Færsluflokkur: Matur og drykkur
Þriðjudagur, 26. desember 2006
Amerískar pönnukökur ....leiðrétt!
Mamma mín bjó í Ameríku í fimm ár þegar hún var ung. Hún kom heim með amerískar uppskriftir og ég ólst upp við að borða amerískar pönnukökur m/sírópi og amerískt eplapæ. Allt er þetta gott til að borða um jólin.
Amerískar pönnukökur:
1 egg, 3/4 bolli mjólk, 1 bolli hveiti, 2 msk smjörlíki, 3 tsk lyftiduft, 1/2 tsk salt. Þeyta egg þar til létt og setja svo rest út í og þeyta létt. Baka á pönnu og færð "fluffy" pönnukökur. Þetta er agnarlítil uppskrift - en auðvitað má tvöfalda og þrefalda ....
Verði ykkur að góðu! ...
Matur og drykkur | Breytt 27.12.2006 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. ágúst 2006
Sannleikurinn um svínakótilettur..
Bauð börnunum í svínakótilettur. Ómarineraðar. Rosalega er mikill munur á bragði á kjöti sem hefur legið í marineringu svo dögum skiptir og ómarineruðu kjöti. Það er eins og búið sé að drekkja kjötinu í kryddlegi. Kjötbragðið víkur fyrir kryddbragði. Verslaði í Bónus og fékk fitlulitlar og freistandi kótilettur á tæplega þúsundkall kílóið - án MSG - án nokkurs. Setti pipar og "urtesalt" á þær ólífuolíu og skellti þeim á funheitt grillið. Ummmm... rosa gott. Sinnep (hvort sem er Dijon eða bara sætt sinnep og soja er líka svaka gott á svínakótilettur.
Einhvern tíma ætlaði ég að hætta að borða svín þar sem þau svitnuðu ekki og ég heyrði af konu sem náði sér af liðagigt af því hún hætti að borða svínakjöt. En það er kannski í lagi í hófi - svona eins og Fresca - ekki satt ?
Þriðjudagur, 1. ágúst 2006
Mataræði barnanna...alltaf að hugleiða
Ég er í svona móraliseringastuði núna. Hef tekið eftir því undanfarið að verið er að "ota" hamborgurum, kjúklingabitum og frönskum að krökkum. Ef þú pantar t.d. kínamat á Nings þá er þér boðinn barnamatur "kjúklingur og franskar" fyrir börnin. Hver segir að börn geti ekki borðað kjöt í sjanghæsósu, kjúkling í hnetusósu eða núðlur og grænmeti ? Það er ósiður að mínu mati að framreiða sér fyrir börnin, sérstaklega eins og í grillveislum þar sem verið er að grilla nautakjöt eða fisk, og grillaðar eru pylsur eða hamborgarar ofan í börnin. Íslensk börn eru að fitna of mikið og hafa bara ekkert gott af því að borða of mikið af unnum kjötvörum og franskar kartöflur.
Jamie Oliver - "The Naked Chef".. skar upp herör gegn þessu í skóla í Bretlandi og reyndi að breyta mataræði unglinganna og var það mikið átak en tókst að einhverju leyti. Ef skoðað er mataræði menntskælinga lifa þeir því miður flestir á hamborgurum, pizzum og kjúkling... æææ... ekki lítur það vel út.
Fyrir u.þ.b. 10 árum fór ég með börnin mín til Parísar. Fórum síðasta kvöldið inn á flottan veitingastað og spurði ég hvort þar væri "Childrens menu" .. og meinti þá að þar væru minni skammtar. Þjónninn benti mér á að ég gæti farið með börnin á MacDonalds. Við vorum auðvitað þrælmóðguð - og fórum út yfir götuna í annan fínan veitingastað þar sem ég spurði sömu spurningar og þar voru þeim boðnir hálfir skammtar af "Entrecote Sauté " og hvað sem þetta fínerí hét :) og fengum súperþjónustu. Enn á ný; gætum að æskunni - í anda og fæði.