Árshátíð og ráðgjöf .. já, já.. láta draumana rætast

Jæja, nú er mín að flýja með "kallinn" út úr bænum á sveitahótel, voða, voða kósý. Á morgun verður árshátíðin okkar starfsfólksins síðan haldin þar og "moi"(ég á frönsku) er að Undirbúa og búin að vera að undirbúa með stóru U-i.

Mig hefur lengi dreymt um að vera með einhvers konar ráðgjafarþjónustu, svona með 150% vinnunni  um kvöldin og helgar LoL .. svona andlega "peppþjónustu." Nýta mér mína reynslu, minn lærdóm og síðast en ekki síst næmni fyrir viðmælanda. (Útskýri það ekkert nánar).

Nú sé ég möguleika á því, að hrista saman bótasöluna (kalla "patches":  bætur í stað plástra) og ráðgjöf og verð með aðstöðu í stúdíóíbúð á Grettisgötu. Get líka haft hugleiðslukvöld fyrir litla hópa, við og við sé þess óskað, en ég er býsna góð í að leiða slíkt og það er ferlega notalegt.

Ég hef að vísu einu sinni haldið námskeið fyrir konur í Víðistaðakirkju og enduðum við hvert námskeið með stuttri hugleiðslu. Seinna var ég leiðbeinandi í námskeiði á vegum Kvennakirkjunnar sem heitir: Líf eftir skilnað....  Líf eftir skilnað er stundum býsna snúið, en sem betur fer er ákveðinn meðgöngutími sem fylgir þeirri sorg og svo er sá timi liðinn og þá verður að halda áfram göngunni. Sumir  hanga í ákveðnum liðum sorgarferlis eins og hundar á roði og þar er t.d reiðin oft efst á blaði. Jæja, ætla ekki lengra út í þetta.

Auglýsi þegar ég held eitthvað smá námskeið!

Fyrir árshátíð er ég búin að skipuleggja ratleik, ljósrita söngtexta með forsíðu sem er leyndarmál, undirbúa ýmsar uppákomur og búa til prógram... gleymi vonandi engu! .. Fór í Partýbúðina og fékk ýmislegt skemmtilegt og bætti svo við tjulli úr Rúmfatalager. Það er leyndó í hvað það skal notast...

Er auðvitað á "orkubótum" sem ég seldi sjálfri mér (auðvitað reynist ég besti viðskiptavinurinn minn) LoL  ...

Kveðja inn í helgina,

Jóga orkubót!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert frábær

Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta verður frábær helgi Jóhanna og njóttu hverrar stundar í botn. 

Ía Jóhannsdóttir, 20.2.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert nú bara komin á flippið sem er reyndar æðislegt, verð illa svikin ef þú átt ekki eftir að rúlla upp þessari helgi bæði sem undirbúnings-aðili og já annars í hvað á tjullið að fara, kannski svona slæðudans bara fyrir????????????
Skemmtu þér æðislega vel
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hélt ég myndi nú ekki ná að kommenta meira í dag, en er búin að pakka mér, "kallinn" átti að koma heim kl. 16:00 en hann er að bjarga heiminum þannig að ég fyrirgef honum þó hann mæti tveimur tímum seinna eða svo! .. Var reyndar búin að reikna með því! hehe.. Þess vegna sagði ég honum að koma tveimur tímum fyrr en ég vildi leggja af stað! .. svona er maður/kona orðin glúrin! ..

Eigið góða helgi dömur, ég efast um að ég vefji mig í tjullið en aldrei að vita hehe..

p.s. pakkaði ilmkerti sem ég var að versla mér í Pier og austurlensku reykelsi og .....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Laufey B Waage

Góða skemmtun.

Laufey B Waage, 20.2.2009 kl. 20:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun krúttið þitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.2.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða skemmtun Jóhanna mín

Sigrún Jónsdóttir, 21.2.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband