Ljóminn brenndur burtu ...

Bréfritari er að hefja aðra vikuna á einhvers konar bikinístandskroppastandsetningarsjálfspyntingarnámskeiði hjá Hreyfingu.

Í gærkvöldi var þriðji tíminn í hinu alræmda ,,spinning." Sumum finnst þetta gaman, en það vantar augljóslega í mig spinning-greindina, ef þetta er skoðað út frá fjölgreindarkenningu Gardners. Cool

Ég mætti með gelpúðann minn og setti hann á hnakkinn, stillti hjólið eins og pro og held að engin viðstödd hafi séð hnútinn sem ég var með í maganum, eða kannski bara haldið að það væri hluti af púlsmælinum sem ég var búin að spenna utan um mig miðja. Var síðan eins og Grani í Spaugstofunni alltaf að tékka á púlsinum á ,,úrendanum"  svo ég gæti nú náð hámarksfitubruna.

Ég náði alveg örugglega hámarksrassbruna - þrátt fyrir gelið. Af einhverjum ástæðum minntist ég orða Danans sem var samferða í reiðtúrnum yfir Kjöl (í brúðkaupsferð með sinni) ,,Det er lige som at være voldtaget av en isbjörn" sagði hann á þriðja degi Kjalarferðarinnar um leið og hann vatt sér inn í trússbílinn og þáði far með honum.  Sama hversu mörgum dömubindum var búið að vattera manninn með - ekkert dugði!! ..alveg satt!

Tíminn endaði þó ekkert þó ég færi að hugsa og ég hélt mig á réttum púls og fór himinhátt í restina og lofaði alla helga vætti þegar tíminn var búinn. Kannski mest Ágústu Johnson sem sagði að brennslan héldi áfram í nokkra tíma eftir tímann..  ekki brennt til einskis .. eða er þetta kannski allt til einskis ?  Pjúra hégómi ? .. Nei, segi eins og Siggi Sigurjóns (svo ég taki fleiri karaktera með honum) ,,I love it" .. when it is finished

Eftir tímann var okkur smalað á vigt, að vísu einni í einu og niðurskurður eftir vikuna eru 2,3 kíló, en það eru fjögur Ljóma smjörlíkisstykki plús 300 grömm af því fimmta!  

Hefur þú farið á ,,átaksnámskeið" ?


Bloggfærslur 16. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband