SUMARFRÍ ... jibbí !

Sumarfrí – Partur I.

 

--

Ég komst í sumarfrí þann 9. júlí og við hjónaleysin fórum í frábæra fjögurra daga göngu með skemmtilegu fólki, erfiða að vísu og sem hefur þau eftirköst að ég missi eflaust eina nögl ..en græði þess meir! Ég hef aldrei fyrr gengið svona mikið og erfitt á jafn stuttum tíma. Hef oft farið í dagsgöngur og þokkalega erfiðar. Lögðum af stað frá Björgum, rétt hjá Húsavík, gengið í fjóra daga yfir (Kinnar)fjöll og firnindi, ár og læki, skriður og kletta - og ferðin endaði í Hvalvatnsfirði …sem betur fer heil á húfi þó manni hafi þótt tæpt standa. Skrifa þessa ferðasögu betur síðar þegar sólin skín ekki svona skært! Brunuðum í bæinn eldsnemma á laugardagsmorgni og vorum mætt í brúðkaup á Þingvöllum kl. 16:00 og síðan í veislu um kl. 18:00 í garðinum á Sóleyjargötu þar sem foreldrar brúðarinnar búa. Ekkert smá æði í góða veðrinu! Afmæli Söru frænku í gær í garðinum hennar svo nóg er búið að stússa. Hitti líka kærasta Völu í gær sem virkar bara góður og indæll. Yndælt að vera í fríi.. og Sumarfrí partur II er að vera heima á palli og láta sólina sleikja aumar tær.. J ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband