Hver er bloggvinur þinn - hver er náungi þinn?

Ég er komin með langa runu af bloggvinum, held það sé svona 50/50 hverjum ég hef boðið bloggvináttu og öfugt. Ef ég les skemmtilega pistla eða sé að fólk er að skrifa eitthvað uppbyggilegt eða bara eitthvað krúttlegt um fjölskyldulíf til dæmis, hef ég boðið bloggvináttu. Enginn hefur neitað, hingað til og ég hef ekki neitað neinum, hingað til.  

Fékk skömm í hattinn nýlega frá einum bloggara vegna þess að ég hefði "kristindómshatara" sem bloggvini. Ég spurði við hverja viðmælandi ætti og gaf hann þá upp tvö nöfn og því fylgdi að ég væri ,,illa lesin á blogginu."  Áður hafði sá hinn sami borið á mig vanþekkingu á Biblíufræðum...en það er önnur ella.  

Það er umdeilanlegt hvað er að vera ,,kristindómshatari" ..Ég trúi því ekki að einhver hatist við það að leitast við að elska náungann eins og sjálfan sig, sem er kjarni kristindóms að mínu mati. Ég held að þessir meintu ,,kristindómshatarar" hatist við ákveðna túlkun á kristindómi ef svo má segja.

Við lærum mest í samræðum við náungann, hvort sem hann er trúaður eða trúlaus, "sanntrúaður" eða "rangtrúaður" ...

Niðurstaða: Bloggvinir sem ég upplifi sem góðar manneskjur án þess að draga þá í dilka eftir pólitík, trúarskoðun, þjóðerni, kyni, kynhneigð og hvað sem þetta nú allt heitir, eru velkomnir.

Dónaskapur og upphrópanir er eitthvað sem mér hundleiðist ..en hef sem betur fer lent örsjaldan í því .... Reyni sjálf að vera kurteis þó mig langi nú stundum að gefa viðkomandi það sem þeir eiga skilið ...W00t  ..en þegar til lengdar lætur er betra að missa sig ekki. Telja upp á 10 eða 20, stundum 30 og láta orð þeirra sem eru ruddalegir eða ómálefnalegir dæma þá sjálfa.

Knús inn í kvöldið... Heart


Á Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi 19 börn ?

Það er víst öruggara að hafa sumarhúsin naglföst, eins og t.d. 840 m2 sumarhúsið sem Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi er að byggja sér.

Ég var í  ca. 60 m2 kolakynta "ættaróðalinu" við Hreðavatn um helgina, þaðan höfum við útsýni yfir að sumarhúsabyggingu Sigurðar. Frænka mín kom í heimsókn og spurði hvaða ferlíki væri eiginlega verið að byggja þarna. Ég sagði eins og var að þarna væri nú bara maður að byggja sér sumarhús. Þá spurði hún af einlægni ,,á maðurinn 19 börn" ??.. Grin ...  henni fannst náttúrulega bara rational að það hlyti að vera vegna barnafjölda að maðurinn byggði svona stórt.

Vona að sumarhúsið á hjólunum finnist hið fyrsta, óþolandi þegar öllu er stolið, steini léttara.


mbl.is Sjaldgæfur stuldur: Sumarhús á hjólum horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband