Færsluflokkur: Lífstíll

Er nú með hliðarblogg þar sem ég mun segja kraftaverkasögur af þeim sem prófa Lifewave plásturinn! hehe..

Hér í blogginu hef ég skrifað eins og stendur í heitinu ýmislegt súrt og sætt úr mínu lífi. Stundum heitar skoðanir og stundum bara krútt færslur. Ég var upphaflega að hugsa um að skrifa hér um nýjasta "sportið" mitt, plástrasöluna, en fannst það vera svolítið brot á mínum bloggvinum sem kannski hafa bara engan áhuga á svoleiðis dæmi.

Aftur á móti vil ég gjarnan að þeir sem hafa áhuga fylgist með og því bjó ég til nýtt blogg "on the side" eins og Kristján, heiti ég Ólafsson, myndi orða það! LoL

Jæja, ég er s.s. orðin tvískipt á blogginu og ég fagna að sjálfsögðu vinum á báðum stöðum. Nýja bloggið mitt er hér.

Besti plásturinn væri auðvitað kreppuplástur og bíð ég spennt eftir að hann verði fundinn upp!


Það má ekki ...

Það má ekki fara á fyllerí
þegar maður pólitík er í
ekki standa í sófa og fara þar að flippa
forboðið með samstarfsfólki' að strippa


Þetta fullorðna fólk er svo skrítið,
það er alltaf að skamma mann,
þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann
.

....

Þessi "mann" í fréttinni á nú varla sjö dagana sæla og dýrkeyptur var honum dansinn,  en vissulega geta allir gert mistök og eitt er víst; að enginn er fullkominn....


mbl.is Gert að segja af sér eftir dansatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarátak gegn einelti ?

 Fékk þessi skilaboð frá nýrri bloggvinkonu í morgun:

Þakka ykkur fyrir að láta mál okkar Lárusar koma ykkur við. Þakka styrkir mig mikið í þeirri trú að það sem ég er að gera er það rétta.
Bænir og falleg orð hlaða mig orku. Þetta keyrir mig áfram í dag.
Takk fyrir að vera vinir mínir.
Kossar og knús til ykkar.
Kveðja, Inga

------

Í framhaldi af þessum orðum Ingu langar mig að segja ykkur perónulega frá, þó aðeins broti af, einelti sem ég hef kynnst ...

Ungur grannleitur strákur kom á harðaspretti inn um dyrnar og stöðvaði ekki fyrr en inni á miðju stofugólfi. Mamma tók á móti honum forviða og spurði hvað gengi eiginlega á. "Hmm.. sko, það er voðalega asnalegt, en það er strákur í skólanum mínum sem lætur mig ekki í friði. Um daginn sagðist hann ætla að kveikja í stólnum mínum og hélt kveikjara undir honum og núna elti hann mig næstum alla leið heim."

Mamman hélt áfram og spurði hvað drengurinn hefði viljað?  Tárin spruttu fram á drengnum hennar, sem var hálförvinglaður á svipinn en sagði svo að þessi sami strákur fullyrti að hann hefði stolið úrinu sem mamma hans ætti og hann ætti að borga honum pening fyrir það. Hann skildi þetta ekki, því hann hefði ekki einu sinni séð þetta úr móður hans.

Mamman varð reið inni sér, eiginlega bálreið, því þetta var langt í frá fyrsta skipti sem sonur hennar hafði þurft að hlaupa undan þessum dreng og einhverjum guttum sem hann fékk í lið með sér. Þessi "bully" var stór og mikill, a.m.k. höfðinu hærri en sonurinn og virtist líða mjög illa.

Mamman ákvað að hringja í móður drengsins og segja henni alla sólarsöguna. Hún vandaði sig mjög hvernig hún lagði dæmið upp fyrir móðurinni, til að hún færi ekki í vörn. Mæður drengjanna áttu gott samtal móður drengsins brá yfir þessum fréttum af syni hennar og fannst leiðinlegt að sjálfsögðu.

Með þessu tók mamman ákveðna áhættu, en sá stærri hætti að rukka þann yngri um peninga og lét að mestu í friði eftir þetta.

Martraðir hans héldu þó lengi áfram og ótti hans við þennan strák varði lengi fram á unglingsár.

Auðvitað er ég  hér að tala um mig og son minn sem lenti í þessu, sonur minn sofnaði í ótta við þennan strák og vaknaði í ótta við hann og það hafa eflaust margir fleiri gert.

Einelti hefst yfirleitt vegna öfundar og/eða vanlíðunar gerandans, við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart okkar nánustu og okkur sjálfum. Ég efast ekki um að báðum drengjunum hafi liðið illa. Gerandanum og þolandanum.

Ég lagði sjálf stelpu í einelti þegar ég var barn, ég var níu ára, stödd á barnaheimili upp í sveit þar sem lifið var þá í áttina að hin sterkustu "lifðu af" þó ég sé ekki að tala um neitt Breiðavíkurdæmi hér. Ég þurfti að gæta yngri bróður míns, sem var þarna með mér og t.d. eitt skiptið sem hann var veikur inní herbergi og fékk að eiga smá sælgæti, sem yfirleitt var deilt meðal barnanna, sá ég á eftir nokkrum krökkum sem voru komin inn til hans til að hirða af honum nammið! .. Ég bretti upp ermarnar og "henti" krökkunum út til að bjarga honum frá "hrægömmunum."

Þessi sama stelpa og gætti litla bróður, átti líka að passa upp á frænku sína og svo var send stelpa til úr blokkinni hennar, sem hún var líka beðin um að hafa eftirlit með.  

Ég brást ungu stelpunni úr blokkinni illa. Við stelpurnar tókum okkur einu sinni til og slógum upp hring í kringum þessa stelpu og kölluðum hana "Liltlu ljót" .. ég hef skammast mín alla ævi fyrir að taka þátt í þessu og skildi aldrei hvernig ég gat þetta - því um leið og ég tók þátt í þessu fann ég gífurlega til með stelpunni.

En í dag veit ég að mér leið svo illa að hafa alla þessa ábyrgð, níu ára gömul, og reiði mín fékk útrás á þessari elsku litlu stelpu sem ég brást þarna svona hræðilega. Ég var alltaf góð við hana bæði fyrir og eftir þetta og þetta var svona gjörsamlega "out of character" dæmi en sýnir að geta flestir tekið upp á að vera vondir, líði þeim sjálfum illa.

Þetta er mikil langloka sem ég hef sett hér upp, en ég gæti vissulega bætt við fleiri sögum af eineltismálum, en sprautan að því að ég skrifaði þetta er ný bloggvinkona sem missti son sinn nýlega vegna afleiðinga eineltis. Mig langar að allt bloggsamfélagið taki þátt í því að hjálpa þessari konu við átakið sem hún er að vinna við og að við leggjum hönd á plóginn.

Kannski með því að vera góð við hvort annað og muna að líta í eigin barm.

Her er tengill á Ingibjörgu Helgu Baldursdóttur.

 


Bullað í bloggfríi....

Er að bíða eftir að verða sótt, nenni ekki að vinna lengur enda heilinn hættur að starfa. Eflaust vegna hálfsmánaðar hreyfingaleysis, en eina tilhneyging mín í átt til líkamsræktar í dag var að skoða heimasíðu Hreyfingar og vita hvort það væru ekki fleiri Barbabrellunámskeið fyrir mig. Finnst strengurinn í buxunum vera farinn að þrengja að aftur. Tounge ..

Þetta er sko alveg þúsund prósent rétt að sálin græðir á því að líkaminn hreyfi sig. Samstarf anda og líkama er pjúra snilld. Það er bara oft erfitt að segja líkamanum það, hann vill vera svo fj.... latur. Whistling .. Sálin í rokna stuði: ,,komdu, komdu, vertu svona súperdúperdugleg að hreyfa þig eins og skokkkonurnar í Elliðárdal sem þú öfundar BIG TIME .. en, stundum kemur bara allt fyrir ekki. Líkaminn haggast ekki, tja..nema kannski til að kíkja inn í eldhússkáp hvort að þar sé ekki eitthvað girnilegt.

Annars erum við að fara að ganga, ekki Einvörðuháls næstu helgi, heldur Fimmvörðuháls (sorrý lélegur húmor) hvorki meira né minna. Ég hlýt að verða sérlega vernduð á heilanum eftir næstu helgi, en veit ekki hvort að það sama muni gilda um fæturnar.

Einvörðuháls er ekki til, ekki frekar en Eyktarás.  Við þekkjum öll Eyktarás úr laginu, "Einu sinni á ágústkvöldi.... " og ég var upplýst um það sl. helgi að Eyktarás væri ekki til (nema í Seláshverfi) en það væri bara þarna í textanum því það rímaði við bolabás. LoL

Binni bróðir kom inn á MSN-ið mitt áðan og spurði hvort ég væri ,,yfirnáttúrulega" hress! ..og var augljóslega að vitna í bloggið mitt hér á undan. Köllum finnst yfirleitt allt tal um eitthvað yfirnáttúrulegt fyndið .. eða svona flestum körlum sem ég þekki.

Well.. nú er þetta að komast á það stig að það mun engin/n nenna að lesa þessa langloku. Nammmm.. talandi um langlokur slurp.. hvað ég er orðin svöng. Tounge ..

Sjáumst í Elliðárdalnum á skokkinu (eða þannig)...

                                          
                               

Er að hugsa um að senda líkamann einan að hlaupa ...LoL .. en nú er ,,kallið" komið eða réttara sagt kallinn svo best ég loggi mig út og pakki viðhaldinu (tölvunni) niður.

 


mbl.is Líkamsrækt verndar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskar fullgóðar í börnin ? ... fussumsveifærsla

Sl. sunnudag fórum við í Ikea að leita að hillum en keyptum íspinnabox, steikarpönnu í innflutningsgjöf og bangsagrímur fyrir barnabarnið og skásoninn. Shocking

Það er nú að vísu ekki það sem ég ætlaði að ræða, heldur það að einnig fórum við og fengum okkur sænskar kjötbollur og soðnar kartöflur. Þá tók ég eftir því að flest börnin á svæðinu voru að borða franskar kartöflur. Þeir sem ekki vita geta séð hér næringarinnihald í frönskum kartöflum en þar af er 44% fita!  Í soðnum kartöflum er 0 %fita, sjá hér. 

Þetta er bara örlítið dæmi af því sem boðið er upp á á barnamatseðlum, en yfirleitt eru franskar með öllu eða flestu þar. Pylsur og franskar, hamborgari og franskar o.s.frv.

Meira að segja á Kínaveitingastöðum hef ég orðið vör við barnamatseðil upp á djúpsteikta kjúlla og franskar.

Ef að börnin ættu að búa til sinn matseðil fyrir vikuna væri eflaust á honum, pizza, kjúklingur, franskar, hamborgari, pulsur að ógleymdu hinu sykursæta gosi... = allt sem við köllum ruslfæði sem er bein þýðing af Junk Food Ameríkananna og þið hafið eflaust flest séð eða a.m.k. heyrt um ,,hamborgararassana" frá Ameríku.

Svona matur er örugglega í lagi í hófi, en mig grunar að ,,hófið" sé ekki í gildi þarna. Það hafa verið gerðar rannsóknir á holdarfari íslenskra barna og niðurstöðurnar eru ekki góðar.  

Mörgum eða flestum börnum þykir ,,gamaldags" matur góður. Soðinn fiskur og kartöflur, kjöt í karrý, eða bara nýtísku matur sem er oft kjúklingabringur og sætar kartöflur (a la amma..Tounge) .

Ég skora á veitingastaði að taka franskar kartöflur út af barnamatseðlinum, setja þar meira grænmeti og bara venjulegar ,,íslenskar." ..

Ég vil taka það fram að auðvitað eiga börn eða unglingar ekki að þurfa að vera í megrun, við þekkjum nú þær öfgar og hættu sem það getur skapað, þess vegna er enn mikilvægara að við kennum þeim um næringu og lífsstíl og berum ekki í þau óhollustuna.

,,Lengi býr að fyrstu gerð."

 

 


mbl.is Heimsmeistarar í megrun barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á náttbuxum á daginn?

Ég á einar yndislegar rauðköflóttar náttbuxur, sem eru að vísu komnar til ára sinna, en eru alltaf uppáhalds. Mér dytti þó aldrei í hug að fara á þeim út úr húsi, þá í mesta lagi út á pall eða svalir. Kannski út með ruslið ef ég hugsa betur.

Margir af ungu kynslóðinni (og nú tala ég eins og 100 ára) virðist líta á náttbuxur á annan hátt. Vissulega höfum við stundum náttfataþemadaga í skólanum og þá mæta margir í náttbuxum, EN það eru nokkrir nemendur sem líta á náttbuxur sem dagklæðnað, sérstaklega t.d. í prófum. Stundum sé ég líka fólk á náttbuxunum í bíó.

Auðvitað er fólki frjálst að vera klætt eins og það langar, en ég hef bara furðað mig á þessari venju hvort hún sé vegna smekks eða hmmm... hvort að fólk hreinlega klæði sig ekki? Ætli það séu sömu náttbuxurnar sem það sofi í? Shocking ..

Knús og góðan dag!

p.s. bílaskoðanakönnunin er enn virk hér til vinstri.

 


Ástin er diskó, lífið er pönk .. Hollywood, Klúbburinn, Sigtún, Óðal, Borgin, Leikhúskjallarinn..

Á einni hillunni í eldhúsinu hjá okkur hafa legið boðsmiðar í Þjóðleikhúsið í nokkurn tíma. Ég ákvað því (fyrir mig og bóndann) að drífa í leikhúsferð í gærkvöldi, hringdi seinni part og fékk miða á fjórtánda bekk á Ástina sem er diskó o.s.frv... Ég sagði frá boðsmiðunum og konan í miðasölunni bað mig að koma snemma. Jæja, ég fór heim úr vinnunni og fann miðana, en þeir voru með skemmtilegri mynd úr Skilaboðaskjóðunni utan á.

Þegar ég kom niður í leikhús og afhenti boðsmiða tilkynnti miðasölukonan mér að þetta væru s.s. boðsmiðar á Skilaboðaskjóðuna en ekki svona almenna sýningu! .. LoL .. Eeeen konan var nú ekki lengi að redda því fyrir mig, tók þá uppí sýninguna og ég greiddi mismuninn. Konan bætti um betur og flutti okkur á fjórða bekk fyrir miðju! Ég roðnaði bara pínku yfir þessu skilaboðuskjóðudæmi, en ,,no harm done."

Hvað um það, við sáum ekki eftir því að fara á þennan hressa söngleik, þar sem tekin voru fyrir m.a. Karon samtökin, nostalgía úr Hollywood o.fl. Allt frá mínum ,,ungdómi."

Ég fór að rifja upp skemmtistaðina sem ég sótti og áttaði mig á því hvað ég var svakalega iðin við þetta. Klúbburinn á fimmtudögum, stundum föstudögum og Sigtún á laugardögum. Stundum Hollywood, Óðal og Borgin var náttúrulega inni líka. Samt vann ég oft á kvöldin, en fór þá bara eftir vinnu. Var að vísu smá "skítsó" í tískunni, bland af diskódrottningu og hippa! Þetta var sko allt FYRIR tvítugt, en eftir það bættist auðvitað Leikhúskjallarinn við, enda fékk ég smá aukanostalgíukast þegar ég skrapp á salernið í kjallaranum í gærkvöldi - fékk næstum flash-back! Úff.. W00t ..  Svo var þetta toppað með að hitta ,,stelpu" sem var Au Pair um leið og ég í Luxemborg fyrir AÐEINS 30 árum.. 

Mæli með Ástinni, Diskóinu og Pönkinu .. manni getur varla leiðst á sýningunni nema vera leiðinlegur sjálfur! Heart


Upphafning anda og niðurlæging holdsins ... er fegurðarsamkeppni ósómi ?

Í tilefni að nú fer enn einu sinni í hönd fegurðarsamkeppni Íslands verð ég aðeins að fá að tjá mig um hold og anda. Einnig er málið mér skylt eða amk núverandi fegurðardrottning Íslands mér náskyld, eins og bloggvinir mínir krúsilegir vita eflaust flestir.

Það er yfirleitt talið feminískt að vera á móti fegurðarsamkeppnum kvenna. Eflaust karla líka. 

Af hverju erum við á móti því að sýna hold?  

Í fyrndinni, kannski ekkert fyrir svo ýkja löngu voru konur tákn holdsins (hins illa) og karlar tákn andans (hins góða). Þeir voru s.s. andlegir og konur líkamlegar. Hefur eflaust komið mikið til vegna þess að konur voru ,,jarðvegur" fyrir börnin. Ólu börnin og gáfu þeim að drekka.

Enn í dag eimir af því að allt sem er andlegt er svo merkilegt og líkamlegt ómerkilegt. Hugurinn þykir meiri skelinni.

Þegar hárgreiðslukona strauk gamalli konu um höfuðið fór gamla konan að gráta og sagði ,,það hefur enginn verið svona góður við mig lengi"..  Hárgreiðslukonan strauk líkama konunnar en vellíðanin kom fram í sálinni. = Örlítið dæmi um það að sál og líkami verða ekki aðskilin. A.m.k. ekki þessa heims.

Annað dæmi af öfugum toga er þegar við erum kvíðin í sálinni, þá koma fram líkamleg einkenni eins og magaverkur eða vöðvabólga.

Það þykir sjálfsagt að keppa í söng, eða það þykir flestum. Engir fordómar gagnvart því. Hvernig getum við dæmt sönginn? Eru það ekki bara einhverjar staðalmyndir um tónlist sem við veljum eftir? Erum við jafnhrifin af indverskri tónlist og evrópskri tónlist ? Geta lög keppt? Er í lagi að velja lög af því þau eru hugverk en ekki líkamleg? Er rétt að velja á milli?

Hvernig dæmum við fallegt málverk? Fallegar styttur?  Fallegar byggingar eru hugverk, þar má keppa og engum finnst það rangt.

"Tja... kynni nú einhver að segja, það er svo niðurlægjandi fyrir konur að ganga um svið og spóka sig og sýna sig hálfnaktar og láta dæma sig."  Hvað er niðurlægjandi við nekt ? Nakin komum við í heiminn og nakin munum við hverfa úr honum.

Haldiði að þessum konum/stúlkum sem gera það líði illa á sviðinu og finnist þær ómerkilegar ?

Það held ég ekki. Þetta eru stoltar konur, ganga teinréttar, eins og við eigum ALLAR  og öll að gera. Hugsa vel um sig, huga að mataræði sínu og hreyfingu. Fá andlegan stuðning hjá Dale Carnegie þjálfara og leiðsögn hjá næringaráðgjafa til að borða ekki of lítið.  Já, til að borða ekki of lítið, því auðvitað er það áhyggjuefni í dag.

Er ekki öllu sem er bætt við óþarfi; brúnkuspreyi, neglum o.s.frv. ?  Það fannst mér, en þegar ég hugsaði það nánar má líta á það sem eina tegund listformsins. Konurnar eru bara gangandi málverk, gangandi listaverk,  gjörningur eins og hjá listakonunni sem skúraði. Þetta er ekki bara spurning um að ganga um og brosa, það er svo margt, margt meira í þessu.

Fegurðarsamkeppnin - Óbeisluð fegurð - átti meira sammerkt með hefðbundnum fegurðarsamkeppnum en marga grunar. Ég gat aldrei horft á það sem ádeilu. Beisluð eða óbeisluð fegurð. Glæsileg kona vann, stór persónuleiki.  Andinn og líkaminn verða ekki aðskilin.

Áður en dóttir mín tók þátt í Ungfrú Ísland var ég svona á báðum áttum um fegurðarsamkeppnir. Fannst, vegna míns feminíska hjarta, ég ætti að vera á móti þessu en gat aldrei sannfært sjálfa mig nógu vel. Auðvitað varð ég að kryfja þetta hjarta til að kanna hug minn til fulls til að sjá hvar ég stæði.

Niðurstaðan: Ég er EKKI á móti fegurðarsamkeppnum, en veit að margir eru það. Á meðan engin nauðung eða ofbeldi er í gangi - sem það alls ekki er - þá sé ég ekkert að þessari keppni frekar en mörgum öðrum keppnum. Það hafa margir gaman af og það voru margar stoltir ættingjar að horfa á sínar dætur, frænkur, barnabörn á Broadway í fyrra og auðvitað var ég stoltust mamman þegar upp var staðið. Hættum að horfa á holdið sem hið illa og andann sem hið góða. Holdið er yndislegt ...og andinn líka.

.... Þá er það sagt - love you guys & girls Heart....   Now shoot me !

 

 


Heilsusamlegt líf - Dagur 3 .. Grafarþögn í húsinu ...og Þorrablót mínus hákarl og brennivín á morgun

Þriðji sykurlausi dagurinn er að renna upp. Annað kvöld er svo þurrt Þorrablót. Enginn sem er að lifa heilsusamlegu lífi fer að hella í sig brennivíni og öðrum vökva í þeim dúr. Fer í ræktina í dag .. dugleg!

Fór seint að sofa því ég festist í Grafarþögn. Það var grafarþögn í húsinu á meðan ég kláraði, að vísu heyrðist einstaka píp í Bósa Ljósári þegar fimmáringurinn bylti sér í rúminu sínu.

Mikið svakalega var Grafarþögn spennandi bók og áhrifarík líka. Eftir standa orð eins og ... ofbeldi, leyndarmál, mannvonska, SÁLARMORÐ,.. ekki mjög uppbyggilegt - en vekur til umhugsunar um Gríma þessa heims.  Mikið ofboðslega er karakterinn Grímur mikið skrímsli. Bandit ..

 


Stór dagur framundan..

Í dag eru sjúkra- og upptökupróf í Hraðbraut. Nú eru nemendur búnir að sitja sveittir þessa viku og læra og ætla sér að ná því upp sem þeir hafa gloprað niður. Stundum gengur það og stundum alls ekki. Ég þarf að halda utan um þetta og passa upp á að allt gangi snuðrulaust fyrir sig.

Seinni partinn fer mín ásamt mínum yndislega saumaklúbb í Baðstofuna í Laugum og látum líða úr okkur. Fékk sms frá Stebbý í gær sem spurði hvort að við þyrftum að vera í sundfötum. Ég skrifaði til baka að hún væri perri ef hún væri ekki í bikini eða sundbol Crying... en hún hélt auðvitað að þetta væri einkaklefi kvenna! Hjúkkit að hún pældi þó í þessu.

Nú er ég búin að fara 3svar sinnum á bretti og í tæki svo hvert skipti er komið niðrí 5695.- krónur hehe.. Spennandi að vita hversu oft ég mun fara á þessum þremur mánuðum. Stærsta áskorunin er að halda þetta út jólin!!! .. Við Eva ætlum að mæta amk 3 sinnum í viku.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband