Lífið er hringrás

Það er svo fyndið þegar maður upplifir sömu hlutina aftur og aftur. Náttúran sjálf bíður upp á þessa hringrás. Sumar-vetur-vor-haust-sumar.... Morgun-hádegi-kvöld-nótt-morgun... Svo bætum við við vikum:  Sunnudagur-mánudagur-þriðjudagur-miðvikudagur-fimmtudagur-föstudagur-laugardagur-sunnudagur.. hehe.. svo kemur klukkan 12-13-14-15-16-17-18-19-20-21-22-23.... nenni ekki að skrifa þetta allt upp, en það er svo mikil hringrás í kringum okkur að ógleymdum "hjólunum í strætó sem fara hringHlæjandi, hringHlæjandi, hringHlæjandi"..

 <Stundum er maður einhvern veginn að upplifa sömu hlutina aftur!  Jólin eru eiginlega alltaf eins, áramótin og páskar... og þetta vilja flestir. Nú er skólinn að byrja aftur, laufin fara að falla og við verðum einu ári eldri.

Auður Inga hringdi í gær og bauð mér í kvennaguðfræðingahádegisverð. Hún er búin að vera á leiðinni að kalla okkur saman í hmm... á annað ár held ég. Ætla að hjóla til hennar þar sem hún býr í Fossvoginum.  Síðan ætla ég að sækja Mána minn og hafa hann hér í nótt. Uppáhaldskrúsidúlluna mína en allt um hann má finna á barnalandi: http://isakmani.barnaland.is/ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband