Franskar fullgóðar í börnin ? ... fussumsveifærsla

Sl. sunnudag fórum við í Ikea að leita að hillum en keyptum íspinnabox, steikarpönnu í innflutningsgjöf og bangsagrímur fyrir barnabarnið og skásoninn. Shocking

Það er nú að vísu ekki það sem ég ætlaði að ræða, heldur það að einnig fórum við og fengum okkur sænskar kjötbollur og soðnar kartöflur. Þá tók ég eftir því að flest börnin á svæðinu voru að borða franskar kartöflur. Þeir sem ekki vita geta séð hér næringarinnihald í frönskum kartöflum en þar af er 44% fita!  Í soðnum kartöflum er 0 %fita, sjá hér. 

Þetta er bara örlítið dæmi af því sem boðið er upp á á barnamatseðlum, en yfirleitt eru franskar með öllu eða flestu þar. Pylsur og franskar, hamborgari og franskar o.s.frv.

Meira að segja á Kínaveitingastöðum hef ég orðið vör við barnamatseðil upp á djúpsteikta kjúlla og franskar.

Ef að börnin ættu að búa til sinn matseðil fyrir vikuna væri eflaust á honum, pizza, kjúklingur, franskar, hamborgari, pulsur að ógleymdu hinu sykursæta gosi... = allt sem við köllum ruslfæði sem er bein þýðing af Junk Food Ameríkananna og þið hafið eflaust flest séð eða a.m.k. heyrt um ,,hamborgararassana" frá Ameríku.

Svona matur er örugglega í lagi í hófi, en mig grunar að ,,hófið" sé ekki í gildi þarna. Það hafa verið gerðar rannsóknir á holdarfari íslenskra barna og niðurstöðurnar eru ekki góðar.  

Mörgum eða flestum börnum þykir ,,gamaldags" matur góður. Soðinn fiskur og kartöflur, kjöt í karrý, eða bara nýtísku matur sem er oft kjúklingabringur og sætar kartöflur (a la amma..Tounge) .

Ég skora á veitingastaði að taka franskar kartöflur út af barnamatseðlinum, setja þar meira grænmeti og bara venjulegar ,,íslenskar." ..

Ég vil taka það fram að auðvitað eiga börn eða unglingar ekki að þurfa að vera í megrun, við þekkjum nú þær öfgar og hættu sem það getur skapað, þess vegna er enn mikilvægara að við kennum þeim um næringu og lífsstíl og berum ekki í þau óhollustuna.

,,Lengi býr að fyrstu gerð."

 

 


mbl.is Heimsmeistarar í megrun barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hef stundum pælt í þessu franska kartöflu dæmi þegar ég sé börn sitja og tína þær upp í sig, jafnvel ómálga börn.  Held að ástæðan fyrir því að blessuð börnin eru látin fá þetta á disk en ekki sómasamlegan mat er oft að foreldrarnir vilja fá frið á meðan þau borða á veitingastöðum.  Á meðan barnið dúllar við frönskurnar þá þegir það á meðan. Þú þarft ekki að mata það og segja opna munninn, nammm.....  eða hvað veit ég. 

Ía Jóhannsdóttir, 17.7.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er allt í lagi að gefa franskar til hátíðabrigða því merkilegt nokk finnst börnum þetta svakalega gott (bítsmí).

En það er rétt, það er mikil fljótaskrift á matseðlum barna í nútímanum. Það sem verra er þá taka skólarnir þátt með því að gefa æsku landsins ruslfæði í skólamötuneytunum sumsstaðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Kári Harðarson

Franskar eru svo feitar að þú getur stungið kveik í endann á þeim og notað þær fyrir kerti.

Í hádeginu fer ég kannski á Stjörnutorgið í Kringlunni til að borða.  Hvað ætli margir matsölustaðir þar bjóði upp á soðnar kartöflur?  Eða rúgbrauð og síld?

Kári Harðarson, 17.7.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Birna M

Franskar er eitthvað sem þú býður ekki krökkunum uppá nema stöku sinnum. Svona einu sinni í mánuði eða eitthvað. Mikið vinsælla á mínum heimili soðnar kartöflur, ég tala nú ekki um akkurat núna þegar þessar elskur eru óðum að koma uppúr jörð og maður getur borðar þær klukkutíma síðar með hýðinu, soltið saltaðar með smjöri. Mmmmmmmmmm.

Birna M, 17.7.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ía - eflaust er það þetta ,,crispy" sem kitlar bragðlaukana bæði hjá fullorðnum og börnum! ..

Jenný - já, þetta ætti aðeins að vera í svona sérstökum tilvikum. Flest best í hófi.

Kári - kannski tekur einhver upp síldarbar á Stjörnutorginu.

Birna - mmm glænýjar soðnar eru góðar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.7.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þegar við fórum suður um daginn var ég bara með smurðar samlokur í kæliboxi að heiman, það er best, ætluðum að fá okkur kaffi á Búr, en nei ég gat ekki fengið mér neitt fyrir lyktinni af olíunni.
Á heimleið vorum við ekki með nesti, fengum okkur kjúklinga í Borgarnesi og franskar, og varð mér bara illt, því þótt ég sé ekki mjög grönn, sko frekar feit,
Þá er það ekki af frönskum kartöflum á veitingastað.
Það er líka með ólíkindum hvað allar vega sjoppur bjóða upp á lélegan mat.
Verð samt að hæla Varmahlíð, gott kaffi og ég fékk mér hafrakex sem þær baka sjálfar á staðnum það var afar gott.
Ég er nú búin að ferðast á milli staða í 40 ár og þetta er alltaf að versna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 14:45

7 identicon

Vá hvað ég er sammála... Ég á t.d í stökustu vandræðum með svigersoninn, hann vill bara rúgbrauð...litli ömmu strákurinn þinn fisk,  svo þegar við mætum á stjörnutorgið...biður Máni um fisk og Henrik um rúgbrauð.... ég stend bara í miðjunni, horfi í kringum mig... nottlega til í allt sukkið... en.. ekkert fyrir "danina" mína! Það er laust pláss á stjörnutorginu, hver ætlar í það að gera heimilismat?

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 15:36

8 identicon

Tjah á BSÍ getur þú allavegana fengið svið uppá gamla mátann og er víst bara mjög bragðgott  gæti verið til rúgbrauð þar líka og ekta íslenskur fiskur

Tjásan (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 15:46

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þér Milla, vegasjoppurnar bjóða ekki sérlega hollan mat! Man eftir því sem krakki að það var alltaf smurt nesti, og Danir eru nú sérlega duglegir í því að ferðast með "madpak" og er þá yfirleitt í því rúgbrauð og eitthvað hollt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.7.2008 kl. 20:43

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heyrðu - viðskiptahugmynd Eva.. danskur ,,skyndibitastaður" með heimilislegu ívafi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.7.2008 kl. 20:46

11 Smámynd: Birna M

Sammála það er ekki sérstaklega gaman að borða matinn úr vegasjoppunum, kannski er bara best að gera eins og mamma forðum þegar hún smurði kassa af samlokum og góðu nesti þegar við fórum í bíltúr

Birna M, 17.7.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband