Næstefst í huga .... mér líður vel í maganum!

Það sem mér er efst í huga get ég ekki skrifað um hér, en það sem mér er næstefst í huga get ég skrifað! :)

Ég var nefnilega að vinna örlítið góðverk! Góðverk fyrir mömmu mína og ekki síður góðverk fyrir sjálfa mig. Þetta var mjög annasamur dagur í vinnunni, - hélt kynningu á Hraðbraut fyrir Árbæjarskóla - hljóp útí Bónus og keypti Prins Póló og kók til að bjóða nemendum uppá. Kynningin tókst að mínu mati vel. Mættir voru fyrirmyndarnemendur sem sátu og hlustuðu með áhuga (að virtist) á alla romsuna um minn frábæra skóla! Þegar ég svo kom af kynningunni lét síminn minn öllum illum látum. Ég hafði lofað henni mömmu að fara í bankann og borga með henni reikninga kl. 15:00 en klukkan var orðin 15:20 - þetta er ekki eitthvað sem móðir mín er hrifin af!

Ég ruddist því út úr húsi, en tókst þó að afgreiða erindi tveggja nemenda sem biðu í biðröð við dyrnar á skrifstounni á Hraðbrautarhraða áður. Kom heim til mömmu 15:40 og gekk beint í flasið á henni. "Út vil ek" sagði hún og við trilluðum í Kringluna, hún með reikninga tilbúna til stimplunar í vasanum. Stimpillinn er sko aðalmálið hjá frúnni! ..  Ég spurði hana hvort hún vildi ekki versla í leiðinni en - nei hún var sko ekki með neina peninga. Ég benti henni pent á að við værum staddar í bankanum hennar þar sem hún ætti digran sjóð til að versla fyrir í Bónus. Það varð því úr, verslað var í Bónus og borgaðir reikningar.

Þegar þessu var lokið sagði hún setningu dagsins: "Æ hvað manni líður vel í maganum að vera búin að þessu"... :)  og mér leið auðvitað lika vel í maganum að henni leið vel í maganum! Gott ef maður getur gert e-hvað gott við og við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband