Laugardagur, 19. ágúst 2006
Af hverju kona ? ..Af hverju Siv ?
Ég rekst svo oft á þessa setningu "kjósa besta einstaklinginn - ekki kjósa bara af því það er kona eða bara af því það er karl" ... Þetta er ekki svona einfalt.
Við erum að ræða um það þegar báðir einstaklingar eru hæfir - annað er karl og hitt kona.
Það vill nú bara þannig til, að hvort sem það er vegna gena eða félagsmótunar þá eru karlar og konur yfirleitt ekki eins. Þar af leiðandi eru þau með mismunandi stjórnunaraðferðir og áherslur í stjórnun.
95% af þeim sem eru í fangelsi eru karlmenn 5% kvenmenn - það er skýrasta dæmið um þennan mismun á atferli kynjanna.
Þess vegna tel ég góðan kost að hleypa konum að, og í öllum tilfellum þar sem eru tveir stjórnendur tel ég best að hafa tvo einstaklinga af sitthvoru kyninu. Þar sem eru tveir prestar starfandi í kirkju að þar séu bæði karl-og kvenprestur. "Ballansinn" á karlastjórn er of þungur þegar meirihluti stjórnenda eru karlmenn.
Í tilfelli Framsóknarflokksins er þetta svo grátlega skýrt. Mér finnst Siv hafa það með sér að hún er kona, ung á mælikvarða stjórnmálamanna og fyrirmynd fyrir hreysti og heilbrigði sem ekki skiptir litlu máli þegar haft er í huga að hraust sál býr í hraustum líkama.
Það er sama við hvern ég hef rætt í dag, allir eru sammála um að Framsóknarflokkurinn hafi gert stórkostleg mistök með þessu vali sínu.
Í staðinn fyrir að fara marga reiti áfram í Lúdóinu með því að kjósa Siv lenda þeir á byrjunarreit með kosningu Jóns. Siv segist ætla að starfa á fullu fyrir flokkinn - áfram. Því miður Siv - þjóðin vildi sjá í hvað þér bjó í forystuhlutverki fyrir Framsókn. Við erum í fýlu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.