Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Sumardagurinn fyrsti 2008 í máli og myndum...
Amma sótti Mána sinn eftir spinning tíma morgunsins og við stilltum okkur upp fyrir myndavélina og brostum okkar blíðasa sumarbrosi:
Laugardagur, 1. mars 2008
13 ára afmæli Jónasar eða 13 x 4 = 52 29. febrúar ..
Við vorum í skemmtilegri afmælisveislu í gærkvöldi - en við vorum í ,,surprise" afmælisveislu fyrir Jónas vin okkar sem varð 13 ára eða 52, svona eftir því hvernig á það er litið.
Snæddum í forsetastofu á Lækjarbrekku og ákváðum að dressa okkur svolítið upp fyrir það í forsetastíl. Mín varð auðvitað að fjárfesta í hárspöng með skrauti og setti á mig strútsfjaðrir..þótti það ekki leiðinlegt!
Mín að aka með hárskrautið! .. Fimmáringurinn spenntur fékk að fara með dressaður í jakka (keyptan í Ameríku af Ungfrú Völu) og bindi !
Við vorum sko bara dívur ...
Afmælis,,barnið" ásamt Kötlu dóttur sinni sem söng fallega fyrir okkur.
Aðaldívan, eiginkona afmælisbarns og formaður undirbúningsnefndar ásamt Kötlu sætu..
Bæti við fleiri myndum síðar, myndaforritið fór að stríða mér hér ! ..
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.3.2008 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Amma Batmans...
Vinir og fjölskylda | Breytt 13.2.2008 kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 26. september 2006
Afmæli í gær ...
Í gær val haldið upp á 2 x 20 ára afmæli "litlu" barnanna minna :) ..
Við höfðum notalegan kvöldmat, sem við vorum að vísu í 2 tíma að elda og 30 mínútur að borða. Alls kyns mexíkóskt góðgæti nammi, namm.. .Til hamingju elsku krakkarnir mínir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 12. september 2006
Fallegur dagur..
Í dag skín sólin aftur, eftir rok og rigningu undanfarið. 12. september er yfirleitt mun betri en 11. september af einhverjum ástæðum. Þvotturinn minn fauk út um víðan völl í síðustu viku, garðhúsgögnin líka, en þarf að fara að pakka þeim fyrir veturinn.
Nú fer að líða að Magnakosningu enn á ný. Væri yndislegt ef þjóðin gæti sameinast um fleira en Silvíu Nótt og Magna. Það var jú flott hvað margir "gengu til góðs" fyrir Rauða Krossinn. Meira að segja skvísan mín hún Vala gekk til góðs. Hún fer nú að breytast í dýrling með þessu áframhaldi.. hehe
Að vísu er ég svolítið stolt af öllum börnunum mínum þremur og hef verið einstaklega lánsöm. Tvíburarnir að verða 20 eftir 13 daga, Eva orðin 25 og engin undangengin unglingavandamál, vímuefnavandamál eða "whatsoever" .. Mig langar svolítið að skrifa bók um samband mitt við krakkana. hehe.. mig langar að skrifa bók um allt.
Ég heyrði einu sinni fyrirlestur þar sem talað var um að við þurfum í raun að vera jafn vakandi yfir börnunum okkar þegar þau eru unglingar og þegar þau eru ungabörn. Ég er svo innilega sammála því. Svo er mikilvægt að hlusta á hvað þau eru að segja til að skilja þau. Leyfa þeim að tala og gefa þeim TÍMA og eyra til að hlusta. Jæja, nú eru það unglingarnir mínir í skólanum sem bíða eftir að ég hlusti á þau, svo það er ein gott að koma sér til vinnu!
Set hér inn myndir úr afmæli Evu Lindar.... 2. sept sl.
GO MAGNI! :)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. ágúst 2006
Fjölskyldumálin..
Fimmtudagur, 20. júlí 2006
Sól og Ma(g)ni..
Veðrið og Magni eru aðalumræðuefnin hjá fólki í dag. Mér sýnist strákurinn vera býsna góð landkynning. Hann stendur sig alveg frábærlega. Í dag er sólbaðsveður aftur! .. gaman gaman.
Ég á Máni litli (2 ára) fylltum litlu Honduna mína af rusli (fólk trúir ekki hversu miklu rusli ég kom í hann) og keyrðum á Sorpu, sem var að vísu lokuð! .. svo það var fýluferð, en því var reddað seinni partinn. Svo pantaði ég 8 rúmmetra af grús til að setja undir hellurnar fyrir framan húsið mitt og nágrannakonunnar. Við Máni mokuðum svo ca 3 rúmmetrum á sinn stað og eru tilheyrandi blöðrur eftir á höndunum á undirritaðri. Pétur rafvirki kom að setja tengla í húsið og sagðist myndu kæra mig fyrir barnaþrælkun :-)
Seinni part kom fullt af fólki að borða hjá mér í garðinum, þar sem ég grillaði pylsur og hamborgara - voða gaman að geta loksins borðað úti í garði og funhiti að sjálfsögðu. Jæja í dag standa fyrir flutningar hjá litlu systur - það verður átak - flytja ofan af 4. hæð :( með svaka mikið af dóti.
Miðvikudagur, 19. júlí 2006
Hitabylgja á leiðinni ?
Góðan dag,
klukkan er 6:59 og ég er að fara yfir upprennandi dag í huganum. Máni krús að koma í pössun og við ætlum í Fjölskyldu-og húsdýragarðinn Mætti loksins hjá kvikmyndaklúbbnum í gærkvöldi eftir hlé þar sem við horfðum á einstaklega frumlega og fyndna mynd "Lífið er kraftaverk" ..eftir Kusturica (þann sama og gerði Svartur köttur - hvítur köttur. Þessi var mun betri að mínu mati. Þar upplýsti ein félagskona að hitabylgja væri á leiðinni til Íslands og tími til kominn!!! Gleðst ég mjög. Stefni á Snæfellsnes seinni partinn á morgun eða á föstudagsmorgun, eftir hvernig tíminn vinnst.
Seinni partinn fer ég vonandi að hjálpa Lottu systur meira að pakka. Hún er komin með heimasíðu á barnaneti http://www.barnanet.is/snullur en þar er bara ein bumbumynd, og engin smá bumba! Börnin orðin 10 og 11 merkur í mallanum svo þau eru nú tilbúin. Þess er vænst að þetta séu tvær dömur miðað við sónar, en aldrei að vita ....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)