betur fer tókst það ekki og hún lifir í dag í sátt við sjálfa sig og er hamingjusöm með sinni heittelskuðu Það þarf nú frekar að bjarga þessu manngreyi frá myrkrinu sem hugsanir hans eru í

Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk elsku Jónína, fyrir að deila þessu hér - vonandi sjá þetta einhverjir sem telja sig vita ,,sannleikann" og átta sig á því hvílík illska liggur í því að fordæma aðra fyrir kynhneigð sína.   .. Enginn vill trúa á illan Guð... eða ætti ekki að vilja það.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 10:09

3 identicon

Sæl Jóhanna.

Þetta er frekar erfitt mál. Fyrir þá sem taka biblíuna að einhverri alvöru þá er það frekar svart á hvítu að samkynhneigð er flokkað sem synd (já ég er að tala um NT.)

En þar er þó talað um samkynhneigða "atburði" líkt og um gagnkynhneiðga perverta sé um að ræða sem séu svo yfirfullir af girnd að þeir geta ekki látið sér nægja að riðlast á öllu af gagnstæðu kyni. Enda er það oftast túlkað sem svo af fræðimönnum að "hommarnir" sem Páll er að ávíta í Rómverjabréfinu sé flest allir giftir menn.

En hugmyndafræði NT. gengur út á að allir séu syndugir og að allir séu réttlætir fyrir trú en ekki verk. Því er það hálfgerð hræsni fyrir einn syndara að ávíta annan, hver svo sem meint synd er. Augnabjálkarnir og allt það.

Auk þess sem kristni gengur út á að elska syndarann. Svo að hann finni aldrei fyrir útskúfun eða fordæmingu. Rétt eins og tollheimtumenn o.s.fr. Þar með veita honum alla þá blessun sem hann kærir sig um. og með hugtakinu "syndaranum" þá á ég við okkur öll, sama hver kynhneigð okkar sé.

hmm, ég vona að þetta skiljist

Jakob (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég get svo svarið það, samkynheigt fólk er nú bara ekkert verra en það gagnkynheigða. Mér finnst þetta óttalegt bull, að fólk skuli voga sér að ætla einhverjum það að náunginn verði gagnkynheigður.
Ef allir litu ekki við sama kyni, þá væri heimurinn svolítið einstefnulitinn, þá væri svo margt ekki til að ég held.

Ég þekki og ég er skyld samkynheigðu fólki, og mér finnst þau nú bara yndisleg.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.7.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: K Zeta

Það fer ekki á milli mála að kirkjan getur ekki gefið saman fólk af sama kyni, það einfaldlega brýtur gegn grundvallarboðskap biblíunnar.  Hvað er gaman að troða sér inní trúarsöfnuð sem ekki vill neitt með þetta samkynhneigða fólk hafa?  Af hverju stofna hommar og lesbíur ekki sína kirkju þar sem guðirnir eru líka samkynhneigðir?

K Zeta, 5.7.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Grundvallarboðskapur og kjarni biblíunnar er að mínu mati eru orð Jesú... ,,elskaðu náungann eins og sjálfan þig." .. Ekki eitthvað sem Pétur eða Páll postuli skrifuðu  um samkynhneigð. Ef þú elskar náungann sem sjálfan þig hlýtur þú að berjast fyrir réttindum hans/hennar sem værir þú sjálfur.

K.Zeta, ég trúi varla að þú sért að meina í alvöru það sem þú skrifar þarna í restina ?? .. Hver hefur sagt þér hver kynhneigð Guðs er ?..   Veit ekki hvaða söfnuði þú tilheyrir - en kristnir hafa ekki marga Guði heldur einn Guð.

Kristnir ættu að rúmast allir undir sama þaki..þá á ekki að aðskilja eftir kynhneigð frekar en svarta og hvíta. 

Ég hef að vísu ekki áhuga fyrir að ,,troða mér" inn í söfnuð eins og Krossinn þar sem fordómarnir virðast ráða ríkjum. Mér er mikið í mun aftur á móti að þjóðkirkjan, kirkjan sem ég tilheyri  og þykir vænt um sé ekki með fordóma ...

Pax - þakka málefnalegt innlegg, sé þú ert á kafi í guðfræðinni og óska þér góðst gengis í því. Við erum öll syndarar, játa það, en spurning hvort að við (mannfólkið) höfum einhvern rétt til að setja 1.flokks, 2.flokks eða 3. flokks syndarastimpil á fólk eftir kynhneigð - og þá um leið hvort að fólk eigi að fá 1.flokks, 2.flokks eða 3. flokks vígslu innan kirkjunnar eftir kynhneigð ?

Takk fyrir þitt innlegg Róslín, ég tek eftir því að unga fólkið er mun frjálslyndara í þessum málum en við öldungarnir og fagna ég því að eitthvað er að batna í þessum heimi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 11:36

7 identicon

Mér finnst það ekki okkar, gagnkynhneigðra, að fagna þessu. Þetta er að sjálfsögðu fagnaðarefni, en það er samkynhneigðra að fagna og okkar að samgleðjast.

Okkar helsta vandamál er að líta á fólk með öðruvísi kynhvatir (eða á einhvern hátt öðruvísi) en okkar eigin og hugsa "hommi" eða "lesbía" frekar heldur en Jón og Guðrún. Hættum að skilgreina annað fólk í aðra flokka en okkar eigin vegna kynhneigðar eða litarhafts, trúar eða heimalands og lítum frekar á hvernig viðkomandi kemur fram við aðra.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 13:03

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Don´t get me started.  Þessi miðaldahugsunarháttur og þröngsýni er eitt að því versta sem ég rek mig á.  Eins og við séum ekki öll eins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2008 kl. 14:25

9 identicon

heyr heyr... vona að þessi hugsun breytist með tímanum, innan sem utan kirkjunar.

toto (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 15:09

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð færsla hjá þér Jóhanna mín, svo sammála henni, hef þekkt samkynhneigða ja bara eins lengi og ég man eftir mér, meira að segja áður en þeir koma út úr skápnum.
Það er svoleiðis hjá mér, hvort sem fólk er samkynhneigt, svart, gult, hvítt,
skert á einhvern hátt, gammalt,ungt eða bara hvað sem er, hef ætíð talað við alla jafnt og finnst engin mismunur þar á.
Ég er bara ég og þau eru bara þau og ég er bara jafn kát við alla.
Kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 17:06

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér og ég er svo sammála þér. Alveg hreint ótrúlegt að það skuli ennþá vera til fólk sem lítur niður á þá sem eru ekki "normal"! Það væri nú ljóti ands...... ef að við værum öll eins.

Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:17

12 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þetta er dálítið með þúfurnar. Á hvaða þúfu er maður...

Það eru ekki Biblíuleg rök fyrir hjónaböndum samkynhneigðra. það að reyna að færa á það sönnur að það sé réttlæting fyrir gjörningnum er í besta falli guðfræðilegt harðlifi.

Hins vegar skuldum við öllu fólki óháð kynhneigð, virðingu og vinsemd. þar liggur okkar skylda. Það verður að vera kjarninn í öllu sem við gerum og segjum.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 5.7.2008 kl. 23:26

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég er kominn vel á sextugsaldur.  Þegar ég var krakki hélt ég að hommar væru bara til í útlöndum.  Það var ekki fyrr en löngu síðar sem ég frétti af því að til væru lesbíur.

  Ég man ekki hvenær Hörður Torfa kom opinberlega fram sem fyrsti íslenski homminn.  Það var kannski ´75 eða ´76.  Þjóðfélagið fór á annan endann.  Fólk tók andköf af undrun og hneykslan yfir að það væri hommi á Íslandi.  Í kjölfarið var Hörður ofsóttur og flúði til Danmerkur.

 Ég held - og/eða vona - að í dag velti Íslendingar lítið fyrir sér kynhneigð fólks.  Sjálfum þykir mér kynhneigð ekki skipta máli fremur en hörundslitur eða hvort einhver er rauðhærður eða sköllóttur.   

Jens Guð, 6.7.2008 kl. 00:13

14 Smámynd: Egill

reyndar ert þú ekki kristin ef þú ferð ekki eftir því sem stendur í hinu heilaga riti sem er biblían,

þetta er bara svo augljóst dæmi um hve mikil bull trúarbrögð eru, rök og sannanir koma uppá yfirborðið og þá þurfa trúarbrögð að breyta sér til að fá að vera til.

aftur og aftur hefur kristni þurft að breytast, og er orðin í dag svo útþynnt útgáfa af sjálfu sér að það nær engu lagi. 

málið er að þessar breytingar hafa aldrei komið innan frá, heldur að utan.

en jú jörðin er flöt, það má eiga þræla, samkynhneigðir eru syndgarar etc

fóru einhverjir prestar inní herbergi og þeir eftir langar umræður komust að því að jú jörðin er ekki flöt, það má ekki halda þræla og samkynhneigðir fæðast víst svona þeir velja þetta ekkert. 

iss, hætta þessu takk.

Egill, 6.7.2008 kl. 03:44

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þegar Biblían reynist torskilin er gott að minnast ráðleggingar Williams Booth, stofnanda Hjálpræðishersins: "Ég les Biblíuna mína á sama hátt og ég borða fisk: Ég legg beinin til hliðar og borða fiskinn."

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.7.2008 kl. 05:46

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn mín kæraÉg legg líka "beinin til hliðar og borða fiskinn"Flottur þessi Booth ! Athyglisverð umræða hérna og mér sýnist sem betur fer flestir sem skrifa hérna vera bara ósköp eðlilegt fólk, sem hefur engan áhuga á að velta sér upp úr því hvað aðrir gera undir sænginni sinni

Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 06:45

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður var að tala við annan, sá hafði allt, manninum til foráttu, þá sér í lagi að hann væri vondur maður. Hann þekkti hann ekki neitt.
maðurinn tók hinn á eintal, og sagði, ef þú villt að ég sé vondur maður þá get ég verið það, en ef þú villt að ég sé góður, þá verð ég það.
Þeir eru bestu mátar í dag.

Þetta er sönn saga um fyrirfram gefna fordóma.
                 Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 07:40

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ráðleggingar Williams Booth eru gulls ígildi.  Góður pistill Jóhanna.

Sigrún Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 12:26

19 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Bara hugsun um ummæli Eillian Booth...

Hver skilur frelsunaráformið? Er það bein eða fiskur? Trú almennt séð er Abstrakt. Er trú þá bein eða fiskur? Um leið og ég skil ekki eitthvað get ég sett það sem bein og sleppt því??? Nei auðvita ekki. Ég get lofað ykkur því að William Booth var ekki að setja samkynhneigð sem bein. Það sem hann var að tala um voru Daníel og Opinberunarbókin. William Booth hafði siðferði alveg á hreinu og voru það ekki bein í hans huga.

Biblían er ekki torskilin þegar kemur að hjónaböndum samkynhneigðar. Það er ekki bein, það er fiskur.

Með sömu rökum þá er framkoma okkar við aðra fiskur og ber okkur að koma fram við samkynhneigða með kristilegum kærleik.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 6.7.2008 kl. 12:46

20 identicon

Er alveg sammála þessari færslu. Mér finnst sjálfsagt að samkynhneigðir megi giftast eins og allir aðrir! Þeir sem eru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir eru nú bara þannig AF GUÐI GERÐIR og hvernig er þá hægt að réttlæta það að þeir hafi ekki sömu réttindi í augum Guðs? Kirkjan hefur eitthvað verið að mótmæla þessu í gegnum tíðina og sagt að Biblían segi hitt og segi þetta... en á sama tíma þegar Biblían bannar skilnað hefur kirkjan ekkert á móti því að gifta fólk í annað, þriðja, fjórða, fimmta etc sinn... en rexar og pexar þegar það kemur að því að gifta samkynhneigða! Mikið var að það er komið eitthvað réttlæti í þetta samfélag! Finnst bara skammarlegt að það hafi tekið svona langan tíma!

Ein 19 ára (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 13:20

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þar Sigrún – mér finnst gott að muna þetta heilræði hans, við eigum að kunna að sortera kjötið og/eða fiskinn frá beinunum. Ég held reyndar að sumir borði bara beinin og það kann varla góðri lukku að stýra.

Takk fyrir dæmisöguna þína Milla,  dæmin úr lífinu eru oft best.  Knús til þín, þú ert alltaf svo góð og hlý.

Góðan dag Jónína – já, einmitt.. engumkemur við hvað fólk er að gera undir sænginni sinni, þetta snýst um ást milli fólks.

Egill, það er ekki stóra málið í mínu lífi að kalla mig kristna eða ekki. Ég tel manneskjur sem reyna að tileinka sér  og ástunda þann kærleika sem Jesús boðaði kristna .  Að lesa Biblíuna á þann hátt að setja upp helgisvip og fara að dæma aðra er ekki það sem ég sækist eftir. Ég hef aldrei fallið fyrir kirkjuþingum sem ákveða að þetta eða hitt sé rétt eða rangt. Kristnin  sem slík er ekki og verður ekki útþynnt – heldur eru það hugmyndir manna sem eru útþynntar hafa misnotað kristni, og misskilið að stórum hluta.

 Ein af mikilvægustu frásögn Biblíunnar er frásögnin þegar Jesús læknaði á lögskipuðum hvíldardegi. Þá var hann í raun að sýna okkur að manngildið er ofar lögmáli.  Það mættum við t.d. hafa í huga núna varðandi Paul Ramses, flóttamanninn frá Kenýa.  

Það treður enginn trú upp á fólk og það treður heldur enginn trúleysi upp á fólk. Það þýðir því ekkert að segja ,,iss hætta þessu“ ..

Jens Guð – þakka þér fyrir víðsýnt innlegg þitt.

Eiríkur –  takk fyrir þitt innlegg.  Ég hef lesið svolítið brot af því sem  þú hefur skrifað og  hef einmitt dáðst að hvernig þú hefur tekið upp hanskann fyrir þá sem á er ráðist, enda kemur það fram í innleggi þínu að okkur  beri skylda að bera virðingu fyrir náunganum.  Enn betra er ef við berum virðingu – skyldulaust og áreynslulaust.

Varðandi Biblíulegu rökin, þá er það rétt að við höfum ekki fundið ritningarstaði sem styðja beint hjónaband samkynhneigðra . En það er svo margt fallegt skrifað sem við gætum notað og er eflaust notað.  Kirkjan hlýtur að vera búin að smíða ritúal fyrir blessun samkynhneigðra og þar er örugglega Biblíulegur texti. Ég ætla að skoða það. 

Svo má skoða Biblíuleg rök fyrir giftingu þeirra sem eru fráskildir ...að gifta sig í annað eða þriðja sinn.  Þar er enginn að yfirgefa föður sinn og móður sína...

Sigga – ljúfa helgi sömuleiðis!

Huld – til lukku með búðina og já .. við erum víst enn að dæma aðra sem eru á jaðrinum, því miður.

Þakka ykkur öllum, líka Galdrar, Jóhannes og toto fyrir ykkar viðbrögð.

Jenný Anna – alltaf þegar þú skrifar ,,don´t get me started“ .. þá startar þú yfirleitt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.7.2008 kl. 13:24

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff.. hvað þetta eru klunnalegir stafir hér að ofan!  .. þurfti að klippa og líma vegna vandræða í athugasemdakerfinu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.7.2008 kl. 13:37

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Umheimurinn breytist ekki þó einhverjir strútar stingi höfðinu í sandinn.

Bókstafstrúarmenn eru ekki einir um að átta sig ekki á þessu.  Yfirvöld í Sovétríkjunum héldu því fram að síðasta gleðikonan hefði látist laust fyrir 1960 og að samkynhneigð væri ekki til í Ráðstjórnarríkjunum af því að hún væri "kapítalíst" vandamál.  Af hverju tökum við ekki fólki eins og það er í  fjölbreytileka lífsins?  

Sigurður Þórðarson, 6.7.2008 kl. 17:18

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Elín, góður punktur hjá þér með þá sem eru að gifta sig í annað, þriðja,fjórða sinn o.s.frv.!

Sammála Sigurður, þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.7.2008 kl. 19:08

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eiríkur, held við höfum sitthvorn skilning á þessu með fiskinn og beinin. Ég hefði haldið að það sem er uppbyggilegt og við eigum að tileinka okkur sé fiskurinn, annað sé beinin.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.7.2008 kl. 19:16

26 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Við fáum ekki að ráða því hvernig við fæðumst og ekki aðrir heldur. Í sumum eru bara svo miklir sálarlegir kvenlegir/karlmannlegir hormónar að svoleiðis endar það.
Ef að Guð ræður því hvernig menn fæðast, þá hlýtur hann að verða að taka það í sátt hvernig það vex úr þeim.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:24

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góður punktur hjá þér Róslín, en vandamálið er, eins og fram kemur í fyrirsögninni að sumir halda að fólk ,,velji" sér samkynhneigð.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.7.2008 kl. 20:46

28 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góður punkur með fiskinn og beinin....myndi leggja sama skilning í þessi orð og þú Jóhanna. Verð alltaf jafn ergileg þegar uppi verður fótur og fit meða þeirra sem telja sig "sanntrúaða" um leið og samkynhneig er nefnd á nafn í þeirra eyrum....ætli það sé þó ekki minn hroki mitt í allri auðmýktinni !

Góðar sumarfrískveðjur frá einni sem er svo upptekin af því að vera í fríi að hún getur ekki bloggað !

Sunna Dóra Möller, 6.7.2008 kl. 22:02

29 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég hef fullan skilning á þessu öllu saman. Sjálfur er ég alin upp í fjölskyldu sem eru á margan hátt brautryðjendur samkynhneigðra á Íslandi. Og er stoltur af frænda mínum. Hann er og hans maki eru einstakir menn. Þeir hafa verið mér á margan hátt fyrirmynd í lífinu. Hann hefur lauma slíkum gullkornum í eyrað á mér oft að það hálfa væri meira en nóg. En mín væntumþykja er ekki bara til þeirra heldur allra manna. Óháð því með hverjum þeir kjósa að sofa. Það er ekki mitt mál.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að það finnst ekki neitt um giftingu samkynhneigðar í Biblíunni....og um leið og það er svo þá getur þetta ekki verið Biblíulegt...Sjáum við fyrir okkur að við setjum inn orð í Biblíuna um samkynhneigð svo að hæg sé að búa til ritual. Nei auðvita ekki. Þar af leiðandi er þetta ekki hægt.

Það er annar flötur á þessu líka. Hvernig geta samkynhneigðir sætt sig við það að það er gert svona gervi ritual í kringum þeirra helgun...Þetta getur aldrei verið ekta...Ég gæti ekki sætt mig við það ef ég væri hugsandi samkynheiður maður að það yrði gerð sér ritual um eitthvað sem er ekki til vegna þrýstings frá grun þenkjandi minnihluta hóp.

Ég ber svo mikla virðingu fyrir frændum mínum að erfitt er að færa það í letur. Þetta eru hetjur og hef ég alltaf frá því að ég var barn hugsað til þeirra sem hetja. Ég get vel séð það fyrir mér að þeir urðu fyrir miklum ofsóknum og fordómum og stóðust atganginn.

Ég er ekki svo viss Jóhanna að við höfum sitthvorn skilningin á beini og fiski. Ég held að við drögum mörkinn þess ætilega á sitthvorum staðnum.

Annars þykir mér sérdeilis fyndið að vera kallaður Bókstafstrúar maður...Þessi bjargar helginni...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 6.7.2008 kl. 22:31

30 identicon

Ég skil bara ekki þá samkynhneigða sem vilja falla á kné fyrir framan eitthvað sem í raun fyrirlítur þá. Hvers vegna vill einhver standa frammi fyrir presti sem heldur á bók þar sem það kemur alveg skýrt fram að þetta fólk á ekki rétt á að lifa? Ég myndi aldrei nokkurn tíman leggjast í duftið fyrir þeim sem héldi á bók sem segði að ég sé réttdræpur, aldrei.

Valsól (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:43

31 Smámynd: Laufey B Waage

Ætli bókstafstrúarbloggarinn hafi valið sé fordómana, eða ætli hann sé fæddur með þá? Ja, ég vona bara að hann fái lækningu við þeim.

Svo segi ég bara enn og aftur: Jesú Kristur kenndi okkur að elska og virða alla menn - og dæma engann. Sá sem reynir ekki af fremsta megni, með Guðs hjálp, að fara eftir því, - hann er ekki Kristinn. 

Laufey B Waage, 7.7.2008 kl. 00:45

32 identicon

Sæl öll.

Það sem mér finnst gleymast í þessari umræðu er það að ríki og kirkja hafa ekki verið aðskilin. Kirkjan er því enn hluti af ríkinu og "því miður" fyrir hana er ólöglegt að mismuna fólki vegna kynhneigðar. Þetta er bundið í stjórnarskrá Íslendinga.

Þessvegna skil ég ekki hvers vegna þetta mál er yfirhöfuð til umræðu.

Svo lengi sem þjóðkirkjan er í sama bóli og ríkið ætti einfaldlega að skylda hana til að gefa saman pör af sama kyni, jafnt sem gagnkynja.

Á meðan aðskilnaður ríkis og kirkju hefur ekki gengið í gegn er þetta ekki spurning um það hvað biblían segir, heldur hvað stjórnarskrá Íslendinga segir.

Ef kirkjan vill neita að gefa saman samkynja pör er henni bráðvelkomið að slíta sig frá ríkinu, ekki mun ég gráta hana. 

Helgi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 01:36

33 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Til að taka tillög þína lengra Þórdís þá leggur væntanlega til að jarðaförum fermingu og skírnum verði úthýst til skáta og Huppufélagsins. Hjónaband er sáttmáli milli Guðs og manna það er grunnurinn þeir sem ekki vilja taka þann sáttmála fara til Dómara og gera þetta borgaralega. það er öllum frjálst.

Varðandi Stjórnarskránna...Hvort kom á undan Guðs lög eða stjórnarskráin...Hvort byggir stjórnarskráin á Guðs lögum eða öfugt...Hver er yfirmaður Kirkjunnar? Er það alþingi eða almenningsálitið?? Svona barnalegur málflutningur á ekki að eiga sér stað. Auðvita er það Guð sem er yfirmaður kirkjunnar. Um það verður ekki deilt, hver erum við þá að halda að við getum breytt orði Guðs og lögum...

Annars er fá leiðinlegra en að ræða þessi mál þar sem aðilar eru ekki að ná grundvallar fletinum. Fólk kemur með "mér finnst og ég held". Það er ekkert pláss fyrir þessi orða sambönd heldur aðeins "skrifað er".

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 7.7.2008 kl. 09:14

34 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Það er margt sem ég hef velt fyrir mér um syndir bæði mínar og annara, og komist að mjög einfaldri niðurstöðu sem ég nota fyrir mig. Guð elskar allar manneskjur og vill vera í lífi allra. Einfaldlega vegna þess að náð hans og elska er ÁN takmarka. Samkvæmt orðinu segir Jesús: Nýtt boðorð gef ég yður að þið elskið náungann eins og ykkur sjálf.

 Svo hafa auðvitað menn í aldanna rás reynt að túlka Bíblíuna sér í hag, til að ná völdum og fremja níðingsverk.

 En ég skil Biblíuna á þann veg að ég á að læra elska náungann en ekki dæma hann, það er í mínum huga kristilegt siðgæði. Og já ég trúi því sem Jesú kennir í nýja testamentinu.

 Guð blessi ykkur öll og gefi góðan dag.

Gísli Kristjánsson, 7.7.2008 kl. 11:47

35 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þér Gísli. Jesús lét sig meira skipta andann í lögmáli Drottins en einstök boðorð. Og andinn í lögmálinu er að hans mati kærleikur, elska. Þess vegna dró Jesús merkingu allra ákvæða Gamla testamentisins saman í tvöfalda kærleiksboðorðið: „Elska skalt þú Drottin Guð þinn af allri sálu þinni, öllu hjarta þínu, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig.“

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:06

36 identicon

Í mínum augum er þetta einfalt. 

Þjóðkirkjan er, eins og orðið sjálft segir til um, þjóðkirkjan, og ber að þjóna þeim hluta þjóðar sem kýs að borga í hana. Starf kirkjunar er fyrst og fremst "fúnksjónalt", þeas. að grafa hina dauðu og gefa saman pör. Þeir þykjast ekki of góðir fyrir skattpening samkynhneigðra...Af hverju ættu samkynhneigðir þá ekki að fá þjónustuna sem þeir eru að greiða fyrir?

Annars væri ágætt ef við losuðum okkur einfaldlega við þetta forneskjulega apparat. 

nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:17

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Slæmur pistill hjá þér, Jóhanna mín. Þú kýst hér þá aðferð að slást við vindmyllur. Þú afsannar ekkert um viðvaranir Biblíunnar við samkynja kynlífi með því að tína það til, að einhverjir, sem þú andmælir, álíti fólk "velja sér" samkynhneigð. Og þú hrekur það ekki á neinn hátt með hneykslunartóninum einum saman í færslu þinni, að umræddar athafnir geti verið synd. Glöp þín og vanþekking í þessu máli er alvarlegri vegna þess, að þú ert í guðfræðinámi. Stefni Þjóðkirkjan einbeitt að því að verða bara breiðkirkja þeirra, sem hirða sjaldan um að mæta í hana, og að þjóna þeim hópi umfram hina eiginlegu hjörð trúaðra með kenningu sinni, á hún eftir að missa frá sér evangelíska hópinn, þá sem virkilega trúa Kristi og á Krist og rækta þá trú sína með guðrækni og góðum verkum. Aðrir söfnuðir, s.s. hvítasunnukirkjurnar, kaþólska kirkjan, Vegurinn og Íslenska Kristskirkjan, munu þá taka við hinum trúu með sannri gleði.

PS. Rétt er að taka það fram, að nefndur "bókstafstrúarmaður", sem þú varst að deila við samkvæmt tilvísun þinni, er ekki ég undirritaður.

Jón Valur Jensson, 8.7.2008 kl. 07:16

38 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæll Jón Valur. Í fyrsta lagi var ég ekki að vísa í þig heldur annan bloggara. Veit ekki til þess að þú hafir einhvern tíma sagt fólk velja sér samkynhneigð.

Í öðru lagi eru ,,glöp mín og vanþekking" enn alvarlegri en þú telur því ég er ekki í formlegu guðfræðinámi lengur, heldur er ég með embættispróf í guðfræði með I. einkunn. Gæti dúkkað upp sem prestur einn daginn, eflaust einhverjum til hrellingar skv. þessu áliti þínu á mér.

Ég er alls ekki sammála þér um stefnu þjóðkirkjunnar. Ég hef ýmsar hugmyndir hvernig hún gæti orðið mun fjölmennari og betur sótt og þar væri enginn afsláttur gefinn af boðskap Jesú Krists.

Ég þekki til kirkjustarfs hjá presti sem var einn af þeim sem neitaði að blessa samvist samkynhneigðra, kirkjan var iðulega hálftóm hjá honum og kórinn veigraði sér meira að segja við að hlusta á prédikanir hans. Í sömu kirkju starfaði prestur sem hélt messur m.a. til stuðnings samkynhneigðum og þá fylltist kirkjan. Ég er ekki að segja að þetta sé reglan, en ég held t.d. að straumurinn liggi líka í Fríkirkjurnar þar sem prestarnir eru mun meira liberal en sumir þjóðkirkjuprestar.

Við erum á sitt hvorum vængnum hvað ,,Orð Guðs" varðar. Í Jóhannesarguðspjalli kemur fram að Orð Guðs er Jesús Kristur. Ég hef þá trú að Orð Guðs sé enn að verki og ekki einungis falið í Biblíunni og langt í frá. Fólk var ekki einungis innblásið af Guði í gamla daga, þá ritunarmenn Gamla og Nýja testamentis, heldur enn í dag. Við sjáum það í fallegum textum t.d. Matthíasar Jochumssonar og skálda allt til dagsins í dag.

Margt eldra fólk er með sálmabækurnar á náttborðum sínum til lesturs og eru þær nokkurs konar ,,míni" Biblíur þeirra. Ég er ekki í vafa um að þessar bækur beri orð Guðs, ekki síður en Biblían.

Í Biblíunni stendur að konur eigi að þegja á safnaðarfundum, ég gæti helst trúað að þú værir sáttastur við það, þar sem ég get ekkert ,,afsannað" að það standi frekar en viðvaranir Biblíunnar við samkynja kynlífi.

Við lifum í dag, árið 2008 og Guð er enn að tala við okkur. Endurtek það sem ég segi hér fyrir ofan: "Jesús lét sig meira skipta andann í lögmáli Drottins en einstök boðorð." .. Dæmi eru þegar hann læknaði á hvíldardegi og sagan af miskunnsama Samverjanum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.7.2008 kl. 08:06

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða boðorð braut miskunnsami Samverjinn?! Og segðu mér, var skapari þinn í alvöru að tala við ykkur á prestastefnunni? Á það að vera þess vegna, sem þið virðizt ekki hafa talað við söfnuðina og félögin innan Þjóðkirkjunnar um þetta stóra ágreiningsmál (a.m.k. ekki í þeim mæli – né með birtum niðurstöðum – sem biskup og kirkjuyfirvöldin höfðu stefnt að)?

Jón Valur Jensson, 8.7.2008 kl. 08:13

40 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jón Valur,  auðvitað var Samverjinn ekki að brjóta boðorð en hann var talinn ólíklegastur til að vinna góðverk vegna þess að það var litið niður á Samverja - sérstaklega hjá Gyðingum.  Það voru aftur á móti ,,hinir heilögu" : Levíti og prestur sem þorðu ekki að fara gegn lögunum né brjóta þau og gengu framhjá hinum særða.

Með því fóru þeir ekki eftir kærleiksboðorðinu (og hinu æðsta) um að elska náungann eins og sjálfan sig.  

Þetta þýðir m.a. að það er ekki nóg að titla sig prest til að teljast góður, ekki nóg að segjast kristinn eða vel lesinn til að hafa kærleika. Kærleikurinn verður að koma fram í verki gagnvart náunganum.

Sum okkar, reyndar mörg, teljum það að hafna beiðni þeirra sem unnast og vilja fá að lifa saman sem hjón, gagnkynhneigð/samkynhneigð sé andstætt kristilegum kærleika. Eflaust hefur það verið innblástur á prestastefnu.

Ef vð snúum þessu við: Ef þér hefði verið neitað á sínum tíma að kvænast, Jón á grundvelli kynhneigðar þinnar, hefði þér ekki liðið 2nd class ? Eigum við að láta náunganum líða 2nd class eða óæðri ?   Ég veit þetta hljómar súrealískt vegna þess sem við erum vön. En hvað gerir það heiminum illt að fólk sem er lögráða, trúir á Guð og ástfangið fái að lifa saman í vígðu sambandi.

Jesús kom Faríseum og fræðimönnum sífellt á óvart og hneykslaði, alltaf var það vegna þess að hann vildi sýna fram á að kærleikurinn var öllu æðri. Kærleikur Guðs lá ekki í boðum og bönnum heldur í fagnaðarerindinu um Krist sem þorði að elska náungann skilyrðislaust. Ég held að það sé einn af stóru lærdómum sem við þurfum að draga af Biblíunni.

Veit að það er langur vegur á milli  upplifana okkar af Biblíunni, en vonandi er hægt að ræða saman í góðu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.7.2008 kl. 10:12

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhanna, þú reynir að kenna mér þarna, í 2. og 3. klausu; ég þakka þér viðleitnina, en þér tekst þetta ekki, því að ég vissi það allt fyrir.

"Eflaust hefur það verið innblástur á prestastefnu," segirðu um þá ákvörðun, sem gerir Þjóðkirkjuna öndverða flestum stærstu, kristnu trúarsamfélögum heims, sem og allri kristni fyrri tíma. Er svona auðvelt að "leiðrétta vitleysuna" hjá kristnum bræðrum og systrum? Hvaða tákn sástu um innblástur þessarar þrýstihópsstýrðu prestastefnu á úthjara hins kristna heims?

Þú sagðir  í innlegginu kl. 8:06, "að Orð Guðs er Jesús Kristur," og lagðir svo ranglega út frá því. Úr því að þú trúir og treystir þeim grundvelli, að Kristur er Orð Guðs, þykir þér þá ekki marktækt, að hann útvaldi hinn lærða Sál frá Tarsos (Pál) sem postula sinn? Var Páll ekki kjörinn af sjálfum Kristi til að færa heiðingjum sannan kristindóm? Og segir ekki þessi sami Páll: "En ég þykist og hafa anda Guðs" (I.Kor.7.40)? Var hann kannski að skrökva, Jóhanna?

Jón Valur Jensson, 8.7.2008 kl. 11:42

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Spyrja má, Jóhanna: Telurðu, að það að hafna beiðni systkina, sem unnast og vilja fá að lifa saman sem hjón, sé andstætt kristilegum kærleika? Ef ekki, hvers vegna telurðu þá, að það að neita tveimur karlmönnum eða tveimur konum að lifa saman sem hjón, þrátt fyrir bann Ritningarinnar við samförum þeirra, sé andstætt kristilegum kærleika?

Jón Valur Jensson, 8.7.2008 kl. 11:58

43 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir góðan pistil Jóhanna. 

Svanur Sigurbjörnsson, 8.7.2008 kl. 13:04

44 identicon

Ef þetta væru okkar mestu vandamál, værum við sko í góðum málum!

Hvernig væri að beina allri þessari orku í fólk sem virkilega á erfitt!

Samkynhneigðir eru samkynhneigðir og verða það alltaf, alveg sama hvort við lesum Biblíuna eða ekki! Ég er alveg viss um að ef GUÐ væri hér svona í ALVÖRU þá tæki hann jafn vel á móti mér og hr. eða frk. samkynhneigðri !!!

ÉG ER EINS OG ÉG ER, HVERNIG Á ÉG AÐ VERA EINHVER ANNAR?

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 13:21

45 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jón Valur, you got me there! Ef ég skil þig rétt:  Kristur kallar Pál og  ,,rúlar" með "hinn sanna kristindóm" sem inniheldur m.a. það (skv. túlkun sannkristinna) að þeir sem fæðast samkynhneigðir eru syndugir,  hafa jú rétt til að lifa en ekki að stunda kynlíf, eiga ekki að fá blessun Guðs til samvistar sem hjón því  ef svo væri ættu systkini að fá það líka! ...... Jammogjæja....

Það er nú erfitt að vera sammála því tímarnir breytast og mennirnir með. Sumt er tímalaust hjá Páli, sbr. Óðinn til kærleikans, en umvandanir Páls til samfélagsins áttu við hans eigið samfélag en ekki okkur hér á ,,úthjara hins kristna heims"  eins og þú orðar það árið 2008, það er eitt sem ég gæti étið hattinn minn uppá ætti ég hatt.

Þakka þér Svanur.

Eva Lind -  þakka þér fyrir áminninguna, þú ert alltaf hrein og bein, þarf að fara að sinna fólkinu mínu 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.7.2008 kl. 14:19

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir svarið, Jóhanna. En vissir hlutir þar eru ekki réttir hjá þér. Kristur kallaði Pál vissulega til þjónustu við sig, og Páll naut styrks Heilags Anda við að boða sannan kristindóm, en hann "inniheldur" ekki þessa tilbúnu kenningu þína, "að þeir sem fæðast samkynhneigðir eru syndugir," því að Ritningin fullyrðir hvergi, svo að fullvíst hafi verið talið, að menn fæðist samkynhneigðir; þó kunna orð Jesú í Mt.19.12 að hafa hér einhverja þýðingu, en "sá höndli, sem höndlað fær."

Jón Valur Jensson, 8.7.2008 kl. 15:43

47 Smámynd: Óli Jón

Varðandi innlegg tímasett 11.58: Það er langt til seilst að jafna samkynhneigð við sifjaspell. Það eru afar knýjandi ástæður fyrir því að systkinum og náskyldu fólki sé meinað að vera í líkamlegu sambandi og vona ég að Jón Valur þekki þær, en þar ber hæst stórauknar líkur á hvers konar erfðagöllum í börnum sem slík sambönd geta leitt af sér. Hinu sama er ekki til að dreifa í tilfelli samkynhneigðra enda afar langt í að slík sambönd geti leitt til þungana. Reyndar geta lesbíur, blessunarlega, nú orðið þungaðar með tæknifrjóvgun, en það er annað mál.

Nú man ég ekki eftir að hafa séð almennilega rökfærslu fyrir því hvers vegna skrifurum Biblíunnar var svo illa við samkynhneigða sem raun ber vitni, enda held ég að þeir hafi bara fordæmt slík sambönd án nokkurrar réttlætingar. Ef hins vegar finnst skynsamleg réttlæting á þessari undarlegu ráðstöfun, þá væri gaman að sjá hana hér í athugasemdum.

Ég mun þó ekki veðja á að hún finnist!

Óli Jón, 9.7.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband