Viðmót afgreiðslufólks getur m.a. haft áhrif á það í hvernig skapi ég kem heim úr vinnunni. Stundum fær maður glaðlegt og hlýlegt viðmót á kassa og það smitar, en stundum fær maður einhvern fýlupúka. Fólkið er eins misjafnt og það er margt.

Ég hef starfað m.a.

  • Við garðyrkjustörf
  • Í sjoppu að selja pylsur (oh, ég er svo hungruð)
  • við vélritun og bókhald
  • í kór (já fékk borgað fyrir að syngja - believe it or not)
  • sem ritari
  • í sölumennsku, föt, símar, legsteinar, matvara o.fl.
  • við skúringar
  • við almenn afgreiðslustörf
  • sem kennari
  • sem leiðbeinandi í kirkju
  • við aðhlynningu aldraðra
  • sem aðstoðarskólastjóri
  • ....

Alltaf er ég sama manneskjan. Ég er ég, hvort sem ég er skúringarkona, afgreiðslumanneskja á kassa eða aðtoðarskólastjóri. Fólk má ekki missa sig í titlum og telja sig merkilegri eða ómerkilegri en náungann eftir í hvaða starfi eða ekki starfi það er. Vissulega þarf meiri menntun í sum störf, en hver er að segja að allar manneskjur hafi haft tækifæri á þeirri menntun?

Öll störf þarf að vinna. Við erum bara hlekkir í keðju, ef ekki er skúrað á alþingi þá geta ráðherrar ekki starfað þar. Þess vegna er skúringafólkið jafn mikilvægt og ráherrar.

Í Krónunni eru settir upp sjálfsagreiðslukassar, aldrei hef ég lagt í að fara á svoleiðis kassa. Ég hef þörf fyrir afgreiðslufólk á kassa! Spurning hvort það er þörf fyrir svona marga alþingismenn?

Afgreiðslufólk á kassa er mikilvægt.. Það getur t.d. haft áhrif á það í hvernig skapi ég kem heim úr vinnunni. Stundum fær maður glaðlegt og hlýlegt viðmót á kassa og það smitar, en stundum fær maður einhvern fýlupúka. Fólkið er eins misjafnt og það er margt.

Fólk er það sem það er, sama hvaða starf það vinnur eða ekki. Hvernig það sinnir sínu starfi og kemur fram er það sem skiptir máli, sama hvað starfið er.

Mín hefur talað.


mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr

jonas (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrokinn í viðkomandi þingmanni er skelfilegur.  Ég bloggaði klíka um þetta, því mér finnst afgreiðslufólki á kassa lítill greiði gerður að líkja þeim við "afgreiðsluliðið" á alþingi

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

So true.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójá !

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott hjá þér

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 17:22

6 identicon

Ekki að ég sé einhver sérstakur stuðningsmaður Ragnheiðar, ég vildi bara benda á að orð hennar verður að  skoða í samhengi við orð málshefjanda Katrínar Jakobsdóttur sem líkti þinginu við búðarkassa sem aðrir fylltu á körfurnar við.  Í framhaldi af því segir Ragnheiður að þingmenn séu afgreiðslufólk þessarar búðar.  Ég get vil skilið að orðin ein og sér líti illa út en í samhenginu finnst mér það nú ekki.

Blahh (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:06

7 identicon

Sæl(l) Blahh, ertu nokkuð Ragnheiður? Ef svo er þá mættirðu biðjast afsökun á þessum misskilning.

Intro (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:59

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ekki gæti ég verið þér meira sammála, Jóga mín. Góður punktur hjá þér

Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 20:12

9 Smámynd: Tiger

Sannarlega satt og rétt - alveg sama hvar maður er að díla við aðra manneskju - alveg sama hve hátt eða lágt maður er staddur í atvinnustiganum - maður á alltaf og skilyrðislaust að sýna náungakærleika og virðingu!

Auðvitað geta poppað upp tilvik þar sem maður má alveg sýna klærnar - en það ætti samt engin að þurfa ef aðilar báðu megin við borðið sýna almenna kurteisi og virðingu gagnkvæma!

Þín hefur talað vel núna og er mínum það ljúft að vera sammála þinni!

Knús og kreist yfir borðið - og undir borðið - til þín skottið mitt!

Tiger, 5.11.2008 kl. 20:34

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er alveg sammála þér, það ver að virða öll störf og allar manneskjur. En ég vona að í orðum þingmannsins hafi ekki falist lítilsvirðing við störf afgreiðslufólks.

Sigurður Þórðarson, 5.11.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæll Siggi, takk fyrir innlitið. Ég vona líka að í orðum þingmannsins hafi ekki falist lítilsvirðin við störf afgreiðslufólks, en þetta kom vissulega óþægilega út. Kannski var það bara framsetning fréttarinnar sem ýkti þetta.

Samt sem áður verður alltaf að passa það í almennri orðræðu að gera ekki lítið úr störfum annarra og þá nota aðrar líkingar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.11.2008 kl. 00:01

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tiger, það vantar aldrei knúsið og kreistið frá þér. Takk fyrir innlit og gangi þér vel í slagnum við tölvuna þína!

Takk Lilja, Jenný, Sigrún, Jónína, Ásdís og jonas.

Blahh - segi það sama og við Sigga, hér að ofan, kannski var þetta ekki illa meint, en samt klaufalega að orði komist.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.11.2008 kl. 00:04

13 Smámynd: Rannveig H

Hrokinn fer öllum illa.

Rannveig H, 6.11.2008 kl. 14:26

14 Smámynd: Birna M

ég þakka bara fyrir ef afgreiðslumanneskjan á kassanum skilur mig og getur sagt mér hvað vörurnar mínar kosta. Kannski er það eins með blessaða þingmennina.

Birna M, 6.11.2008 kl. 22:25

15 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður baðst reyndar afsökunar á þessu í þætti strákanna á Bylgjunni en það er sama. Asnaleg samlíking samt.

Ég ER hinsvegar Ragnheiður en bara allt önnur Ragnheiður

Ég er fronturinn í minni vinnu...fólk sem sagt talar við mig í mínu fyrirtæki eða sko þar sem ég vinn. Ég er andlitið (röddin) út á við og verð að vanda mig .

Ragnheiður , 7.11.2008 kl. 01:22

16 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 7.11.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband