Góðan dag eða góðan daginn ? Hafiði pæltíðí ?

Í vinnunni hjá mér er kennari sem heimtar það að við segjum "góðan dag" en ekki "góðan daginn," því það sé málfræðilega rangt að segja hið síðarnefnda.

Þá er vísan góða: "Litli fingur, litli fingur hvar ert þú ? ..Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn,..." málfræðilega röng!

Ég fletti þessu því upp á vísindavefnum og þessi var niðurstaðan:

Í sambandinu ,,góðan dag" beygjast saman lýsingarorð í sterkri beygingu og nafnorð án greinis:

Nf. góður dagur
Þf. góðan dag
Þgf. góðum degi
Ef. góðs dags
Ef nafnorðið er með viðskeyttum greini beygist lýsingarorðið samkvæmt veikri beygingu:
Nf. góði dagurinn
Þf. góða daginn
Þgf. góða deginum
Ef. góða dagsins

Myndirnar ,,góðan dag" og ,,góða daginn" eru því málfræðilega réttar en ,,góðan daginn" er algeng málvenja.

 

(tekið af vísindavef H.Í. Guðrún Kvaran svarar spurningunni..http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=951)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband