Ungfrú Ísland 2007 er........Jóhanna Vala Jónsdóttir - og mamman fékk næstum heilablóðfall af stressi!

Þær voru allar glæsilegar stelpurnar sem komu fram á glitrandi kvöldkjólum í gær, á Broadway, með uppsett hár. Það var spennandi augnablikið í gær þegar trommurnar fóru að trilla og nafnið hennar Jóhönnu Völu minnar var kallað upp á. Þegar það var loksins gert fékk ég þvílíkan höfuðverk að ég hélt það liði yfir mig. Ég vona að þetta reynist henni farsælt. Á toppnum blæs vindurinn hvað harðast. Ég vona bara að hún lendi ekki í kjaftagangi einhverra vansælla sem ekki hafa náð langt á sínu sviði, því það er svo miklu skemmtilegra að samgleðjast þeim sem vel gengur. Öll höfum við okkar svið..sumir eru svakalega sætir, sumir svakalega gáfaðir, sumir skemmtilegir, aðrir hugmyndaríkir, sumir samskiptagreindir og sumir hafa frábæra blöndu af þessu öllu... Mín ráð til Völu voru að hugurinn skiptir máli - að geta látið fallegt hugarfar ná að geisla í gegn, því enginn er fallegur sem hugsar ljótar hugsanir.

Vala er svo mikill nagli og dugleg að þetta ætti ekki að bíta á hana. Mér finnst í raun að hún hafi unnið fyrir þessu, þó það sé kannski undarlega orðað en Það kostar blóð, svita og tár að komast þarna á sviðið á Broadway miðað við prógramið sem stelpurnar eru settar í.  En well..verðlaunin fyrir púlið eru ekkert smá........ég er nú ánægðust með Dale Carnegie námskeiðið:

Ungfrú Ísland fær:

Árskort í Baðstofu- og heilsurækt í World Class

Út að borða í eitt ár á Salatbarnum.

Umhirða hárs í eitt ár frá Toni&Guy og gjafapakka frá lable. M

LCN-naglasett og ásetning frá Heilsu og fegurð í eitt ár.

Vöruúttekt í Hype að andvirði 30.000 kr.

Gjafabréf í Trimform Berglindar.

Lúxusdekurpakka frá snyrtistofunni Fegurð.

Oroblu-gjafapakka.

Gjafakörfu af Sothys-snyrtivörum.

O´Neill-gjafapakka frá Sportís.

Kjól að eigin vali frá Prinsessunni í Mjódd.

Myndataka ásamt myndamöppu frá Ljósmyndastofu Erlings Eiðistorgi.

Málverk eftir Listakonuna Mæju.

Delsey-ferðatösku frá Pennanum.

Blómvönd frá Garðheimum.

Rotary-armbandsúr frá Gilbert úrsmiði að verðmæti 120.000 kr.

Sérsmíðað skartgriðasett frá Dýrfinnu Torfadóttir gull-og skartgripahönnuði.

Queen size heilsurúm frá Betra Bak.

Mongoose alvöru fjallahjól frá GÁP.

Louie Ghost stól frá Mublu.

Námskeið frá Dale Carnegie


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Jóga mín.

Innilega til hamingju með glæsilegu stelpuna þína, við erum að springa úr stolti af flottu frænkunni, sem okkur fannst aldrei spurning um að mundi rústa þessu!!!

Risa knús og fullt af hamingju óskum til ykkar!!!

xoxo

Unnur & Kristján,

Alexandra & Anthony.

Unnur & family (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 09:14

2 identicon

Takk fyrir að kíkja á síðuna mína =)

Innilega til hamingju með dótturina! =D

Tanja Rós (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Innilega til hamingju með dóttur þína! Kveðja, Sunna Dóra

Sunna Dóra Möller, 28.5.2007 kl. 17:12

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir hamingjuóskir,

Drottningamóðirin

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.5.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband