Ég, minn og fræga fólkið ...

Það skalf jörð þegar ég hélt af landi brott. Hafði nú áhyggjur af því að skilja börnin mín eftir á þessari jarðskjálftaeyju, en hringdi í þau þegar ég lenti á Heathrow og svo virtist sem skjálfar væru að róast.

Var með þrjú ,,missjón" í London, fyrst að sjá Bruce Springsteen og svo tvær attraksjónir og var það annars vegar vaxmyndasafn Maddömu Tússó eða Tussaud skal það skrifast og ,,The London Eye" en hvorugt hafði ég upplifað áður. Auk þess fórum við á nokkur square og sirkusa.. Piccadilly og Oxford Circus, Trafalgar, Leicester og fleiri square. Ljúft veður og gaman að ganga og sitja í opinni efri hæð á strætó.

London_maí_júní_2008 028 Á efri hæð í strætó á leið til Maddömu Tússó ..

London_maí_júní_2008 034

Sumir una sér vel í návist fröken Aniston!

London_maí_júní_2008 036 Angelina virðist vera orðin léttari þarna ... og komin í bimbókjólinn .. og þarna er fyrrverandi hr. Aniston!

London_maí_júní_2008 053 Við Timberlake vorum ekkert að brosa alltof breytt! ..

London_maí_júní_2008 056 Tryggvi hitti þarna draug Winston Churchill ..

London_maí_júní_2008 041 Á meðan konan daðraði við Michael Caine..

London_maí_júní_2008 039 Tryggvi heilsaði þá upp á Spiderman og var okkur hugsað til ungu gúbbanna heima á Fróni sem hefðu þegið að taka í höndina á kappanum!

London Bruce (6) .. Þarna erum við alltíeinu komin á  Arsenal leikvanginn að horfa á Brúsa.. hann hefði nú mátt taka einhverja slagara sem við þekktum, var frekar í nýrri lögum sem við kunnum ekki. Þetta var samt svaka upplifun að koma á tónleika með svona mörgum, 60 - 70 þúsund manns! .. Hefði samt fílað Phil Collins betur.. Kissing

Well.. flott ferð og afslöppuð, búðarráp í algjöru lágmarki, keypti aðeins hvíta tösku og hvítan klút.. sem mig vantaði ,,sárlega" ..

Jæja - nú er ég hætt að fara til útlanda í bili - ætla að vera heima á þessu skjálfandi skeri og halda utan um afkomendur .. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Alveg frábærar myndir...! Kær kveðja frá brúnu konunni !

Sunna Dóra Möller, 2.6.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hver er Brúsi?

En segðu mér eitt Jóhanna, er þetta fyrsta myndin sem ég sé af þér ekki-brosandi?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.6.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Greinilega gaman !Og vertu svo bara heima á næstunni, þá róast þetta vonandi allt saman

Jónína Dúadóttir, 3.6.2008 kl. 07:39

4 Smámynd: Laufey B Waage

Þið takið ykkur vel út í félagsskap fræga fólksins. Ég verð að kíkja í safnið næst þegar ég kem til London.

Laufey B Waage, 3.6.2008 kl. 08:46

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sigga, ég er nú bara komin heim, sko til að bjarga landinu, eða þannig!

Takk Sunna brúna.

Brúsi er Bruce Springsteen rokkari m/meiru Róslín. Varðandi myndirnar þá er ég nú yfirleitt brosandi .. svipurinn sveiflast svo í daglegu lífi mínu milli brossins og áhyggjusvipsins..

Já - Jónína, eflaust fer skjálftavirknin eftir því hvort ég er á landinu eða ekki, svo ég verð kyrr!

Takk Laufey, ..vara þig við að það var rúmlega klukkutima röð inn á safnið, en það var alveg þess virði, að vísu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.6.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband