BITTER MOON ...... í kvöld

Ég er meðlimur í kvikmyndaklúbb sem skoðar m.a. trúar- og siðferðisstef í kvikmyndum. Nú er komið að mér að sýna mynd í kvöld og valdi ég myndina Bitter Moon til sýningar.

 

Leikstjóri hennar er Roman Polanski hvorki meira né minna, myndin er frá 1992. Aðalleikarar eru Peter Coyote, Emmanuelle Seigner, Hugh Grant og Kristin Scott Thomas.

Þetta er áleitin mynd, svört kómedía, pervertísk svolítið líka svo ekki sé meira sagt. Þetta er m.a. saga ungrar konu sem tapar sakleysi fyrir veraldarvönum en misheppnuðum rithöfundi sem heitir Oscar. Samband þeirra verður sadómasókískt, hefst á toppnum og endar á botninum ef segja má svo. Saga um  breyskt mannlegt eðli, ást, grimmd og girnd. Saga þessa pars fléttast svo saman við sögu annars pars sem Oscar nýtur þess að leika sér að og nær í raun að spilla þeim líka. Áhorfandinn hneykslast með Nigel, persónu Hugh Grants, þegar Oscar segir honum sögu sína... Well þetta er svona upplifun mín sko sem áhorfanda! Cool

Bæti við þetta eftir sýninguna í kvöld, væri gaman að vita hvort einhver væri búin að sjá myndina og hvað þeim fannst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef ekki séð þessa mynd en heyrt af henni, gaman verður að heyra hjá þér hvernig hún var

Huld S. Ringsted, 15.1.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég gúgglaði þetta og man rétt, þ.e. ég hef séð þessa mynd. En mikið var ég hissa þegar ég sá að hún er ekki eldri en þetta, eða síðan 1994. Mér fannst ég svo ung og saklaus þegar ég sá hana. Ég var nú ekki svoooo saklaus '94.

Já þetta er svona mynd sem vekur með manni óþægindahroll en getur samt ekki slitið sig frá henni

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ok ég sé að þú segir að hún sé síðan 1992. Þaaaaað hlauuuuut að vera. Þá var ég svakalega saklaus

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 00:42

4 identicon

ég sá þessa mynd fyrir nokkrum árum og fannst eitthvað töff við hana, sjarmerandi og kúl, en samt pínu vond.  Síðan þá hef ég þroskast nokkuð, ætla að sjá hana aftur, get ímyndað mér að ég sjái hana með nokkuð öðrum augum núna.

Jöklasól (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:58

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég sá þessi mynd fyrir einhverjum árum síðan, mig minnir að hún hafi verið pínu sjokkernandi líka?? En það væri gaman að fá umfjöllun frá þér a la Deus Ex !

Sunna Dóra Möller, 16.1.2008 kl. 10:03

6 identicon

Sá þessa mynd fyrir mörgum árum og fannst hún mjög góð. Einmitt mjög átakanleg saga, og samskipti fólks ekki eins og við erum vön að sjá í kvikmyndum. Það verður gaman að lesa hvað þér fannst um hana.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband