Fituforði vetrarins spinnaður í burtu .. og Abba singstar m/meiru!

Nú er hann runninn upp dagurinn sem ég er að byrja aftur að hreyfa mig. Ég hef s.s. verið hálfgerð sófakartafla í langan tíma. Í 70´s partýinu sem ég hélt um helgina var ég spurð hvort ég vildi ekki örugglega ganga með á Hvannadalshnjúk 14. maí W00t sem ég held að ég láti ógert, Esjan er nægileg áskorun. Svo á ömmubarn nr. 2 að mæta á svæðið um þetta leyti og amman ætlar nú ekki að vera frosin á fjalltoppi þegar það kemur í heiminn!

EN já, vetrarforðinn skal spinnaður af, því mín skráði sig í spinning námskeið, - læri augljóslega ekki af reynslunni - sbr. þessa færslu.  Nú á að læra almennilega á púlsmælinn og sjá hvort að afturendinn og hnakkurinn geta ekki orðið betri "vinir" en síðast! .. Lengi má rassinn reyna, eins og tja.. undirrituð sagði.

Já, partýið tókst vonum framar, fólk mætti í búning allt frá 1970 - 2009!!!.. Misjafnlega djarft.

Við tókum Abba með trompi í Singstar - eða a.m.k. upplifðum við okkur þannig - en sem betur fer voru engir Idol dómarar á svæðinu til að brjóta mann/konu niður!

Inga og Sissa                         Hulda og Addý

Alla og Gunna

 

Lotta og Jóga (með innlifun)

Hér eru nokkrar útgáfur af Agnetu og Annefrid ... og við Lotta systir fíluðum okkur auðvitað í tætlur! hehe..

Já já..... gamanaðessu ..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Flotta gellur! Vá hvað þetta hefur verið gaman.

Ía Jóhannsdóttir, 23.3.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gegt kúl skvísur

Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Anna Guðný

Ekkert smá fjör, sé ég.

Og einmitt best að hafa engar dómara.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 23.3.2009 kl. 17:33

4 Smámynd: Auður Proppé

Flottar eruð þið skvísur, greinilega góður Abba fílingur.

Auður Proppé, 24.3.2009 kl. 05:30

5 identicon

"öfund"

Hljómar svakalega skemmtilegt !!!

Annars mannstu eftir því að ég á svona öfga flottar rúllupylsubuxur með púða ef þú vilt undir íþróttabuxurnar ... hih

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:22

6 Smámynd: Laufey B Waage

Ég verð að ná mér í Abba-singstar og halda stelpupartý.

Laufey B Waage, 24.3.2009 kl. 12:23

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 25.3.2009 kl. 15:45

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æðislegar myndir og hrikalega gaman að sjá að fólk kann að skemmta sér á annan hátt en alltaf.
Spinning
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband