Carmen og sinfónían

Fór að sjá uppáhaldsóperuna mína í gær í Háskólabíói, eða réttara sagt stytta tónleikaútgáfu og fannst svona lala..Sumt æðislegt en annað ekkert spes. Það er auðvitað mun skemmtilegra að sjá óperur leiknar með öllu tilheyrandi enda eru þær búnar til með það í huga. Ólafur Kjartan stal svolítið senunni með skemmtilegheitum, sterkum karakter og sterkri rödd. Mér fannst vanta daðrið og passjónuna í söng þeirra Garðars Thórs og Guðrúnar Jóhönnu (Don Hose og Carmenar), auk þess að Garðar var frekar óöruggur á textanum en söng tært og kemst upp með ansi margt vegna ,,sætleika" Grin. Held að hann og ætluð Carmen hafi hreinlega aldrei horfst í augu alla sýninguna! .. Auður Gunnarsdóttir gerði sitt vel sem Michaela.  Hljómeyki tók að sér kórhlutann og tókst vel upp. Hljómsveitin og hljómsveitarstjórinn voru flott og Hallfríður Ólafsdóttir lék flautusóló af öryggi. Litirnir í sýningunni voru skemmtilegir.. svart/rautt/orange..vel við hæfi. Ef ég ætti að gefa þessu stjörnur fengi stykkið í heild 3 af 5.

Well.. er nú ekki sérfræðingur í þessu en tala bara út frá tilfinningu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband