Björk, Hjalti Karlsson, Selma, Sigurjón Árnason og Þórunn Lárusdóttir......

Hvað á allt þetta fólk sem ég tel upp í fyrirsögn sameiginlegt ?

Júbbs, það er allt búið að "meika það" og ég man eftir þeim öllum eða komst í tæri við þau þegar þau voru börn eða unglingar.

Fyrsta konan sem ég tel upp deilir með mér afmælisdeginum 21.nóvember en er nokkuð yngri bjó í Breiðholtinu og man ég eftir henni út í sjoppu í Iðufelli, með bláan augnskugga - tja - kannski 12 ára gamalli. Alltaf áberandi skotta.

Í annað skipti man ég eftir henni þar sem ég og minn fyrrv. eiginmaður vorum í tilhugalífinu og sátum kósý í "Djúpinu" sem þá var staður starfræktur undir veitingastaðnum Horninu. Þar mætti hún með ljóðabækur sínar til sölu. Okkur fannst hún svolítið skrítin þegar hún bauð okkur heftið og sagði að við mættum ráða hvað við borguðum. Hlógum svolítið að þessu en sögðum "nei takk"..  Ég sé svolítið eftir að hafa ekki keypt af henni þetta hefti.

Hún eignaðist soninn Sindra 1986 og ég mína tvíbura sama ár. Sumarið 1987  tíðkaðist að mömmur leggðu leið í garðinn bak við Hressó. Þar var svo þægilegt að sitja, drekka kaffi og láta börnin leika. Ég fylgdis með syni hennar moka upp í sig steinum og beið bara eftir að hann færi að koksa á þeim, ...eða hmmm.. beið ekki lengi heldur fór til mömmunar og benti henni kurteislega á að drengurinn gæti hreinlega kafnað af þessu. Hún brosti sínu blíðasta undrunarbrosi en sagði svo "Já, ég veit af þessu - hann gerir þetta alltaf".. og hélt svo bara áfram að rabba við vinkonur sínar. Hmmm... drengnum virðist a.m.k. ekki hafa orðið meint af og gott að Herdís Storgaard komst ekki í tæri við þessa ungu mömmu.

-----------

Íslenskur grafískur hönnuður, er annar aðilinn í KarlssonWalker auglýsingafyrirtækinu í New York. Grein er um hann í Fréttablaðinu í dag. Þegar hann var unglingur var hann kurteis og frekar hlédrægur strákur. Pabbi hans var útibússtjóri hjá Landsbankanum þar sem fjölskyldufyrirtækið sem ég deildi þá helmingshluta í átti viðskipti. Drengurinn var tekinn í sumarvinnu en fyrirtækið starfaði og starfar enn sem lóðaverktakafyrirtæki þó ég eigi ekki í því lengur. Strákarnir (aðeins grófari týpur en nýji starfsmaðurinn) sem voru fyrir á svæðinu, gerðu góðlátlegt grín að honum og kölluðu hann bankastjórasoninn  en hann var alltaf áberandi ljúfur og enn sýnist mér á viðtalinu í Fréttablaðinu hann vera svona ljúfur. Hann er örugglega orðinn "multimilli" ..Það er hann Hjalti Karlsson sem er í stóru viðtali í Fréttablaðinu í dag..

----

Tveimur sætum stelpum  man ég eftir þegar þær voru litlar snúllur að syngja í óperunni Carmen. Þá starfaði ég í kjallara Íslensku óperunnar og passaði upp á börnin í pásum og þau sátu og sögðu frá öllu mögulegu og ómögulega. Allt áberandi elskulegir og skemmtilegir krakkar. En þær sem eru minnistæðastar eru þær Selma Björnsdóttir og Þórunn Lárusdóttir!

---

Þegar ég var unglingur starfaði ég hjá Verkamannabústöðum Reykjavíkur. Þar unnu um 20 strákar og 4 stelpur (ég var ein af þessum 4) Þar komust aðeins þeir unglingar að sem þekktu einhvern, svo einfalt var það. Ætla ekki að fara nánar út í mína "klíku"..  Einn daginn kom í vinnu lítill laglegur strákur með stór brún augu. Hann varð strax uppáhald okkar stelpnanna, aðeins yngri og við fengum allar svona "móðurtilfinningu" fyrir honum. Fannst hann eins og lítill hvolpur meðal stórra hunda, enda langyngstur. Þessi litli hvolpur hefur heldur betur vaxið  (á alla kanta) - en hann er nú orðinn bankastjóri bankans sem sem pabbi Kalrsson var útibússtjóri hjá og ég veit ekki hvað. Það er Sigurjón Þ. Árnason semhehe..

Það er lítill heimur á Íslandi ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband