Færsluflokkur: Menntun og skóli

Af hverju ertu að þessu ?

Ég var að fá í hendurnar áhugaverða bók um Tourette-heilkennið en hún er sérstaklega skrifuð fyrir börn og ungt fólk. Höfundar eru Uttom Chowdhury og Mary Robertson, en hún er þýdd á íslensku af Boga Bjarnasyni og Kristjáni Hreinssyni. Mér sýnist hún við fyrstu sýn einstaklega þægileg - og oft er efni sem sett er fram fyrir börn eitthvað sem við fullorðin eigum hreinlega auðveldara með að skilja!

Afhverju1

Bók þessi er gefin út á Íslandi í desember 2007 og er íslensk þýðing bresku bókarinnar Why Do You Do That?

Af hverju ertu að þessu? er skrifuð af læknunum Mary Robertson og Uttom Chowdhury, sem bæði eru vel þekkt á sínu sviði. Hinn heimsþekkti knattspyrnumarkvörður Tim Howard, sem sjálfur hefur Tourette, skrifar formála að bókinni.

Í bókinni eru auk þess reynslusögur barna og unglinga með Tourette og einnig frásagnir systkina. Eru þær sögur fengnar víðs vegar að úr heiminum og eina af þeim skrifaði íslensk stúlka sem á bróður með Tourette.

Bókina má panta í tölvupósti, tourette hjá tourette.is, eða með því að hringja í 840-2210.
Athugið að verð hennar er aðeins 1.300.- krónur.
Hún mun einnig verða seld í nokkrum bókaverslunum og er heldur dýrari í verslununum sem nemur bæði virðisaukaskatti og verslunarálagningu.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband