Nokkur orð um reiði

"Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra."

Þessi stutta setning er tekin úr umdeildasta riti allra tíma; Biblíunni, nánar tiltekið úr Efesusbréfi.

Ég var að róta í gömlu dóti - og fann að ég hafði skrifað þessa setningu niður sem minnispunkt og hún er búin að vera mér hugleikin í dag. Mér finnst þetta svo afskaplega satt og rétt. Til hvers þurfum við að segja eitthvað niðurrífandi ? Hverjum er það til gagns ? Ekki okkur sjálfum og ekki þeim sem við tölum til! Ég ætla að reyna að muna þetta þegar ég verð reið næst.

Það er í raun til tvenns konar reiði; reiði sem rífur niður og tætir allt sem hún kemur nálægt. Hlífir engum. Svo ef við erum vitrar sálir og spakar þá nýtum við orkuna sem myndast við reiðina við uppbyggingu en ekki til að ausa úr okkur skömmum.

Og að lokum nokkur vel valin orð:

Ef þú ert súr, vertu þá sætur
sjáðu í speglinum hvernig þú lætur
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu´á þér munnvikin út undir eyru

Galdurinn er að geta brosað
geta´í hláturböndin tosað
geta hoppað sungið hlegið
endalaust :)

Göngum í gleði !  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband