Kraftaverka-og kreppuplástur ;-) ... þarf að prófa Lifewave á eigin skinni

Í fyrrakvöld heyrði ég fyrst af því "nýjasta" sem er að byrja á Íslandi í "Multi Level Marketing" - en það eru svokallaðir nálastunguplástrar, eða nanó plástrar. Fyrir þekki ég auðvitað Herbalife, Natures Own og Nuskin. Svo sá ég þessa grein á dv.is þar sem Guðmundur fyrrum sjónvarpsþula eða þuli???..  lofar þetta og prísar.

"Að sögn Guðmundar vinna plástrarnir með mismunandi orkusvæði líkamans. „Það eru engin efni sem fara inn í líkamann heldur byggist þetta á örvun rafsegulsviða líkamans. Plástrarnir vinna með orkupunkta líkamans með svipaðri aðferðafræði og svæðanudd og nálastungur gera,“ útskýrir Guðmundur."

Í gær hlustaði ég á viðtal við nuddara sem sagðist hafa prófað þessa plástra á viðskiptavinum og t.d. væri verkjaplásturinn þannig að verkurinn hyrfi á um 10 sekúndum! Getur þetta verið?

Önnur frásögn var af gigtveikri gamalli konu sem hafði varla getað staðið upp úr stól, en er farin að hlapa maraþon, neiiii.. LoL .. smá ýkjur; en hún er víst farin að fara í göngutúra á hverjum degi. (Meira en ég get sagt!).. 

Hvað um það, ég hef alltaf verið á móti lyfjanotkun og þessir plástrar eru lyfjalausir, samþykktir af Ólympíunefnd og allt það og íþróttamenn nota þetta í bunkum, og gaman að vera þátttakandi í einhverju svona jákvæðu sem líka færir manni björg í bú, þá ákvað ég að gerast söluaðili fyrir þessa plástra, til prufu en get ekki af heilum hug mælt með þeim fyrr en ég sjálf er búin að:

a) prófa plástrana sem láta mann missa matarlystina og hjálpa til við brennslu og missa a.m.k. 5 kíló af því. W00t

b) fá einhvern (víst nóg af sjálfboðaliðum)  til að prófa svefnplásturinn sem á að hjálpa fólki við að sofna, að vísu vaknaði ég upp um miðja nótt vegna þess að ég sef stundum illa og ætti kannski að prófa sjálf! Sleeping

c) prófa verkjaplásturinn næst þegar ég fæ hausverk vinstra megin í hausinn sem nístir í gegnum merg og bein. Verkjaplásturinn á víst ekki bara að laga verk heldur líka að liðka liði. Ég er nú með ákveðna manneskju í huga sem ég ætla að láta að prófa það!

d) prófa yngingarplásturinn, já þið lásuð rétt, yngingarplásturinn sem á að endurnýja frumur líkamans. Hrukkurnar eiga víst að grynnka! Ætli Madonna sé búin að heyra af þessum? Kissing

e) prófa orkuplásturinn, sem gefur manni víst aukna orku (kannski ég drattist þá í ræktina?)Wizard

... Ef þetta virkar nú allt svona vel, þá mun ég ekki bera kinnroða að selja þetta né bjóða fólki að hoppa á lestina og gerast sjálft söluaðilar, það er eiginlega lágmarksmarkmið að ná að selja þannig að maður hafi fyrir kostnaði á eigin plástrun!  

Þetta blogg er náttúrulega bara söluáróður! .. Blush LoL Ætla ekki að halda neinu öðru fram, en þar sem ýmsir eru komnir af stað með þetta þá vildi ég bara láta vita af því að ef fólk hefur á annað borð áhuga á þessu, þá borgar sig eflaust að byrja fyrr en seinna, svo ég skal LOFA að láta vita hvernig virkar þegar ég hef fengið afhenta mína plástra (og segja satt) .. þá er líka best að koma í línuna með mér, því ég verð auðvitað duglegasti sponsorinn. En eins og ég sagði; ætla að prófa þetta á eigin skinni og eins gott það virki!

Ef þú vilt skoða þessa pakka, eða fá sent ppt show sem lýsir þessu sendu mér bara skilaboð hér eða í gestabók eða á johanna.magnusdottir@gmail.com   Ég er enn að læra um þetta, en ég er fljót að læra og vonandi get ég þá farið að kenna! .. (Mun halda vel utan um "mitt fólk")

Ef einhver er óþolinmóð/ur eða vill skoða hvað er í boði er hægt að skrá sig inn á síðuna www.lifewave.com annað hvort sign up; skrá þá í  Sponsor ID or User Name: 670240 eða buy og skrá þá í Distributor ID or URL: 670240

p.s. Fyrir þau sem hafa fylgst með bílaviðgerðarævintýri: Bernhard þessar elskur - lækkuðu viðgerðareikning úr 158.000.- í 49.850.- Þetta er auðvitað svona shock treatment, mér hefði þótt brjálæðislega mikið að borga 49.850.- ef það hefði verið sagt í upphafi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er sannfærð um að þér á eftir að ganga vel í sölumennskunni, þú ert frábær sölumaðurAð vísu kaupi ég ekki, ég er svo tortryggin á allar skyndilausnir, en það er nú bara ég

Góða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 7.2.2009 kl. 07:51

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég pant fá yngingarplástur! Ég þarf svo mikið á svoleiðis á halda!

Vonandi mun þetta ganga vel hjá þér Jóga mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.2.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ha, ha, ha, Jónína - þú mátt alveg nota þetta til frambúðar!  Skil þig annars vel, er líka tortryggin enda ætla ég ekki að fara af stað fyrir alvöru fyrr en ég get séð þetta virka með eigin augum! Ég ákvað samt að stökkva á þetta, svona "just in case".. og prófa svo, en eins og hef sagt oft áður, það er vonlaust að selja nema að maður trúi á vöruna sjálfur.

Búin að leggja inn pöntun fyrir þig Róslín mín og pantaði snuð í leiðinni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 10:05

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 þessi er sérstaklega ætlaður Jens Guð sem segir að fólk sé heimskt og trúgjarnt á bloggi sínu, að ætla sér að nota þessa plástra.  (No offence taken, veit að ég er ekkert vitlaus, - en vissulega svolítið auðvelt að selja mér hlui ;-) - partur af trausti mínu á mannkyni).

Well - það er mjög sniðugt að dæma ekki fyrr en maður hefur prófað, ég var t.d. ákveðin í því að jarðarber væru vond þar til ég smakkaði þau.

Ég skal vera fyrst til að upplýsa sé þetta ekki að virka!

Spyrjum að leikslokum og ég bað Jens um að vera tilraunadýr, ... hlakka til svars.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 10:15

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

..leiðrétt á að vera "selja mér hluti" en ekki hlui .. (hvað skyldi annars hlui vera, ætti ég að kaupa það??)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 10:16

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

En ég heppin!! Snuð!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.2.2009 kl. 10:22

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú þarft a.m.k. ekki orkuplástra ???

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 10:24

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

juuuúú, held það væri líka gott.. neinei, ég hristi slenið af mér eins og einhver segir, annars vaknaði ég snemma í morgun, svo að mig vantar enga orku!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.2.2009 kl. 10:27

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Grunaði það að það væri nægileg orka í þér! .. Nú er ég að fara til Evu og skoða hvort ég get ekki örugglega verið eitthvað fyrir þeim í flutningunum - svo ég get ekki svarað athugasemdum fyrr en í eftirmiðdaginn, en endilega spyrja út í þetta af hjartans lyst.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 10:35

10 Smámynd: Auður Proppé

Heyrðu líst vel á þetta hjá þér, rosalega mikið af plástrum að velja úr, held ég þurfi á þeim öllum að halda   Fæ ég MAGNafslátt?   Endilega láttu mig vita þegar þú ert búin að prófa og þá er ég er til

Auður Proppé, 7.2.2009 kl. 11:02

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ja hérna hér, gæti notað svona verkjaplástur, er með pillufóbíu. Tek ekki verkjalyf nema ég geti ekki meir og sé farin að tárast.

Ég frábið mér að hann Snati kæmist í orkuplásturinn, tvær gönguferðir á dag er varla nóg fyrir hann.

Flott myndin, a cure for the common big mouth, það taka þetta sumir til sín, sniff, sniff.

Rut Sumarliðadóttir, 7.2.2009 kl. 11:33

12 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna mín, ég hef margt um þetta að segja.  En ég vil ekki segja eða gera neitt sem skaðar söluna hjá þér.  Bloggið þitt er alltaf frábært.  Þú ert ætíð svo jákvæð og ég er oftast hrifinn af öllu sem þú skrifar.  Ég er búinn að mynda mér þá skoðun á þér að þú sért yndisleg manneskja.  Alveg satt og sagt af einlægni.  Bara óskir um góða sölu á plástrunum.

Jens Guð, 8.2.2009 kl. 03:48

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan daginn Jens, þakka þér fyrir þessi fallegu orð í minn garð.  Ég var búin að vísa í bloggið þitt hér að ofan, svo mér finnst sjálfsagt að fólk lesi það sem þér finnst.

Ég veit alveg að það verða efasemdaraddir um svona plásturdæmi, sérstaklega þar sem þetta hljómar kannski of vel. Verð alveg að viðurkenna að ég mun ekki trúa þessu að óreyndu, þrátt fyrir yfirlýsingar. Þess vegna hlakka ég til að prófa þetta á fólki. Væri nú yndislegt ef það virkar.  Betri er plástur en pilla!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 06:39

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Rut, líklegast er þessi "Big Mouth" plástur sá plástur sem hentaði mér best. Á stundum erfitt með að þegja! En stundum kemur það sér líka ágætlega að segja sína meiningu!

Ég skil þig vel með hundinn, þegar ég var með hundinn minn hana Hnetu var ég oft að hugsa hvort að ekki mætti virkja orkuna sem væri í henni eða festa málningarpensil við rófuna og láta hana mála þegar hún dinglaði skottinu sem hraðast.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 06:46

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæl Auður verð "í bandaid" þegar ég fæ fyrstu delivery. Svo dásamar þú þetta auðvitað á blogginu þínu hvað þú ert orðin liðug, farin að spila á píanó, syndir flugsund á hverjum morgni kl. 6:00, algjörlega afeitruð o.s.frv. hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 06:48

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jóhanna, karlmenn sem gegna sambærilegu starfi og þulur eru nefndir þulir og Jón Múli Árnason vann t.d. alla sína starfsævi fyrir sér sem útvarpsþulur. Það er alltaf þó nokkur eftirspurn eftir refsegulsviðsjöfnun á fólki. Löngu fyrir tíma fótanuddtækjanna voru seld rafsegulsviðsjöfnunararmbönd, sem annar hver Íslendingur gekk með á hægri hendi vegna þess að rafsegulsviðsjöfnunin varð betri ef armbandið var ekki á sömu hendi og úr sem menn gengu að öllu jöfnu með á vinstri. Ég man eftir blaðaskrifum um hvort giftingahringir hefðu áhrif á jöfnunina. Á Reykjavíkurvegi 62 í Hafnarfirði er hægt að komast í rafsegulsviðsjöfnunartæki og það nýtti ég mér einu sinni og "varð sem nýr maður".  Gömul reynsla af sjónum segir mér samt að einungis málamar í kyrrstöðu hafa fast segulsvið. En það er kannski annar handleggur.  Gangi þér vel.

Sigurður Þórðarson, 8.2.2009 kl. 09:57

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Siggi, verð að viðurkenna að ég var búin að fatta þetta með þulinn en var bara of löt til að leiðrétta það!  

Þakka góðar óskir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband