"Kongekabale" og Siv Friðleifsdóttir

Horfði á ágæta danska mynd í gærkvöldi:   ,,Kongekabale." Vel gerð og heldur manni í spennu allan tímann. Pólitískt plot og pot, siðferðislegar spurningar o.fl.  Ætla ekki að skrifa greinargerð um myndina hér en það sem vakti athygli mína var þessi kóngakapall - hræðsla sumra karlanna við að fá konuna við stjórnvölinn. http://www.imdb.com/find?s=all&q=kongekabalen

Þessa mynd horfði ég á sama dag og Siv Friðleifsdóttir er að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. Mér finnst Siv flott og stend með henni, hún er góð fyrirmynd fyrir heilbrigðan líffstíl sem ég kann að meta. Er sjálf óflokksbundin og heillast af fólki en ekki flokkum. Ég vona að Siv verði kosin formaður Framsóknar. Það veitir heldur ekki af fleirri drottningum í kongekabalen.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband