GUÐ ER ..

Ég kom heim eftir hvíld í sumarhúsi í gær og rak nefið í bókahilluna og rifjaði þá upp bókina "The Power of Now" eftir Eckhart Tolle, einn frábæran hugsuð að mínu mati og "Spiritual Leader" eins og hann segist nú vera. Bókin hefur að vísu verið þýdd og heitir á íslensku:

Mátturinn í Núinu.

Ég las þessa setningu: "The Word God has become empty of meaning through thosands of years of Misuse" .. í lauslegri þýðingu:  "Orðið Guð er orðið innihaldslaust vegna þúsunda ára misnotkunar."  Tolle notar orðið Being í stað orðsins Guð, og mig minnir að Being sé þýtt Verund.

Með misnotkun á hann við að fullt af fólk sem á engan hátt hefur upplifað, ekki einu sinni, snefil af hinu heilaga þykist geta tileinkað sér Guð og talar um Guð af sannfæringarkrafti eins og það viti um hvað það er að tala. Eða að fólk talar á móti Guði eins og það viti eitthvað hverju það er að mótmæla.

Það sé ekki rétt að tala um  "minn Guð" eða "þinn Guð" .. því það verður til þess að fólk segi "minn Guð er réttur - þinn er falskur" .. Pælið í egóismanum í því!

Tolle telur að hugtakið Guð hafi þróast í  lokað hugtak. Um leið og orðið Guð sé nefnt kvikni yfirleitt einhvers konar mynd; kannski ekki lengur myndin af gamla manninum með skeggið, en þó kvikni huglæg mynd af einhverjum eða einhverju utan okkar og hann telur það yfirleitt karlkyns mynd. (Surprise, surprise)  

Í raun geti hvorki orðið Guð eða Verund útskýrt það  sérstaka og heilaga sem liggur að baki orðinu.  

Margir hafa tilfinningu fyrir þessari Verund/Guði en sum okkar hafa enga tilfinningu og sjá því aðeins Guð í bók. Guð sem aðrir hafa lýst, sumir af tilfinningu en aðrir eru aðeins að lýsa sínum hugmyndum.

Ég ætla að halda áfram að nota hugtakið Guð, því ég þekki það best og vonast til að við hættum að misnota orðið Guð. Guð er ekki karl og heldur ekki kona, Guð ER.

Guð er í þér og Guð er í mér - sem betur fer. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góð hugleiðing og upprifjun á Tolle.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2009 kl. 13:45

2 identicon

Sæl Jóhanna.

Ég er fyllilega sammála þér.

Kærleikskveðja til þín og allra þinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilega páskahátíð Jóhanna mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2009 kl. 08:33

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega páska

Jónína Dúadóttir, 11.4.2009 kl. 09:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þetta Jóhanna mín, guð er í hverjum og einum okkar og virðum það.
Fólk er of egóist
Kærleik inn í gleðilega helgi
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 10:50

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilega páska Jóhanna mín

Sigrún Jónsdóttir, 11.4.2009 kl. 15:52

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

GLEÐILEGA PÁSKA, SIGRÚN MÍN

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2009 kl. 23:05

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

SAMMÁLA MILLA MÍN , GUÐ ER Í HVERJU OG EINU OKKAR

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2009 kl. 23:06

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

GLEÐILEGA PÁSKA JÓNÍNA

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2009 kl. 23:07

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

OG GLEÐILEGA PÁSKA HETJAN MÍN ÍA

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2009 kl. 23:07

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

GUÐ BLESSI ÞIG SÖMULEIÐIS OG VARÐVEITI RÓSA MIN

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2009 kl. 23:08

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

KÆRLEIKSKVEÐJA ÞÓRARINN MINN

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2009 kl. 23:09

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 TOLLE KLIKKAR EKKI GUÐNÝ ANNA

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2009 kl. 23:10

15 identicon

Sæl Jóhanna og gleðilega páska. Ég mig langar til að leggja orð í belg. Mér finnst þú vera komin út á hálan ís með því að vilja ekki kannast við Guð sem persónu. Það að Guð hafi persónulegt samfélag við þá sem á hann trúa, skilur kristindómin frá öllum trúarbrögðum. Kannski er ég að misskilja þig, en ég vona að eigir persónulegt samfélag við Guð sem Biblían talar um sem föður. Það að eiga samfélag við hann á hverjum degi er dásamlegt. Þú ert sköpuð af Guði til samfélags við hann.

Kærleikskveðja 

Stefán Ingi

Stefan Ingi Gudjonsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:36

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæll Stefán Ingi og gleðilega páska.

Þú talar um að ég sé á "hálum ís" og jafnframt að Biblían tali um Guð sem föður. Ef þú lest Biblíuna þá ættir þú að sjá að það er talað um Guð á mun fleiri máta en sem föður.  Birtingarmyndir Guðs eru vissulega mun fleiri.

Í Biblíunni er Guði lýst sem m.a. dómara, konungi, hirði, föður, móður, bjargi, kærleika o.fl. o.fl.  Sumir tala um Guð sem vin og aðrir sem vinkonu.

Ég held það sé í raun hvers og eins að upplifa Guð  (eða ekki) og einmitt það að vera að segja fólki hvernig það EIGI að upplifa hann/hana/það  sé ekki rétt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.4.2009 kl. 03:21

17 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Trúðu á tvennt í heimi

tign hann æðsta ber,

Guð, í alheims geimi,

Guð í sjálfum þér.

Gleðilega páska og takk fyrir yndislegan pistil sem gott er að lesa á Paskadagsmorgun.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.4.2009 kl. 12:08

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð er ekki karl og heldur ekki kona, Guð ER.
Vel mælt! Leyfist mér að segja; Guð blessi þig og geymi á þessum helga degi? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 13:50

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Ingibjörg, óska þér sömuleiðis Gleðilegra páska.

Takk sömuleiðis Guðsteinn Haukur, gleðilega hátíð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2009 kl. 00:42

20 Smámynd: Laufey B Waage

Góð grein. Gleðilega páska.

Laufey B Waage, 13.4.2009 kl. 10:44

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guð er ekki karl og heldur ekki kona, Guð ER.

Samkvæmt kristinni trú er Jesús karl og guð. Þannig að guð er karl samkvæmt kristinni trú.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.4.2009 kl. 17:22

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hjalti, Guð er reyndar ekki kynvera í kristinni trú.  Þrátt fyrir það er vani að tjá Guð á bæði kvenlegan og karllegan hátt en það er vegna takmarkana okkar hugasem höfum þörf fyrir að persónugera upplifun af Guði.  Jafnframt  er Guð lýst sem ýmsum náttúrufyrirbærum eins og bjargi eða logandi runna svo dæmi sé tekið - að ógleymdu hugtakinu "kærleikur eða ást" agape á grísku sem má segja að þýði óeigingjörn ást.

Þó að orðið Guð/andi sé karlkynsorð þá þýðir það ekki að Guð sé kynvera, ekki frekar en að stóll er kynvera.

Það mætti líka segja í framhaldi af því að t.d. í Biblíunni þar sem talað er um að Guð skapi manninn OG konuna í sinni mynd sé ekki verið að tala um mynd hans sem kynverunnar karl/kona heldur mynd sinni sem skapara.

Manneskjan er alla daga að skapa; t.d. ýmsan texta, tónlist, hugsanir o.fl.

Annars er það ekki mitt að segja þér hvernig þú átt að ímynda þér Guð eða ekki Guð  ;-) ef þín hugmynd um Guð er sem karl þá er það þín hugmyndasköpun, eða þín túlkun á kristni.

Það er á hinn bóginn ekkert skritið ef litið er á hinar mörgu karlkynsbirtingarmyndir Biblíunnar - og þar ber hæst upplifun Jesú Krists af Guði sem "föður" og feður eru nú yfirleitt og reyndar alltaf karlkyns!  Þó má ekki gleyma að hún innifelur líka kvenkynsbirtingarmyndir guðdómsins. Margar vennakirkjukonur og fleiri (sem eru kristnar) tala um Guð sem móður eða vinkonu.

Þörfin fyrir að persónugera eða hlutgera er svo rík í okkur mönnunum (konunum) vegna þess að erfitt er að sjá fyrir sér anda/verund/tilfinningu = Guð,  án þess.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.4.2009 kl. 03:53

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, Guð er reyndar ekki kynvera í kristinni trú.  

Samkvæmt kristinni trú er Jesús guð. Jesús var karlmaður. Þar af leiðandi hlýtur guð (að minnsta kosti 1/3 af guði) að vera karl.

Ég er ekki að tala um málfræðilegt kyn orðsins guðs eða eitthvað annað sem þú telur upp í þessari athuasemd þinni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.4.2009 kl. 07:38

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrir mér er Guð nafn yfir ljós og kærleika sem býr í okkur öllum.  Alheimskærleikur sem umlykur allt og alla, líka dýrin og plönturnar.  Án Guðs væri ekki ljós og kærleikur.  Þessi tilfinning er ekki bundin neinum trúarhópi eða hópi manna frekar en súrefnið í loftinu eða vatnið úr iðrum jarðar.  Við getum togast á um afnotaréttinn og þeir sem eru frekari reyna að draga til sín það mesta, en það er til nóg handa öllum og því fyrr sem við lærum að miðla og vinna saman því fyrr kemur friður og ró yfir mannheima.  Knús á þig Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 10:39

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Pælum í því Hjalti!!!!  ..  1/3 karl ??? .. hvernig skyldi hann líta út? og hvernig skyldi Guð líta út sem skapaði karl og konu - bæði í sinni mynd?? ..  Ég held að það sé rétt að hugsa abstrakt en ekki svona hlutlægt þegar kemur að Guði.

Líst vel á athugasemd Ásthildar Cesil.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.4.2009 kl. 16:14

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, já það er lítið vit í kristinni trú.

hvernig skyldi hann líta út?

Ég býst við því að Jesús á að líta út eins og hann leit úr fyrir 2000 árum. Síðan á hann að hafa risið upp líkamlega samkvæmt kristinni trú.

Ertu ekki sammála því að Jesús sé karlmaður?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.4.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband