Íþróttablogg nr. II ... Áfram Ítalía ...

Í fyrradag sagði ég frá því að ég hefði tekið þátt í rauðvínsflöskupotti. Þ.e.a.s. ég lagði undir tvær flöskur, eina fyrir það að Þýskaland ynni EM og eina fyrir Sviss...

EN þá varð ég um leið fórnarlamb þess sem kallað er "practical joke" þar sem Sviss var víst úr leik áður en ég veðjaði á það! LoL

Svona er hægt að fara illa með konur sem ekki fylgjast með fótbolta.Blush

Mér var síðan tilkynnt þetta hávirðuglega í gær við eldhúsborðið á kaffistofunni. Þetta er nú svo mikið yndislegt fólk sem ég vinn með og ég er víst búin að grínast ekki minna í þeim, þannig að mér fannst þetta bara fyndið, örlítið neyðó, en bara pinku, pinku. Myndi skammast mín svo miklu meira fyrir að vita ekki eitthvað annað en um fótbolta!!!..

Ég fékk að skipta Sviss út fyrir Ítali og held ég að það sé ekki slæmur kostur. So: Áfram Ítalir!!!...

p.s. " .. ég á ég eftir að launa forsprakkanum lambið gráa ..Tounge


mbl.is Holland vann Frakkland, 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum er ekki sama um Þýskaland? (Nú særði ég allar akkúratsálirnar)

En, æ, ég held og er hræddur um að þú sért í vondum málum hvað varðar Ítalíu 

En samt veit maður aldrei - það er það sniðuga við þetta allt!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert krútt. Svona á þetta að vera. Það er ekki öllum gefið að geta verið hamingjusamlega ómeðvitaðir um hluti sem skipta engu máli.  Hvað eigum við konur að gera með fótboltaupplýsingar?  Ha?? Trivial information if you ask me.

Knús á þig dúllan þín.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahahaha!

Þú ert betri en ég í þessu, ég veit ekki hvaða lönd eru að keppa........

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.6.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. ég segi nú bara eins og Róslín hin unga að árum en aldna í anda - ég veit bara alls ekki hvaða lið eru að keppa sko! En það er ekkert að marka mig svo sem - hef nákvæmlega núll áhuga á boltaíþróttum, þannig að það er svo sem ekkert skrítið þó ég viti þetta ekki.

Knús á þig ljúfan og eigðu ljúfa - en rauðvínslausa helgi .. eða þannig sko!

Tiger, 14.6.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég gleymdi að láta það fylgja, þar sem Tigercopper segir, ung að árum en gömul í anda. Þá hef ég nú æft fótbolta í heil 9 ár, og er enn æfandi, en aldrei haft áhuga á fótbolta í sjónvarpinu, bara "LIVE"...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.6.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 15.6.2008 kl. 06:28

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 11:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha þetta hefði nú líka getað verið ég, hef ekki hundsvit á fótbolta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband