Stór dagur framundan..

Í dag eru sjúkra- og upptökupróf í Hraðbraut. Nú eru nemendur búnir að sitja sveittir þessa viku og læra og ætla sér að ná því upp sem þeir hafa gloprað niður. Stundum gengur það og stundum alls ekki. Ég þarf að halda utan um þetta og passa upp á að allt gangi snuðrulaust fyrir sig.

Seinni partinn fer mín ásamt mínum yndislega saumaklúbb í Baðstofuna í Laugum og látum líða úr okkur. Fékk sms frá Stebbý í gær sem spurði hvort að við þyrftum að vera í sundfötum. Ég skrifaði til baka að hún væri perri ef hún væri ekki í bikini eða sundbol Crying... en hún hélt auðvitað að þetta væri einkaklefi kvenna! Hjúkkit að hún pældi þó í þessu.

Nú er ég búin að fara 3svar sinnum á bretti og í tæki svo hvert skipti er komið niðrí 5695.- krónur hehe.. Spennandi að vita hversu oft ég mun fara á þessum þremur mánuðum. Stærsta áskorunin er að halda þetta út jólin!!! .. Við Eva ætlum að mæta amk 3 sinnum í viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband