ESB hálfgert X File í mínum huga .. sem ber að skoða! ..

Góðan og yndislegan dag, kvöld, nótt og morgun -  þú fallegi lesandi sem hefur ratað hingað inn á bloggsíðuna mína! - Ég er að fylgja jákvæðu Bylgjunni sko!  LoL

Mér leist svo sem ágætlega á þennan Línu Langsokk lista til að byrja með, tók boði þeirra að vera með á Fésbókinni, aðallega til að forvitnast meira um þetta dæmi. Ég hef reyndar ekki kunnað við annað en að styðja fólk (líka á fésbókinni) sem ég þekki eða kannast við í þeirra sæti, hvaða flokki sem það tilheyrir. Auðvitað er best fyrir alla flokka að hafa gott fólk í efstu sætum.

En í þessum ESB málum hef ég reyndar verið með Ragnars Reykáss heilkenni. (Veit að það eru fleiri sem eru með þau).

Ég hef verið svolítið hrædd við ESB, en það er einmitt tilhneiging til hræðslu við hið óþekkt hjá fólki. Vantar bara Mulder og Scully úr X Files! ;-)

Er ekki eina vitið að fara í viðræður og skoða málið, í stað þess að hafna því óskoðað?  Er ekki  þvert NEI bara fordómar í garð ESB?

Síðan þegar búið er að skoða hvað er í því fyrir Ísland að ganga í ESB, þá yrði það kynnt (á mannamáli)  og lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég verð því ekki "grúppía"  hjá L lista, .. mitt atkvæði er því enn í X File!  


mbl.is Fólkið úr öllum áttum á L-listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

X við fælinn þinn

Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Algerlega sammála þér.  Tek ekki afstöðu fyrr en ég veit hvað kemur út úr svona viðræðum.  Læt ekki misvitra stjórnmálamenn segja mér það fyrirfram hvað "gæti hugsanlega" komið út úr því ferli.

Sigrún Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skoða og ræða, það er málið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rut þú ert alltaf jafn fyndin!  .. trúi ekki að þú sért þessi svartsýna manneskja sem þú læst vera í athugasemd við bloggið mitt hér á undan!

Sigrún, ég held að við séum mjög mikið á sömu línunni.

Nákvæmlega Jenný, erfitt að dæma eitthvað óskoðað.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 19:16

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hey, .. einn brandari af barnalandi:

"Lítið notaður spegill til sölu!"  ..   

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 19:44

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það er betra að hlægja en gráta. Ef ég missi húmorinn þá má skjóta mig á færi. Hann er mikið og gott meðal.

Meina ekkert illt um plástrana þína með þessu kommenti!

Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 21:08

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ég skil ekki þennan djók, ég skil ekkert lengur!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.3.2009 kl. 21:16

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála Rut, Hláturinn lengi lifi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 21:33

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. veit ekki hvort ég er tilbúin í að skjóta þig á færi   ... enda á ég ekki von á að þú missir húmorinn! .. (var að fá nýja plástra, úr því þú minnist á þá - þeir kallast sannleiksplástrar og þeim verður laumað á pólitíkusana meðan þeir sofa (á svefnplástrunum sko) ..

Róslín - hvernig notar maður spegla?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 21:38

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér er alveg sama þótt ég sé kölluð rasisti, en ég segi NEI við ESB.  Alveg sama hvað, ég er tortrygginn til helvítis og heim aftur við þetta ferlíki.  Og held að þeir séu að ágirnast náttúruauðlindir okkar.  Við eigum ekki að þurfa að lúta svona lágt.  Við höfum þetta allt hér, það er bara að læra að nýta okkur það sem við höfum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 22:24

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

maður kreistir bólur fyrir framan þá.. hahhaha!!!!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.3.2009 kl. 23:30

12 identicon

Sæl Jóhanna.

X file fælni.Þetta er góð greining hjá þér,

en mundu að vera jákvæð þegar þú vaknar. Ég minni þig á það.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:47

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir áminninguna Þórarinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.3.2009 kl. 12:18

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, Róslín maður t.d. kreistir bólur fyrir framan spegla, og maður speglar sig. En hver er munurinn á mikið notuðum og lítið notuðum spegli?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.3.2009 kl. 12:20

15 identicon

haha.. hihi.. Það eina sem ég veit er það ef við förum í ESB þá má ekki selja beiglað grænmeti og þeir taka fullt af pening frá okkur ef við finnum olíu, væri alveg til í að vita meir!!! ... en við fáum hvort sem er ekkert að fara í ESB fyrr en við verðum sterkari held ég.. svo við getum alveg gleymt þessu bara í bili ...

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:30

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svara þér síðar Ásthildur, þarf langt svar við þessari athugasemd, sem ég hef ekki tíma fyrir núna.  .. Það er að segja ef ég á að borða eitthvað í hádegishléinu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.3.2009 kl. 12:37

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Að sjálfsögðu að skoða málið, sér í lagi núna er stórar þjóðir eru farnar að kvarta og ESB farið að hugsa sinn gang í átt til breytinga.
var alfarið á móti þessu , en vill sjá hvað kemur út úr skoðun.
verum bjartsýn
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 15:57

18 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

hann er rispaður sem er notaður?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.3.2009 kl. 16:30

19 Smámynd: Auður Proppé

Sagt er að Ísland missi sjálfstæðið við að ganga í ESB, en er það ekki betra heldur en að hafa hrunið "sjálfstæði"?  En eins og fleiri vil ég fá betri kynningu á ESB áður en við kjósum um inngöngu  Þetta var nú ekkert svo neikvætt, var það??

Auður Proppé, 4.3.2009 kl. 08:01

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég vil nú bara að við byggjum upp sjálfstæði og kjark okkar aftur í stað þess að henda okkur í fang einhvers risa núna....af því að hér fór allt úrskeiðis. Eins og það sé ekki líf eftir dauðann..ha? Bara allt búið!!! Ó nei. Byrjum bara aftur og með ný og betri gildi í farteskinu og alvöru lýðræði. Þá getum við allt.

Er þetta ekki jákvætt Jóhanna??  Held að Glútaþíonið hafi svona góð áhrif á mig líkamlega og andlega

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.3.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband