Jæja .. spara og spara og svo bilar bíllinn :(

Ég er búin að vera að setja upp þvílíkt sparnaðarplan, banna Tryggva að kaupa parmaskinku, camembert og annan lúxus, því nú skuli tekinn upp sparnaður í heimilishaldi. Er komin með allt bókhaldið í Excel ...  en svo....fór ég með Honduna mína (árgerð 2005 og ekinn rúml. 30 þús km) í skoðun því ég heyrði eitthvað óeðlilegt hljóð.

Þeir voru að hringja frá verkstæðinu og segja að það þurfi að skipta um legur í gírkassa. Áætlaður kostnaður viðgerðar 158.000.- krónur !!!! My God hvað má kaupa mörg parmaskinkubréf fyrir það???  eða kjúklingabringur m/40% afslætti ?? ...  en það er að vísu ekki öll nótt úti, því á morgun ætla ég að tala við einhvern sem "ræður" því það er kannski ekki alveg normal hvað þetta skemmist fljótt og bíllinn svona lítið keyrður?

Kemur í ljós... Smile  verð með "follow up" ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Aaargh, óþolandi með þessa bíla, ég er viss um að þeir segja að þetta sé AF ÞVÍ að bíllinn sé svo lítið keyrður, þeir finna alltaf einhverjar afsakanir.

Vona að þú náir samt að semja eitthvað við þá og getir keypt góðgæti fyrir mismuninn  

Auður Proppé, 3.2.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þetta hlýtur að vera galli ......átt að fá þá í Bernharð að taka þennann kostnað....

Einar Bragi Bragason., 3.2.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir komment Einar Bragi, ég ætla að sjá hvað þeir segja á morgun.

Vona hið besta Auður, hef alltaf fengið súperþjónustu og almennilegheit  hjá þeim - það hlýtur að halda áfram.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.2.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Gunnar,  gott að fá faglegt álit!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.2.2009 kl. 17:18

5 identicon

Grrrr......skelfilegt þegar bíllinn bilar hjá manni. Reyndar erum við óskaplega heppinn með okkar bíl, hann er orðinn 10 ára þessi elska og hefur ekki bilað mikið.

En ég tek undir með þeim hérna að framan, þetta er engin ending á gírkassanum í 3-4 ára gömlum bíl!

Vonandi fer þetta vel hjá ykkur

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 18:02

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Getur verið að þú hafir skipt aðeins of oft um gír?  Óákveðinn

Emil Hannes Valgeirsson, 3.2.2009 kl. 18:58

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér vel

Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 19:55

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Bílar, ólukkanspamfílar...

Maður á bara að fá sér veglegt hjól með nagladekkjum og hætta að eyða í bíla..

segir sú sem lætur keyra sig allt!


Vonandi verður kostnaðurinn minni, þessvegna barasta enginn, en vá, gætir selt þennan bíl og fengið bara annan ágætis bíl í staðinn fyrir þennan pening!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:31

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kannski er einhver "bílaflensa" að ganga núna   Bremsurnar fóru á mínum bíl í síðustu viku

Sigrún Jónsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:53

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þér hefði verið nær að tala við kallin minn, hann er snillingur í bílaviðverðum og tekur lítið fyrir. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:36

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Málið er í skoðun hjá elskulegum þjónustustjóra - ég fæ símtal-bíð spennt...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2009 kl. 10:23

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er eins og náttúrulögmál stundum ef maður ætlar að fara að lifa spart.

Þá klikkar eitthvað og það bigtime.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 11:20

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Veit af kallinum þínum núna Ásdís! .. Takk fyrir athugasemdir öll, tek undir þetta Jenný (er þetta "Power of Attraction"??) ..

Búin að fá símtal og verkstæðið ætlar að taka á sig varahlutapartinn um 50 þús. og ef einhver galli kemur í ljós eitthvað meira. Viðgerðamaðurinn sagði að þetta gæti ekki verið of tíðar gírskiptingar hjá mér Emil!!!!.. haha, .. ég spurði hann!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2009 kl. 11:55

14 Smámynd: Ragnheiður

Jæja við fengum loksins viðgerðarreikninginn á okkar bíl. Heil 433.000

skrattans bíldruslur !

Ragnheiður , 4.2.2009 kl. 15:53

15 identicon

ÁI !!!

Skrítið með gírkassann.. þú sem ert soddan fyrirmynndarbílstjóri...   ... frk. utanviðsig 

Vertu bara hörð... eða sendu Huldu til þeirra ... haha.. þá færðu örugglega þínu framgengt.. eða allavega hennar 

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:56

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ómægod Ragnheiður!!!.. svo er ég að væla

Eva, ég veit ég keyri oft of hægt fyrir þinn smekk og gleymi stundumað skipta um akgrein og komin uppí Breiðholt áður en ég veit af ...  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2009 kl. 16:08

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hrikalega er þetta dýr viðgerð!   Eitthvað bogið við þetta.  Ég myndi bara segja við viðgerðarmanninn.........ég borga 30 þús og málið er dautt

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.2.2009 kl. 19:53

18 Smámynd: Halla Rut

Já, láttu þá hafa það Jóhanna og berðu nafn þitt með réttu.

Halla Rut , 4.2.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband