Það er leikur að læra... hugleiðing um nám og reynslu

Sit hér niðrí skóla á sunnudegi, hvíldardeginum, og les "Psychology applied to teaching" .. er að vísu með augnsýkingu í öðru auganu svo ég þreytist fljótt. Það er ótrúlegt hvað endalaust er hægt að bæta á sig blómum í námi og hvað það leynist mikill fróðleikur í hinum óteljandi pípum menntunar.

Reynsla og nám gerir okkur vonandi að betra fólki. Nám eitt og sér gerir lítið gagn, - ég held að reynsla sé mikilvæg og því var oft hlustað á ,,öldungana í borgarhliðunum" eins og talað er um í Biblíunni. Reynsla þeirra sem hafa gengið í gegnum lífið og þurft að taka á ýmsum aðstæðum.

Ég var að heyra af litlum hákarli í fiskibúri hér í bæ. Grey hákarlinn, sem er kraftmikill er ítrekað búinn að sigla á glerið í búrinu og kominn með beyglað nef. Við mannfólkið göngum vonandi aðeins einu sinni á sama glervegginn eða hvað ? 

 Best að fara að lesa meira og hætta að slóra - ,,kennsla er blanda af list og vísindum," það segir bókin mér... og ætla að lesa meira um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Nám þroskar mann, ég komst að því þegar ég fór í skólann í haust, eftir fimmtán ára hlé. Þegar maður nær svo prófunum eykst sjálfstraustið til mikilla muna og allt í kringum þetta hvetur mann eiginlega til dáða að gera meira með lífið sitt. Ég fíla þetta alveg í botn þó mér finnist lærdómurinn oft vera botnlaus.

Birna M, 28.1.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband