Hæ, hæ, ...

Velkomin þið nýju lesendur að bloggi. Hér leynist nú lítið djúsí, aðllega að röfla um aðhaldið mitt þessa dagana, - hefði eflaust verið meira spennandi að tala um viðhald en aðhald.. ;-)

Ekki eru allir "útíbæ" ánægðir með bloggið mitt og finnst ég níðingur hinn mesti, svo ég tók á það ráð að læsa bara á óánægðar sálir en hleypa ánægðum inn.

Því treysti ég, lesandi góður, að þú sért ánægð sál! :-) ..  (popoppið virkar ekki - svo ég get ekki notað broskallana)

Kær kveðja,

Jóhanna .. verðandi mjóa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna! Níðingur þú aldrei getur orðið, segi það satt að sál mín er glöð og kærleiksrík hér á þinni síðu.

Má til að segja þér; ,, Ég fór í gangráðaeftirlit í gær á Akureyri, þá sagði konan, sem hugsar um mig svo yndislega þar, nú er ég búin að fatta af hverju mér finnist ég kannast við þig, Nú sagði ég, já við eigum nefnilega sameiginlega vinkonu, hana Jóhönnu Magnúsar, já Völudóttir sagði ég."
Þetta var hún Hjördís sem þú komst til í óvissuferðinni sem þú planaðir fyrir þinn heittelskaða í vetur.
Svona er heimurinn lítill.

Kærleik til þín ljúfust og takk fyrir að leifa mér að vera glöð sál með þér.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég veit ekki hvernig "aðhaldið" þitt virkar...en eitt veit ég, að feita bollan ég þyngist um nákvæmlega sama kg. og gramma fjölda og þú léttist um við hverja vigtun.  Mig langar þess vegna til að þú kastir þessum "smjörstykkjum" til fjalla, því það er engin von til þess að þau "hitti" mig þar

Ég er samt ótrúlega ánægð sál

Sigrún Jónsdóttir, 12.6.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk kæra Milla. ;-) ..

Fyndið, ætli þú sért að tala um hana Bibbu (held hún heiti örugglega Sigurbjörg en ekki Hjördís, en gæti heitið báðum nöfnum??) .. 

Kærleika til þín sömuleiðis Milla með fallega hjartað (og örugglega flottan gangráð líka ;D) !  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2009 kl. 06:18

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úps Sigrún,

ég skal passa að hrista mig í átt til fjalla svo myndist smjörfjall þar og komi hvergi nálægt þér. hehe..

Það sést langar leiðir á þér hvað þú ert glöð sál!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2009 kl. 06:19

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Níðingur er orð sem passar sem betur fer við  við afskaplega fáa og alls ekki við þigGóða helgi verðandi mjóa

Jónína Dúadóttir, 13.6.2009 kl. 07:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég er að ruglast á nöfnum, hún heitir Sigurbjörg.
Ljós í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 08:57

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymdi að tala um gangráðinn, jú ég fékk flottasta sem til var fyrir 5 árum, hann átti að duga í 10 ár, en Jón Þór hjartalæknirinn minn talaði um að skipta eftir svona 2 ár.
hef víst notað hann ótæpilega
En ritinn sýnir og segir nákvæmlega hvenær á að skipta og hvernig allt gengur, sko það er eins og ég segi alltaf við verðum orðin af róbótum áður en við vitum af

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband