Gettu betur og Ármannsfellið fagurblátt

Gettu betur lið Hraðbrautar keppti við VMA í gær og sat ég og nagaði neglurnar alla keppnina. Við unnum að vísu 13 - 9 sem er nú kannski ekkert til að hrópa stórt húrra fyrir.  Verst leið mér þegar ég vissi svörin við spurningum eins og; þegar spurt var um Savannah tríóið, Þrjú á palli, hvað heitir eiginmaður Þórhildar Þórleifsdóttur eða hvað heitir fellið sem kemur fyrir í laginu "Einu sinni á Ágústkvöldi".. Þetta eru svona "fullorðins spurningar - sem óharðnaðir unglingar hafa yfirleitt ekki svör við.. en ég sé að það þarf að demba unglingunum í útilegu á Þingvöll og syngja með þeim gömlu góðu lögin svo þeir geti svarað í Gettu betur :) 

Einu sinni á ágústkvöldi

Einu sinni á ágústkvöldi
austur í Þingvallasveit
gerðist í dulitlu dragi
dulítið sem enginn veit,
nema við og nokkrir þrestir
og kjarrið græna inn í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.
Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa, rökkur-veg,
við saman munum geyma þetta
ljúfa leyndarmál,
landið okkar góða, þú og ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta

Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband