Fartölvur í framhaldsskólum mistök ?

Tölvunotkun barna og unglinga virðist færast í aukana og er í raun komin út í misnotkun. Þetta er að verða nýja "dópið" - eitthvað sem kemur fólki út úr raunveruleikanum og í nýjar víddir.

Framhaldsskólanemar flykkjast með tölvunar sínar í skólann "til að glósa" eða hitt þó heldur. Reynslan er sú að 90% af nemendum eru á msn, MySpace, bloggi eða í tölvuleikjum í skólanum meðan þeir eiga að vera að hlusta á kennarann.

Vandamálið miðast ekki einungis við framhaldsskólana, þar sem dóttir mín sem er í viðskiptafræði horfði upp á mann fyrir framan sig í tölvuleik í tíma í háskólanum! Þetta virðist vera eitthvað sem við ráðum engan veginn við.

Það kemur æ oftar í ljós að manneskjan ræður illa við sinn frjálsa vilja.

Hvað er til ráða ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta er að verða nýja "dópið" - eitthvað sem kemur fólki út úr raunveruleikanum og í nýjar víddir."

Hvað getur manneksja -ekki- fundið á veraldarvefnum ?
Það að banna tölvur í skólanum er ekki rétta lausnin og mikið af nemendum vilja hafa tölvurnar til þess að glósa þar sem þeir hafa ekki næga einbeitingu í að stinga blaðinu með glósunum sínum aftur ofan í tösku og finna það ókrumpað aftur. Í tölvunni bíður blaðið þitt óskaddað og meira að seigja í "möppum"!

Lausn á vandamáli skólans væri sú að "loka fyrir portin" á öllu sem tengist ekki náminu þ.e.a.s MSN, blog síður(myspace, b.c.is, -.bloogar.is. Það er ekki mikið vandamál þar sem "tölvusnillingurinn" ykkar gat lokað fyrir portin á leikjunum.

Persónulega finnst mér frábært að geta notað tölvuna í að glósa í skólanum en veit alveg að ég er mennskur og freistingar eru á hverju strái með netið opið fyrir framan sig.
Núna er bannað að vera með opnar tölvur á meðan kennslustund fer fram, núna þarf ég að nota blað og blýant og glósa þannig og ávalt týni ég blöðunum :)

Vona að sé hægt að komast að betri lausn varðandi tölvunotkunina í skólanum.

Kær kveðja, nemandi Hraðbrautar :)

Nemandi (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband