Stjórnmál og trúarbrögð

Hef svo mikið verið að pæla í trúarbrögðum og stjórnmálum. Hef áhyggjur af fólki sem verður of "flokksbundið" hvort sem það er í sínum trú-eða stjórnmálaflokki. Það er svo hættulegt að berja sér á brjóst og segja "Ég hef sannleikann - hitt er bull" .. það er nefnilega til eitthvað gott í öllu og öllum!

Var að lesa um Heimspekinginn og stjórnmálamanninn Rada-krishna, sem var forseti Indlands árin 1962 - 67. Hans hugmyndir stóðu á því að sannleikurinn væri einn og hin ýmsu trúarbrögð væru mismunandi leiðir að sama marki. Rada-krishna er einnig félagslega ábyrgur átrúnaður þar sem hann kennir að fólk eigi að setja sig í spor náunga síns! .. en við vitum líka að Kristur segir "Elskaðu náungann eins og sjálfan þig" ....

Stjórnmál þurfa að snúast einmitt um þetta: Að setja okkur í spor nánunga okkar; ef það væri ÉG sem væri fötluð, hvað myndi ég gera ? Ef það væri ÉG sem ætti langveikt barn, hvernig myndi ég berjast ?  Hvað get ég best gert til að öllum "heimilismönnum" líði sem best ?

Auðvitað þurfum við sjálf að vera í standi til að aðstoða aðra, huga að okkur fyrst! það þarf að setja fyrst á sig "súrefnisgrímuna" til að geta aðstoðað barnið, .. en gleymum ekki barninu þegar við erum farin að anda eðlilega!

Stjórnmálamenn-og konur þurfa að vera einstaklega vel innrættar manneskjur sem láta sig náungann varða, en ekki bara sjálfa sig! Það þarf þroskaðar manneskjur í starf þingmanna og kvenna.  Kannski er þetta andstætt eðli okkar að hugsa um okkur sjálf og aðeins okkur sjálf ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband