Frostpinnar, parkódín og voltaren .. og afmæli mömmu!

Var mætt 7:50 á fjórðu hæð Borgarspítalans í morgun. Átti að vera mætt 10 mín fyrr og dauðskammaðist mín fyrir að vera svona sein. Áttaði mig engan veginn á að umferðin væri orðin svona þétt svona snemma að morgni-aukinheldur að ég á heima á útjaðri byggðar!

Elskuleg hjúkka tók á móti mér, og rétti mér hvít föt sem merktu mig sem "Eign ríkisspítalanna" eða hvað þar nú stendur. Ég háttaði ofan í rúm og í því rúmi var mér rúllað upp á skurðstofu. Horfði upp í ljósin í loftinu, eins og maður sér í bíómyndum. Fékk græna hettu og fór að hugsa hvernig hárið á mér liti út eftir hana! .. Well, á skurðstofunni færði ég mig yfir á uppskurðarborðið. Heit teppi voru lögð yfir mig, voða kósý. Nál var sett í handarbakið, mér var gefið súrefni og síðan var svæfingin sett af stað. Það var mjög óþægilegt þegar svæfingarlyfið rann eftir æðunum. (Ég er svo bekvem). Fullt af fólki í grænum fötum snérist í kringum mig.

Næsta sem ég man, var að ég vaknaði á öðrum stað, komin aftur í rúmið. Ég fann mikið til í hálsinum og var ringluð. Önnur almennileg hjúkka kom og bauðst til að gefa mér verkjastillandi, ég var búin að segja já áður en hún kláraði setninguna. Ég held ég hafi fengið morfín, því að eftir að lyfir fór að virka, fannst mér alveg óþarfi að liggja þarna. Ég hlyti að vera undantekning frá reglunni: Mér var gjörsamlega batnað!

Ég dormaði þarna á vöknun til hádegis og hlustaði á masið í starfsfólkinu, verið var að plana helgarferð og uppskriftir ræddar. Munaði engu að ég væri farin að skipta mér af fyrirkomulaginu þar sem skipulag skemmtiferða og samkoma eru mínar ær og kýr! Wizard ´

Mér var rúllað aftur niður á stofuna mína á 4A og þar dormaði ég á milli þess sem ég hlustaði á útvarp. Læknirinn kom og útskýrði hvað var gert; kirtlarnir höfðu verið ljótir með djúpum skorum og býsna fastir. Einhverjar komplikasjónir höfðu verið með æð vinstra megin í hálsinum og þurfti að setja saum til að loka fyrir. Nú, svo á ég að bryðja parkódín og vóstar = voltaren í 10 daga aðeins! .. Er akkúrat á svoleiðis skammti núna. Tryggvi sótti mig svo um fjögurleytið og þegar ég kom heim beið blómvöndur og "welcome home card" .. knúsin! InLove

Mamma átti afmæli í dag og hringdi ég í hana frá spítalanum, en hún var svaka ánægð að fá hringingu og átti ekki von á því. Röddin er ekki sterk og ég verð þreytt að tala. Svo ég blogga bara. Smile Fjölskyldan hittist hjá henni seinni partinn og hélt smá afmælisveislu. 

Mikið erum við heppin, á Íslandi,  að eiga svona flotta spítala og hæft og elskulegt starfsfólk.

HeartTakk fyrir það og ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Velkomin heim Jóhanna mín.  Gott að aðgerðin tókst vel og nú bara tekur þú það rólega næstu daga er þaggi?

Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með mömmu þína skjóðan mín og farðu vel með þig, þetta verður smá erfitt í nokkra daga.
Sendi þér ljós og orku
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Laufey B Waage

Batni þér fljótt og vel. Njóttu góðra bóka og bíómynda og alls sem þú getur notið á meðan þú ert að ná þér.

Laufey B Waage, 3.11.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Batnandi fólki er best að lifa!
Farðu vel með þig kona góð, og borðaðu nóg af frostpinnum, ekki láta þér bregða ef þú ælir upp blóðpoka, svo settu handklæði eða eitthvað svoleiðis á rúmið þegar þú leggur þig....
Eigðu góða bötnunardaga, nú væri ég sko til í að koma í heimsókn og tala við þig, svona til að svæfa þig bara
Og til hamingju með hana móður þína Jóga mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.11.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Eigðu maklega frospinnadaga framundan!! Það er líka hægt að borða bananamauk með Marssósu .... fer vel í hálsi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:29

6 identicon

Velkomin heim af sjúkrahúsinu, gott að þú skulir vera laus við þessa ljótu kirtla, þeir virðast hafa verið orðnir ansi ógeðslegir!

Og innilega til hamingju með hana mömmu þína

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:30

7 Smámynd: M

Batakveðja og til lukku með mömmu þína

M, 3.11.2008 kl. 22:37

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með að vera laus við þessa aukahluti í hálsinum á þér.

Ekki tala.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 23:38

9 Smámynd: Brynja skordal

Velkomin heim og flott að allt tókst vel farðu vel með þig og njóttu þess að láta dúlla við þig er það ekki bara knúss

Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 01:20

10 identicon

Sæl Jóhanna.

Ég segi gleðilega og kærleiksríka heimkomu.

Heima er best, jafnvl þó maður sé einn. En sannleikurinn er að enginn er einn !

Kærleikskveðja til ykkar allra.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 03:34

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gott þetta er búið mín kæra, farðu nú virkilega vel með þig

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 06:04

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk innilega fyrir kveðjur, átti HRÆÐILEGA nótt, svo ég fari ekki dýpra í það. Þoli illa þessi sterku verkjalyf. Aumingja maðurinn minn var á þönum kringum mig, svo hann fór örugglega ekki vel sofinn í vinnuna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 10:45

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góðan bata Jóga mín.

Rut Sumarliðadóttir, 4.11.2008 kl. 11:44

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Farðu vel með þig og sendi þér mínar hlýjustu batnaðarkveðjur

Sunna Dóra Möller, 4.11.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband