Gleði, gleði, gleði - gangan .. að gefnu tilefni!

Ég freistaðist til að skrifa athugasemd hjá Jóni Vali Jenssyni, þrátt fyrir að hafa það að prinsippi að fita ekki púkann á fjóshaugnum.

Ég kommentaði s.s. á þessa færslu og skrifaði:

"Það sem fór í gegnum huga minn þegar ég stóð á Laugaveginum í gær með börnum og barnabörnum og fylgdist með Gay Pride göngunni, var hvað þessari stund fylgdi mikil gleði, vinátta og samstaða. Sá þarna fólk af öllum stærðum og gerðum með marglita kransa um hálsinn og flaggandi regnbogafánanum en litir regnbogans er tákn samkynhneigðra.

Þjóðinni veitir ekki af slíkum gleðidögum - veitir ekki af því að taka frí frá Icesave áhyggjum og pólitískum bragðarefum um leið og hún styður jafnréttisbaráttu samkynhneigðra. 

Ég styð það sem er kærleikans megin, styð mannréttindi (líka samkynhneigðra) og ég styð Hönnu Birnu!

Til fjandans með fordómana. Devil "

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.8.2009 kl. 20:43

Svar Jóns til mín:

68 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Jóhanna, ég get ekki annað en vorkennt þér sem guðfræðingi. Styður Hönnu Birnu í þessu athæfi hennar! Viljið þið ekki bara breyta Sjálfstæðisflokknum í yfirlýstan líberalistaflokk í öllum málum, andkristinn og and-konservatívan, með henni Þorbjörgu ykkar Vigfúsdóttur og vesalings Kolbrúnu Baldursdóttur? Flokkurinn er hvort sem er búinn að hafna sinni kristnu fortíð, með margvíslegum hætti."

Það skal tekið fram hér að ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, svo það er óþarfi að spyrða mig við hann, en ég styð Hönnu Birnu í þessu meinta "athæfi" hennar. Smile ..  Reyndar styð ég fólk úr öllum flokkum, því mér líkar bara nokkuð vel við marga í mörgum flokkum! .. 

Sama gildir um trúflokka, ég styð skoðanir margra í mörgum trúfélögum og reyndar utan trúfélaga líka auðvitað.  

Ég held reyndar að engar tvær manneskjur hafi 100% sömu trú né sömu stjórnmálaskoðun og því séu mengin mjög samofin og erfitt að draga skýr mörk eða landamæri.

Varðandi að mér sé vorkunn sem guðfræðingi þá vil ég miklu frekar stilla mér upp sem guðfræðingi við hlið Sr. Sigríðar Guðmarsdóttur sem hefur stofnað m.a. hóp á Facebook sem inniheldur fleiri liberal guðfræðinga og presta, þar sem farið er fram á að á Íslandi gildi ein hjúskaparlög frekar en við hlið Jóns Vals Jenssonar og hans  "lífsgilda".. 

Jæja, fyrst og fremst er ég manneskja  - líkar ekki þessi áhersla á flokkadrætti, stimpla og félög þó ég sé heilshugar með því að fólk stilli saman strengi og vinni í samtakamætti að góðum verkum, og ég er bara það sem ég er  .. Wizard   

Jæja, nú er kominn vinnudagur, þarf að undirbúa komu nemendanna í skólann, þ.m.t. samkynhneigðra nemenda, sumra sem líður bara vel í sínu skinni en sumra sem þurfa að glíma við fordóma og þarf að styðja gegn afturhaldsseggjum og sjálfskipuðum dómurum samfélagsins. 

Knús og kærleik til okkar allra  ..  Heart Love all Serve All

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þegar upp er staðið þá erum við öll guðs börn og sálarverur. Það þarf oft kjark að vera það sem maður er og skína skært.

Njóttu dagsins og gleðinni að taka á móti nýjum nemendum.

www.zordis.com, 10.8.2009 kl. 08:56

2 identicon

JVJ er óvinur mannréttinda, hann telur mannréttindi eingöngu vera það sem hann fílar, og hann fílar best þá kafla í biblíu þar sem dauði og yfirgangur er aðalefnið.

Annars er gaurinn ómarktækur með öllu.. hann þykist vera rökræðusnillingur með mikilvægustu færslur í heimi.. svo þegar einhver segir eitthvað þá koma alltaf sömu svörin
Ég hef ekki tíma núna
Ég hef talað um þetta áður
Ég er veikur núna

Við erum ekki guðs börn... við erum bara ein af dýrunum, 100% náttúrulegar verur sem spillast vegna yfirnáttúrulegs rugls... þar trónir JVJ á toppnum.
Hann gagnrýnir ekki kirkjuna sína, sem er stærsti barnaníðingshringur heimsins, eiginlega myllur satans.

Disclaimer
Satan er ekki til, ekki frekar en guð.... förum nú að vakna af bronsaldar ruglinu og förum og tökum svona tappa eins og JVJ og köllum þá réttum nöfnum... óvinir mannkyns og mannréttinda.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 09:48

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Flott hjá þér!  Mér fannst svo gaman að upplifa þessa skemmtun á laugardaginn.

Ía Jóhannsdóttir, 10.8.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Love all, serve all, tek undir það.

Rut Sumarliðadóttir, 10.8.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Love All Serve All .. það er málið Rut   

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2009 kl. 12:14

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Ía mín, og enn meiri gleði, gleði að hitta þig í "kaupbæti"

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2009 kl. 12:15

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DoktorE, þú tekur nú alltaf svo stórt upp í þig, það þarf alltaf að passa sig að fara ekki alveg út af brúninni í skoðunum - og virða það þó þú trúir ekki á Guð að það séu aðrir sem eiga sterka trú. Þú veist alveg að ég er ekki að tala um þennan dæmandi Guð sem þér er svo tíðrætt  - heldur allt annars konar Guð, sem tja, erfitt er að skýra fyrir þeim sem ekki hafa upplifað ...

En tek svo sannarlega undir Friðarkveðjuna þína ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2009 kl. 12:18

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Njótum dagsins Zordis ;-)  tek undir það!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2009 kl. 12:18

9 identicon

En Jóhanna mín guð er alltaf að dæma allt og alla... hann segir: Dæmið ekki bla... svo er hann sjálfur dæmandi út og suður, samkvæmt biblíu.
Ég er bara að nota sama mottó og hann, þannig lagað :)

Svo það versta. .hann getur ekki elskað neinn sem elskar hann ekki fyrst :P

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 13:13

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DoctorE, við höfum farið í marga hringi varðandi þessa blessuðu guðsmynd þína, sem þú hefur valið þér úr Biblíunni, þessa hörðu dómaratýpu sem drepur mann og annan o.s.frv.  Því miður hafa margir bókstafstrúarmenn þessa sömu guðsmynd og fela sig á bak við hana. Það eru margar miklu mýkri guðsbirtingar í Biblíunni - en allt eru þetta lýsingar manna á upplifun sinni eða hugmyndum af Guði.

Fyrir mér er Guð tilfinning, svona eins og ástin er tilfinning  - og enginn getur fundið tilfinningar hinna, hvað þá útskýrt þær - tja, nema kannski Guð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2009 kl. 13:51

11 identicon

Ég valdi mér ekkert... ég bara las og þetta stóð þarna.. ég er ekki að velja úr kafla sem mér finnst sætir og dissa hitt.
en þú ert augljóslega ekki kristin, það er alveg ljóst :)

En mun betri en JVJ.. JVJ er með tæpari mönnum sem ég hef séð evar,  hann talar og talar.. en það kemur bara púra steypa upp úr honum... það ætti faktískt að setja aðvörunarborða á hann: Að tala við þennan mann og eða að lesa blogg hans er skaðlegt heilsu manna sem og mannréttinda.
Það er eins og JVJ hafi komið með tímavél frá árinu núll.. ég get svo svarið það :)

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 17:24

12 identicon

Heil og sæl; spjallvinkona góð - sem og, þið önnur, hér á síðu !

DoctorE; sá mæti drengur, tekur skrif Jóns Vals, allt of mikið, inn á sig. Jón Valur; er einn skelleggustu baráttu manna, fyrir þjóðfrelsi okkar, og mun ég meta hann mikils, fyrir það - en, ..... á hinn bóginn er ég honum; og skoðanasystkinum hans, algjörlega ósammála, hvað varðar viðhorfin, til samkynhneigðs fólks.

Það er; algjör fásinna, að ég - Jón Valur - DoctorE, eða þá, þú Jóhanna mín, eða annað fólk, séum eitthvað meðvituð, um kynhneigðir þessa - eða þá, hins.

Það er; fólkið sjálft - viðmót þess og einurð, sem heiðarleiki, sem skiptir öllu máli. Ekki; hvaða tannkremstegund, viðkomandi notar - hvað þá; kynhneigð, eða önnur einkamál. Veit ekki til; að við - svokölluð gagnkynhneigð, séum eitthvert úrvals fólk - umfram aðra, svo sem.

Vona; að þeir Hádegis móa menn (Mbl. menn - á þá, má punda, linnulaust, gott fólk) fari að lufsast til, að opna aftur, á síðu Doctorsins, vinar okkar - hið fyrsta !!!

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 17:51

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég ætla ekki að kommenta mikið meira um Jón Val, ég held að upphafsorð pistils míns segi alveg nóg.  Kannski er Jón bara "eins og hann er og getur ekki verið neitt annað". Hann er þó heill í því og telur sig vera að gera rétt.  En við reiðumst og pirrumst því við upplifum skoðanir hans einmitt sem árás á meðbræður og systur og eigum erfitt með að finna kærleikann í þeim árásum.

Varðandi það hvort ég er kristin manneskja eða ekki:

Þá tel það undir Guði komið að þekkja þau sem eru raunverulega kristin, en treysti ekki mælistikum manna. Guð þekkir hjartalag okkar, líka þitt DoctorE, og það sem skiptir mestu máli að við tökum okkur sjálf ekki of hátíðlega og hvernig við komum fram við náunga okkar og lítum á hann.

Bækur sem Biblíuna á ekki að lesa sem lögbók, enda væri mikið ósamræmi í þeirri lögbók vegna mót- og  þversagna, heldur einmitt að láta hana tala til sín sem ljóð. Hvort höfðar meira til þín:  "Lítið vit í litlum kolli" eða "Heimskur er jafnan höfuðstór" .. ??  Hver ákveður hvort að lítið höfuð eða stórt sé gáfaðra höfuð ef þetta stæði bæði í Biblíunni ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2009 kl. 18:56

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heill og sæll sjálfur Óskar,

Mæl þú manna heilastur þegar þú segir:  

"Það er; fólkið sjálft - viðmót þess og einurð, sem heiðarleiki, sem skiptir öllu máli. Ekki; hvaða tannkremstegund, viðkomandi notar - hvað þá; kynhneigð, eða önnur einkamál. Veit ekki til; að við - svokölluð gagnkynhneigð, séum eitthvert úrvals fólk - umfram aðra, svo sem."

Er sammála hverju orði þarna.

Gæði okkar,  sem náunga náunga okkar,  verða aldrei flokkuð eftir hvaða félagi eða  eða flokki við tilheyrum, trúflokki sem öðrum flokki. Það er ekki nóg að segjast vera trúaður, kaþólskur, vantrúaður o.s.fram eftir götum til að teljast góð manneskja.

Ég dæmi ekki um sjálfa mig, en er reyndar meingölluð - gleymin og utan við mig og geri stundum hlutina kolrangt. 

Það eina sem við getum gert er að reyna að gera rétt og ástunda kærleika fyrir okkur sjálf og fyrir náunga okkar ..  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2009 kl. 19:08

15 identicon

Ég veit bara eitt, biblían er fake.. öll trúarrit eru fake frá a-ö

JVJ talsmaður þjóðfrelsis.. það má vel vera að hann telji sig vera það.. en ég er hræddur um að margir vilji fara í ESB bara vegna þess að JVJ segir það ömurlegt :)

MBL vilja ekki brjóta odd af oflæti sínu, sem er sorglegt fyrir þá, mjög svo hallærisleg framkoma og algerlega út úr korti.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 22:35

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert bara frábær manneskja og mér þykir ofurvænt um þig......hef samt aldrei hitt þig augliti til auglitis

Sigrún Jónsdóttir, 10.8.2009 kl. 23:42

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 hehe, Sigrún mín, ég fer nú bara hjá mér. Ég var nú að spekúlera að fara að bjóða nokkrum "vel völdum" konum í konuboð hjá mér í september, þegar ég fer að verða einmana eftir að fólki hér í íbúðinni fækkar úr 6 manns í 1!!!  ... væri upplagt að kalla saman nokkrar blogg/facebook - vinkonur og rabba saman augliti til auglitis, m.a. hvernig við getum bjargað heiminum o.s.frv.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.8.2009 kl. 00:18

18 identicon

Hey Jóhanna Sigrún var að segja þetta um mig ;)

Grín :)

DoctorE (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:39

19 identicon

Annað hvort er fólk kristið eða ekki. ( Við erum ekki öll guðsbörn)

Ef fólk er kristið; að þá eru alveg skírar línur í þessum málum.

Í Nýja-testamenntinu 1.Korintubréfi 6.9. t.d. (og 3.Mósebók 20.13)

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:56

20 identicon

Takið eftir hvað Mr. Jón er að segja.. ef þið lesið á milli lína.

Guddi skapaði mig og aðra sem trúa ekki, sem og fólk sem trúir ekki á Guddan hans Jóns... eingöngu til þess að pynta okkur að eilífu... Guddi veit allt..

Guddi veit allt... samt skapaði hann sinn eigin erkióvin..Satan... á maður að taka það sem FAIL eða sem part of his plan.
Förum lengra, Guddi setti eplið vonda í paradís.. hann setti talandi snák í paradís.. snák sem hann sjálfur skapaði, snák sem plataði ofursakleysingjana Adam og Evu til að borða eplið... þau vissu ekki munin á réttu eða röngu og voru því auðveld bráð fyrir snákinn vonda... snákinn sem var með LAPPIR líka... snákurinn var partur af planinu og Guddi tók af honum lappirnar.
Ekki nóg með það.. heldur tók Guddi reiði sína út á saklausum dýrum.. .ekki bara einu sinni, heldur mörgum sinnum
Næs.

Hey ekki tala um myndlíkingar, you look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 10:24

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

He, he, DoctorE kannski þú endir bara í konuboði!  ... Ætla ekki að fara út í Edengarðsmýtuna.

Hr. Jón Skáti, það sem ég hef að segja við þig er nú bara: Gott þú þekkir þinn "bás" getur vísað í Gamla og Nýja testamenið og getur klappað þér á brjóst sem gagnkynhneigðum og réttlátum.

Hvað segir þú þá um þennan texta:

Matt. 5.32:  "En ég segi yður, að hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður þess valdandi, að hún drýgir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."

Eru þá allir þeir sem skilja við  maka sinn (nema "fyrir hórsök") ekki lengur kristnir samkvæmt þínum mælikvarða? 

Sé á síðunni þinni  að þú ert búinn að ákveða hverjir "erfa ekki guðsríkið" .. vonandi er þetta bara lélegur húmor hjá þér, trúi varla að svona heimska sé ríkjandi á 21. öldinni.

Höfundur

Mr. Jón Scout Commander
Nýja-Testamenntið: 1.Korintubréf 6.9: Samkynhneigðir munu ekki guðsríki erfa!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.8.2009 kl. 13:32

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. við nánari skoðun á síðu Mr. Jón Scout Commander sé ég að hann er "Tröll" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.8.2009 kl. 13:37

23 Smámynd: ThoR-E

 trúarbrögð gera ekkert annað en að valda hörmungum í heiminum. "nágrannar" geta ekki búið og lifað í friði og sprengja hvorn annan í loft upp ... vegna þess að þeir trúa á sitthvorn guðinn.

fólk er drepið í sumum löndum ef það trúir ekki á "réttan guð" ... eða skiptir um trúarbrögð.. eða verður trúleysingi .. myrt .. er það eðlilegt?? allt í nafni guðs..

--

mér finnst þó að fólk geti (ef það verður) trúað á einhver "æðri máttarvöld".. á meðan það reynir ekki að troða trú sinni upp á aðra.. sbr. í skólum, trúboð ofl.

en jæja..

jólasveinninn blessi ykkur öll.

ThoR-E, 11.8.2009 kl. 17:57

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"trúarbrögð gera ekkert annað en að valda hörmungum í heiminum. "nágrannar" geta ekki búið og lifað í friði og sprengja hvorn annan í loft upp ... vegna þess að þeir trúa á sitthvorn guðinn."

Ég er ekki sammála þér AceR að trúarbrögð geri ekkert annað en að valda hörmungum í heiminum. Það er sem betur fer mjög margt gott og fallegt sem er gert í nafni trúar/trúarbragða. Hitt er annað mál að trúarbrögð eru hættuleg, því að fólk kann alls ekki að fara með þau.

Ég horfði á gamlan spaghettívestra í gær þar sem menn voru á "hausaveiðum" en þá var réttvísin sú í Vestrinu að menn fengu greitt fyrir að koma með smáa sem stóra krimma "dead or alive" ..   Þeir sem skutu, sögðu "all in the name of law" .. og drápu samviskulaust þar sem það var löglegt!

Ég held að þetta sé mjög sambærilegt þegar menn stilla sér upp á bak við bókstaf og segja "allt í nafni trúnnar eða Guðs" ..  og taka enga ábyrgð.

Því miður virðist fólk í stórum stíl vanta þá speki að taka ábyrgð á sjálfum sér og sínum gjörðum.

Hið rétta í mínum huga er að allt ofbeldi í garð náungans sé rangt og það sé ekki til NEIN trúarleg né lögleg ástæða til að stunda það. Auðvitað þurfum við að svipta þá sem eru hættulegir frelsi sínu til að skaða aðra, en að öðru leyti á ekki að beita annað fólk ofbeldi. Hvorki í nafni trúar né laga.

Jólasveinninn rúlar

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.8.2009 kl. 09:02

25 identicon

Ég held að þú trúir á trúarbrögð Jóhanna... en eins og AceR segir, ekkert gott getur hlotist af lygum og rugli.
Ég get ekki sett mig á móti því að einhver sé að stússast í þessu prívate og persónulega.. en þegar það er komið skipulag á þetta þá er þetta ekkert nema svindl og fjárplógsstarfssemi

DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:42

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna mín Jón Valur kastaði mér út af sínum vinalista vegna skoðana minna.  Hann sótti sjálfur um inngöngu í upphafi.  En þessum sjúklega manni er vorkunn, hans víðsýni nær ekki út fyrir nefið á honum.  Hann er jafn forpokaður og svo margir ofsatrúarmenn sem eru í eðli sínu ajatollar og halelújagúrúar.  Það er best að vera þarna einhversstaðar á milli.  Knús á þig elskuleg mín.  Þú stendur alveg fyrir þínu elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 21:32

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú veist alveg að ég er ekki að tala um þennan dæmandi Guð sem þér er svo tíðrætt...

Þú trúir sem sagt ekki á sama guð og Jesús? Því að sá guð sem Jesús talar um í guðspjöllunum er svo sannarlega dæmandi.

Af hverju ættu kristnir ekki að fara eftir Mt 5.32?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.8.2009 kl. 21:56

28 identicon

Ég og Jón Valur erum oft á tíðum mjög ósammála.  Það sem ég er aðallega ósáttur við hann er þó helst nálgunin sem hann tekur á málefnin.  Hann fer ómálefnalegar aðferðir og særir blygðunarkennd flest allra sem hann á samskipti við.

Mér býður við því hvernig hann setur mál sitt fram og hvernig hann getur traðkað yfir allt og alla sem hann ræðir við.

Hann má samt eiga það kallinn að oft á tíðum hefur hann margt til síns máls, en hann skortir hreinlega alla færni í mannlegum samskiptum til að geta komið þeim frá sér án þess að fara í hártoganir og kjaftæði.

Ég ætla ekkert að fara nánar út í kvaða málefni þau eru því það er efni í allt aðra umræðu en þennan mann er hreinlega best að sleppa því að eiga orðskipti við það er eins og að reyna að fá vegg til að gráta.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband