Fimmtudagur, 14. júní 2007
Mismunandi alvarleg drama
Jamm og jæja, ég er nú eiginlega búin að vera orðlaus undanfarna daga - og allt of mikið að gera í vinnunni svo ég hef ekkert getað bloggað! Varð að sleppa tíma í einkaþjálfuninni í dag! ..
Það hefur ýmislegt gengið á síðan hún dóttir mín gerðist einlæg við blaðamann sem setti siðan það sem honum þótti ,,áhugaverðast" við frásögu hennar á forsíðu Vikunnar - en það minnir óneitanlega á dramað í raunveruleikaþáttunum - og drama selur.. Okkur hættir til að treysta ókunnugum um of..sjálf hef ég óbilandi trú á fólki .. þar til annað kemur í ljós...
Það sem yfirskyggir samt alla tilveru fjölskyldu minnar núna er mun alvarlegra drama og dýpsta alvara. Anna Kristín frænka í Ameríku var flutt meðvitundarlaus á spítala og kom þá í ljós æxli við heilann og þessa stundina er hún í aðgerð og við getum bara beðið og vonað að hið besta verði úr þessu. Við sitjum öll með kvíðahnút..... sjö tímum síðar... góðar fréttir - búið að fjarlægja æxli og líkur góðar
Athugasemdir
Votta þér mína samúð, en gott að æxlið er farið og líkur góðar. Blessunar bænir héðan.
Birna M, 18.6.2007 kl. 23:13
Frábært að frænkan er að lagast. Vonandi gengur allt sem best.
Hvað var það annars sem dóttir þín sagði við blaðamanninn?.... nú er ég að kafna úr forvitni.
sólarkveðjur heim í Hraðbraut
maja í mexíkó (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 01:07
Takk fyrir góðar kveðjur, frænka mín er komin heim og líður vel - en þarf víst að fara í aðra aðgerð síðar aftur. Æxlið sem tekið var var að sögn bróður hennar eins og golfbolti að stærð, svo það er ekki skrítið að hún hafi verið með höfuðverk! ..
Maja - blaðamálið er svo stórt og viðkvæmt að ég þori varla að ræða það hér því hlutir eru oft mistúlkaðir. Það snýr þannig að mér að dóttir mín hafi farið ,,á trúnó" við rangan aðila um upplifun sína af samkeppendum. Það skapaði auðvitað leiðindi og misskilning. Í viðtalinu var auðvitað fjallað um margt annað sem var bara skemmtilegt - sem hefði mátt setja á forsíðu - en hið neikvæða var tekið og blásið upp. Mér líkar illa við neikvæðni - as you know -
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.6.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.