Komandi líf, spinning, skapandi skrif og vascular dementia

  • Komandi líf = Nú er komið á hreint að dótturdóttir mín á að koma í heiminn þann 7. maí næstkomandi, er ekkert smá spennt! Smile Hún verður tekin með keisaraskurði, af ástæðum sem hér verða ekki greindar.
  • Spinning = Ég er búin að láta mig drabbast niður og hef borðað of mikið svo nú þykist ég ætla að taka mig á í spinning, sem er auðvitað besta fitubrennslan - auk þess að ég er aldrei í betra skapi heldur en eftir tíma. Fæ mér svo góðan og nærandi spínatdrykk á eftir og líður eins og milljón, hvernig sem það er nú.
  • Skapandi skrif = Fyrsta kvöldið af fjórum í námskeiðinu Skapandi skrif var í gær og ef mér líður eins og milljón eftir spinning, þá líður mér eins og trilljón eftir Skapandi skrif. Ótrúlega frumlegt og abstrakt námskeið og kennsla, gott að fara svona út úr hugsanakassanum! ..
  • Vascular dementia = æðavitglöp, en það er það sem hrjáir hana mömmu mína. Það er sorglegra en tárum taki að segja frá því, það nístir okkur inn í merg og bein að fylgjast með henni verða þessum sjúkdómi að bráð og særir okkur afkomendur hennar. Get ekki skrifað meira um það því ég bara blindast af tárum. Frown 

Líf mitt (og okkar allra) er s.s. eins og veðrið, skiptast á skin og skúrir. Litli kúturinn hann Máni á afmæli bráðum og hann fær alveg örugglega sér bloggfærslu fyrir afmælisdaginn sinn.

Eitt af því sem ég lærði í gær var að það að vera í essinu sínu væri í raun að vera maður 100% maður sjálfur. "To be in your essence" .. að vera í kjarna sínum! Þetta fannst mér sko sniðugt!

Stefni að því að vera í essinu mínu í dag og vona að þið verðið það líka!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 21.4.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er líka í essinu mínu, og errinu ef út í það er farið.

Rut Sumarliðadóttir, 21.4.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín gaman að heyra með dótturdóttir þína og þú leyfir okkur örugglega að fylgjast með þeim viðburði.

Svo skaltu bara vera í spinning það gefur einnig útrás fyrir svo margt annað.

Skapandi skrif það hlýtur að vera æðislegt.

Æðavitglöp, hef nú aldrei heyrt um þann sjúkdóm en þykist alveg vita að hann sé ekki góður og að horfa upp á sína verða svona veika er ömurlegt elskan mín, en
þú veist að guð leggur ekki meira á okkur en við þolum.

Svo er ég alveg að komast í essið mitt eftir tannpínunótt, var að koma frá tannsa, er með rótarbólgu og komin á pensilín.
Ljós og kærleik til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2009 kl. 13:44

4 identicon

Luv

Ekki taka tölvuna með heim í dag

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:50

5 Smámynd: Ragnheiður

Æj knús sætasta mín

Þú verður æði eftir nokkra svona spinnigal tíma, ég þori ekki, myndi brotna í mylsnu.

Ragnheiður , 21.4.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð veri með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 22:13

7 Smámynd: gaddur

Takk fyrir bloggvináttu.Til hamingju með barnabarn sem kemur í heiminn 7 mai.Sorglegt með mömmu þína það er svo sárt að horfa upp á fólkið sitt fjarlægjast smátt og smátt.Er ekki mjög hrifin af spinning hef prófað en gafst upp bara ekki nógu hörð af mér.Viss um að þetta er spennandi námskeið.Já því er ekki að  neita lífið er súrt og sætt.Er bara í góðu essi.Kveðja

gaddur, 22.4.2009 kl. 18:13

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 07:24

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðilegt sumar!

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 14:22

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt sumar ljúfa kona takk fyrir veturinn og góða og skemmtilega kynningu á blogginu.
Sól og gleði inn í sumarið þitt
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband