Hómer að meika það...

Höfum ekki enn lagt land undir fót á Hómer "The Múví" og reyndar er ég í hálfgerðu kvíðakasti að fara að horfáann á íslensku, en eflaust verður hinn fjögurra ára heimilismaður látinn í forgang hvaða tungumál er valið.

Hann er mikill Hómersaðdáandi og segir nú "Doh.." í öðruhverju orði. Þegar við vorum að setjast að snæðingi nýlega vippaði hann sér úr öllu að ofan (og lætur hann ekki svo glatt nýja súpermannærbolinn)  greip svamp úr þvottahúsinu og byrjað að þvo sér og syngja hátt! einhvers konar "Dæa" texta.  Við skildum lítið í þessu uppátæki en þá hafði hann verið að horfa á DVD mynd fyrr um daginn þar sem Hómer hafði verið í sturtu, skrúbbað sig með svampi og þar sem hann var einn heima hafði hann haft baðherbergishurðina opna og sungið extra hátt: "My, My, My Delilah".. Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband