Mataræði barnanna...alltaf að hugleiða

Ég er í svona móraliseringastuði núna. Hef tekið eftir því undanfarið að verið er að "ota" hamborgurum, kjúklingabitum og frönskum að krökkum. Ef þú pantar t.d. kínamat á Nings þá er þér boðinn barnamatur "kjúklingur og franskar" fyrir börnin. Hver segir að börn geti ekki borðað kjöt í sjanghæsósu, kjúkling í hnetusósu eða núðlur og grænmeti ? Það er ósiður að mínu mati að framreiða sér fyrir börnin, sérstaklega eins og í grillveislum þar sem verið er að grilla nautakjöt eða fisk, og grillaðar eru pylsur eða hamborgarar ofan í börnin. Íslensk börn eru að fitna of mikið og hafa bara ekkert gott af því að borða of mikið af unnum kjötvörum og franskar kartöflur.

Jamie Oliver - "The Naked Chef".. skar upp herör gegn þessu í skóla í Bretlandi og reyndi að breyta mataræði unglinganna og var það mikið átak en tókst að einhverju leyti. Ef skoðað er mataræði menntskælinga lifa þeir því miður flestir á hamborgurum, pizzum og kjúkling... æææ... ekki lítur það vel út.

Fyrir u.þ.b. 10 árum fór ég með börnin mín til Parísar. Fórum síðasta kvöldið inn á flottan veitingastað og spurði ég hvort þar væri "Childrens menu" .. og meinti þá að þar væru minni skammtar.  Þjónninn benti mér á að ég gæti farið með börnin á MacDonalds. Við vorum auðvitað þrælmóðguð - og fórum út yfir götuna í annan fínan veitingastað þar sem ég spurði sömu spurningar og þar voru þeim boðnir hálfir skammtar af "Entrecote Sauté " og hvað sem þetta fínerí hét :) og fengum súperþjónustu. Enn á ný; gætum að æskunni - í anda og fæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband