Miðvikudagur, 19. júlí 2006
Hitabylgja á leiðinni ?
Góðan dag,
klukkan er 6:59 og ég er að fara yfir upprennandi dag í huganum. Máni krús að koma í pössun og við ætlum í Fjölskyldu-og húsdýragarðinn Mætti loksins hjá kvikmyndaklúbbnum í gærkvöldi eftir hlé þar sem við horfðum á einstaklega frumlega og fyndna mynd "Lífið er kraftaverk" ..eftir Kusturica (þann sama og gerði Svartur köttur - hvítur köttur. Þessi var mun betri að mínu mati. Þar upplýsti ein félagskona að hitabylgja væri á leiðinni til Íslands og tími til kominn!!! Gleðst ég mjög. Stefni á Snæfellsnes seinni partinn á morgun eða á föstudagsmorgun, eftir hvernig tíminn vinnst.
Seinni partinn fer ég vonandi að hjálpa Lottu systur meira að pakka. Hún er komin með heimasíðu á barnaneti http://www.barnanet.is/snullur en þar er bara ein bumbumynd, og engin smá bumba! Börnin orðin 10 og 11 merkur í mallanum svo þau eru nú tilbúin. Þess er vænst að þetta séu tvær dömur miðað við sónar, en aldrei að vita ....
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.