Helvítis strákdjöflar....

Tók upp blöðin í morgun og í einu þeirra, veit ekkert hvort það var Blaðið eða Fréttablaðið,  var frétt um stelpu, tæplega tvítuga sem var nauðgað, dregin inn í húsasund í miðbænum, annar maðurinn hélt henni og hinn nauðgaði henni. Ógeð-, ógeð-, ógeðslega verð ég reið!!!! Þetta var í miðbænum og enginn varð var við neitt fyrr en hún fannst ringluð og í sjokki á gangi og vegfarendur komu henni til hjálpar. Þetta og annað í þessum dúr sem við fáum fréttir af er bara toppurinn af ísjakanum. Ég hef talað við og heyrt af mörgum stelpum sem aldrei láta vita, tilkynna ekkert því þær treysta sér ekki til þess.

Ojbara, ojbara.. hvað eigum við að gera ?

Stelpur/konur þurfa augljóslega nr. eitt ALDREI að ganga einar heim eftir böll. Það þarf að lögleiða Maze sprey sem þær geta sprautað á árásarmenn. Einnig væri hægt að vera með einhvers konar tæki sem gæfi hávaða frá sér.

Afbrotamenn þarf að taka og setja niðrá torg í gapastokk og við köstum í þá tómötum og eggjum !! helvískir .. mér leiðist og vil ekki að blóta, en verð að gera það í svona tilfellum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Set inn athugasemd hjá sjálfri mér, var að lesa Blaðið og þetta var á forsíðu, og svo fletti ég á síðu tvö og þar er síðan sagt frá nafngreindum manni: Jóni Péturssyni fyrrv. fasteignasala sem stundaði hrikalegan hrottaskap og nauðganir!!!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.10.2006 kl. 07:59

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég veit ekki hvort maður megi segja þetta, en ég hata þessi ógeð sem nauðga og er sammála þér um að maður ætti að hafa gabbastokk á torginu, það sem hræðir mig er að þessi afbrota maður getur verið einhver sem þú/ég þekkjum.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.10.2006 kl. 09:24

3 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Þetta er hrikalegt. Ég er svo sannalega sammála, það mætti sko vera stokkur á torginu fyrir svona menn. Mér hefur alltaf hrillt við svona lesningar en samt hefur þetta verið svo fjarlægt. En í haust var ég að skoða myndaalbúm hjá systur minni í S-Dakota og sá mynd af 4 ára stúlku alveg yndislegri og spurði út í myndina. Myndin var af barnabarni lögreglustjórans á svæðinu og var tekin fyrir 2 árum og degi áður en henni var nauðgað af manni þarna á svæðinu. Hugsið ykkur, hún var 4 ára og viðbjóðurinn hafði notað brotna flösku til að fullkomna verkið. Ég sá þetta barn, og guð minn góður hvað það var hrikalegt. Barn sem ætti að vera hlaupandi og hlæjandi með jafnöldrum sínum, sat í bíl í fangi móður sinnar og amman keyrði því að hún er ekki enn farin að getað umgengist föður sinn né afa eða neina af fjölskyldunni. Viðbjóðurinn náðist og fær að dúsa inni ansi lengi, en það sem mig hrillti mest við er ég frétti þetta var að móðir hans og systir vissu þetta en LUGU UPP FJARVISTARSÖNNUN fyrir hann.

Sigrún Sæmundsdóttir, 12.10.2006 kl. 10:10

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég mundi ekki einu sinni fela son minn ef hann væri búinn að gera eitthvað þvíumlíkt... En ég mundi ábyggilega finnast ég vera mislukkaður foreldri og deyja úr sorg.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.10.2006 kl. 17:26

5 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Það mundi ég líka gera Gunnar og ég sæti með glöðu geði inni fyrir voðaverk ef einhver gerði dætrum mínum svona.

Mér heyrðist á þeim þarna úti að hann hefði ekki komist lífs af ef fólkið þarna hefði náð honum en hann á víst ekki góða daga þar sem hann er því að það er tekið ílla á barnaníðingum og nauðgurum þarna af öðrum föngum. Þessi litla stúlka var heimagangur hjá systur minni og mági og kallaði þau afa og ömmu þess vegna komst ég svona í návígi.

Sigrún Sæmundsdóttir, 12.10.2006 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband