Rangur maður í vitlausu húsi?

Hún gekk hægum skrefum eftir sandinum, norðangarrinn lét öllum illum látum og þeytti upp mittissíðu hári hennar, en hún fann ekki til  kulda, fann aðeins heitt hjartað slá hraðar eftir því sem fætur hennar báru hana nær vitavarðarhúsinu. Hann beið hennar þar í bláu duggarapeysunni, með tóbaksklútinn og dökkann úfinn kollinn - ómótstæðilegur, svo grófur en jafnframt svo ólýsanlega mildur.  Hún var sú eina sem þekkti djúpstæð leyndarmál hans...  

.. í næsta kafla

Hann greip ákveðið í hana og hélt þéttingsfast,  hann tók andköf yfir þessari englaveru og fann heit læri hennar í gegnum þunnt efnið í pilsinu, þá án nokkurar viðvörunar var gömlu vitahurðinni hrundið upp; Ástþór Magnússon var mættur á svæðið, hann horfði sínum flóttalegu augum á parið, hann lét sér ekki bregða -  hóf  upp raust sína og söng: ..

Ég er rangur maður
Á röngum tíma
Í vitlausu húsi
Ég er rangur maður
Á röngum tíma
Í vitlausu húsi
jejeje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hahaha

Sigrún Jónsdóttir, 15.4.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Smá "erótískt" grín í gangi hér

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheheheheh........... það verður bara að hafa gaman að allri þessari vitleysu.

Ía Jóhannsdóttir, 15.4.2009 kl. 19:23

4 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha..óboj

Ragnheiður , 15.4.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gerist ekki pólitískari en þetta þessa dagana!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2009 kl. 21:35

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhanna, þú ert skáld!

Kannski ekki að atvinnu en þú hefur hæfileika

Sigurður Þórðarson, 15.4.2009 kl. 22:38

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þúrt álfur, en fínn álfur...

Steingrímur Helgason, 15.4.2009 kl. 22:42

8 identicon

Sæl Jóhanna.

Aumingja Ástþór

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 01:11

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.4.2009 kl. 06:22

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan og glaðan dag! .. Takk fyrir innlit og takk fyrir kveðjur.

Siggi - ég er að vonast til að verða hin nýja Barbara Cartland, .. mínus allar pillurnar - hef heyrt hún hafi tekið 100 "vitamínpillur" á dag!

Já Þórarinn, aumingja Ástþór, ekki alveg að meika það!

Steingrímur, sérlega ánægð með álfshlutverkið, stefni að því að verða huldukona síðar - en aldrei tröll!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2009 kl. 08:04

11 Smámynd: Laufey B Waage

Góð .

Laufey B Waage, 16.4.2009 kl. 09:06

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe sannarlega óvæntur endir Jóhanna mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2009 kl. 09:17

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. Takk fyrir innlitið Laufey og Ásthildur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2009 kl. 09:27

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

og Jónína auðvitað!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2009 kl. 09:29

15 Smámynd: Hlédís

Takk fyrir hressilegan morgunhlátur! Mj-ö-g óvæntur endir ;)

Hlédís, 16.4.2009 kl. 09:51

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvenær kemur fyrsta bókin elskuleg? Ég mun kaupa hana.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2009 kl. 13:21

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hahaha, þú ert óborganleg dúllan þín.

Rut Sumarliðadóttir, 16.4.2009 kl. 13:25

18 identicon

Þú ert óborganleg, Barbara mín!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:27

19 Smámynd: www.zordis.com

100 vítamín ???? Úff þvílíkur eðal háls sem konan hefur haft. Ég fæ nú bara verk í vélindað!

www.zordis.com, 16.4.2009 kl. 19:15

20 identicon

Ok frábært æðislegt nýja íslandi er cool Þarna kom svar við hruni bankanna SPYRILL = HVAR ERU ALLIR PENINGARNIR SVAR = NÝTINGARÉTTUR ÞEIR VORU ÞARNA ÓNOTAÐIR SVO KOMU ALLATAF FLEIRI SEÐLAR ÞETTA VAR EKKI HÆGT AÐ LÁTA SKEMMAST INNÍ GEYMSLU SPYRILL = ÞÁ ER ALLT Í LAGI ÞIÐ VORU BARA AÐ NOTA PENINGA SEM VORU FARNIR AÐ SKEMMAST .... ÞAÐ FER GREINILEGA ENGIN VÍKINGUR Í FANGELSI MIÐAÐ VIÐ ÞETTA,, FYRIR HINA SEM SKILJA EKKI TXT FYRIR OFAN ÞÁ VIRKAR HREINSUN SVONA Í BANKAKERFINU... >>>>>>>>>>

  Abra ka dabra    Reyna aftur

   Abra la blabla     Reyni aftur

   Abra hahaha poom

Frábært það virkaði þú ert saklaus núna

Zippo (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:56

21 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

snilld.

Brynjar Jóhannsson, 16.4.2009 kl. 21:37

22 Smámynd: Bailey

Bailey, 16.4.2009 kl. 21:38

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband