Andvöku-og væmnisblogg.... skrifað sl. nótt en birt núna.

Ég var að kveikja á kerti á síðunni hans Himma hennar Röggu. Himmi hennar lést fyrir aldur fram fyrir rúmlega ári síðan og það snertir við mér þó ég hafi ekki þekkt hann. Mamma hans heldur minningu hans á lofti og gerir það svo fallega. Þegar ég kveiki á kerti á síðunni, þá hugsa ég margt. Ég hugsa til Röggu, sem ég hef bara hitt á blogginu og er ótrúlega skemmtileg á prenti og stórfyndin þegar sá gállinn er á henni. En ég finn líka sorg hennar.  

Þegar ég kveiki á kerti þá hugsa ég líka með þakklæti fyrir börnin mín og alla þá ættingja og vini sem umvefja mig, og ég fæ að hafa hjá mér. Það er ekkert sjálfsagt eða sjálfgefið í þessum heimi. Ég hugsa um nemendur mína, sem eru einmitt margir á aldrinum hans Himma og eiga, allt of margir, við erfiðleika að stríða. Glíman við lífið er oft þung.

Ég hugsa líka til þeirra sem ég sakna; pabba sem fór fyrir rúmlega 39 árum, já næstum jafnmörgum árum og hún lsystir mín sem átti fertugsafmæi afmæli í gær... úfff... nú varð ég að hætta að skrifa því ég sá allt í einu ekkert í gegnum tárin. Ótrúlegt hvað hægt er að gráta einn pabba mikið! Svo hugsa ég líka um Önnu Kristínu frænku og Unni vinkonu mína sem dóu báðar á þessu ári. Mig dreymir Unni svo mikið, og mér finnst hún alltaf vera hjá mér, enda tilkynnti ég henni það á dánarbeðinu að við yrðum alltaf saman.

Stundum fer ég í fýlu út í hana, vegna þess að hún "stakk mig af".. en ég næ henni einhvern daginn, hef alltaf gert það. Mér liggur ekkert á, hef mínum skyldum að gegna og mitt líf er gott hérna megin. Mæti í "pikknikkið" á eilífðarströndinni seinna þegar "minn tími kemur" eins og hún nafna mín Sigurðardóttir sagði í den.

Hér er svo eitt margra vasaklúta lag sem minnir mig á samband okkar Unnar...

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Yndislega Jóhanna mín, knús á þig. Nú fékk ég líka tár í augun og það er ekki svo slæmt.

Ragnheiður , 20.10.2008 kl. 18:21

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Knús á þig elsku Ragga.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 18:53

3 Smámynd: M

Falleg færsla xxx

Þetta lag minnir mig einmitt alltaf á vinkonu mína sem lést aðeins 27 ára úr krabbameini.

Blessuð sé minning þeirra allra hér að ofan.

M, 20.10.2008 kl. 19:13

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 21:22

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

xxx og knús M, Jenný og Jónína.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:25

8 identicon

   bannað að græta mig í vinnunni... Mamma !!! Hvað á ég að segja það oft !!!!!!!

Fallegt, fallegra, fallegast... elska lagið og elska myndina sem þetta lag er titillag

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:15

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Sigrún mín. Eva ég hugsaði svo sannarlega til þín þegar ég setti þetta lag inn! Ættum kannski að kósa saman fljótlega og horfa á Beaches/Forever Friends. Ég er extra "vulnerable" núna þar sem ég er lasin (enn einu sinni).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 10:11

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:15

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla.  Látnir ástvinir verða alltaf nálægir okkur.  Það er gott að minnast góðra stunda sem við áttum með þeim.  Ekki er minna um vert að njóta samvista við þá sem enn eru hjá okkur, og muna að gleðjast í dag, á morgun getur það verið of seint.  Knús á þig elsku Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 11:51

12 Smámynd: Tiger

Þetta er dásamleg færsla hjá þér skottið mitt - svo frá hjartanu, hlý falleg og virðingarverð - rétt eins og þú sjálf - eða það sem ég hef lesið í þig hér á blogginu!

Ég er sammála þér með það að ég hugsa alltaf til fjölskyldu Himma þegar ég kveiki á kerti til að senda honum. Ég kveiki á kerti eins reglulega og ég get - og þá - rétt eins og þú - hugsa ég til Ragnheiðar, foreldra minna og fjölskyldu allrar - sem að mestu leiti eru ennþá okkar megin. Ég hugsa líka til þeirra sem eru farnir og ég sakna mikið ..

En, knús og kreist á þig hjartastóra stúlkuskott. Elska Betty Middler ...

Tiger, 21.10.2008 kl. 13:19

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 13:27

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Falleg færsla Jóga 

Marta B Helgadóttir, 21.10.2008 kl. 14:17

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk þið öll, æ hvað það er eitthvað notó að fá svona hjörtu og Tiger, þú kannt að koma orðum að því og láta mann brosa.  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 16:53

16 Smámynd: Anna Guðný

Sniff, sniff

Anna Guðný , 21.10.2008 kl. 18:20

17 identicon

Sæl Jóhanna.

Hugljúf frásaga,einmitt sem okkur svo mörg vantar inn í líf okkar. Fallegar tilfinningar og góðar minngar.

Kærleikskveðja til þín óg þinna

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:20

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka ykkur fyrir, Anna Guðný og Þórarinn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband